Vísir - 10.12.1975, Qupperneq 17
VISIR Miðvikudagur 10. desember 1975.
17
OAG í DAG | I KVOLD | í DAB |
Sjonvarp kl. 20.40: ##
MARGT ER í MORGU
Bókmenntir og listir
á liðandi stund verða
kynnt i Vökui kvöld að
venju. Er þar fyrst
litið inn á æfingu
sinfóniuhljómsveit-
arinnar á oratoriunni
Karmina Burana eftir
Carl Orf. Söngsveitin
Filharmonia og
Stúdentakórinn eru
flytjendur ásamt
hljómsveitinni. Rætt
verður við Carsten
Andersen, stjórnanda
hljómsveitarinnar, og
Jón Asgeirsson, sem
æft hefur kórinn.
Björn Vignir gerir
þvi næst úttekt á nýj-
ustu mánudagsmynd
Háskólabiós, Sunday,
Bloody Sunday.
Þjóðleikhúsið og
Iðnó verða heimsótt
og litið verður inn á
æfingu á jó.la-
leikritum þeirra.
Fylgst verður með
undirbúningi þeirra,
leikmyndum og sýnd
verða atriði úr þeim.
Heljarmikil bóka-
umfjöllun verður i
þættinum. Verða
helstu bækurnar tekn-
ar þar fyrir — skoðað-
ar sumar og lesið úr
öðrum. Talað verður
við nokkra rithöfunda
eins og Thor
Vilhjálmsson, Stefán
Júliusson og Þorgeir
Þorgeirsson.
Þættinum lýkur með
hljómplötukyningu.
Kynntar verða nokkr-
ar bestu islensku
hl jómplöturnar á
markaðinum.
Umsjónarmaður
þáttarins er Aðal-
steinn Ingólfsson.
— VS
Sjónvarp kl. 22.50:
Fœreyjar —
lond og þjóð
Dönsk fræðslumynd verður um frændur vora Færeyinga, land
og þjóð i kvöld kl. 22.50.
Langt viðtal verður við William Heinesen, sem m.a. fjallar um
nokkur skáld færeysk eins og Janus Djurhuus. Johannes Paturs-
son og Christian Matras. Lesið verður úr ljóðum þeirra.
Loftmyndir teknar yfir Færeyjar verða sýndar.
Þótt furðulegt megi telja, þá vitum við harla litið um Færeyinga
yfirleitt. Við vitum jú að þeir eru okkar nánustu frændur en ekkert
þar fram yfir almennt talað. Það er vonandi að við verðum ein-
hvers visari eftir kvöldið i kvöld. Vs
Útvarp kl. 19.35:
Er launþegi
bundinn
þagnarskyldu
um
laun sín?
Þessari spurningu og fleir-
um leita þeir svara við lög-
fræðingarnir Gunnar Eydal og
Arnmundur Backman i þætt-
ingum Vinnumál i kvöld.
Þátturinn byrjar á að fjalla
um trúnaðarmanninn á vinnu-
stað, starf hlutverk og réttar-
stöðu hans, hvenær má segja
honum upp og hver eru tengsl
hans við stéttarfélagið. Talað
verður við tvo trúnaðarmenn
um störf þeirra.
í annan stað verða ræddar
þær meginreglur, sem gilda
um launagreiðslur i veikinda-
tilfellum. Einnig verður
svaraðspurningum hlustenda.
Leitað verður svara við
tveim spurningum:
Er launþegi bundinn þagn-
arskyldu um sin laun, og hver
er réttarstaða stundakennara.
Að lokum verður starf og
skipulag Vinnuveitendasam-
b'ands fslands kynnt. Rætt
verður við Barða Friðriksson
skrifstofustjóra i þvi augna-
miði.
— VS
Sjónvarp kl. 21.50:
„Sér grefur
„Shootable forframing” heitir myndin um
Columbo i kvöld. Listgagnrýnandi drepur auðug-
an frænda sinn, sem á afar verðmætt einkasafn
listaverka. Hann er ekkert ánægður með það að
frændinn ætlar að taka saman við konu sina á ný.
Reitunum yrði þá skipt i fleiri staði og það finnst
honum ótækt — best að fyrirbyggja það strax.
Hann hefur með sér unga stúlku til aðstoðar við
verknaðinn.
gröf....."
Columbo fær nú það verkefni sð upplýsa málið.
Hann verður gripinn geysilegum listaáhuga og á
við listgagnrýnandann viðtal, sem er auðvitað
ekkert nema menntahrokinn eins og allir list-
gagnrýnendur.
Annars gengur myndin út á vopnaviðskipti
þeirra og er ekki vert að vera að taka spennuna úr
henni frá fólki, en biða kvölds og æsa sig þá fyrir
framan sjónvarpið. — VS
Boggi
— Ég er sammála. Þetta gerir sálfræðinga
óþarfa.
ÚTVARP #
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan:
„Fingramál” eftir Joanne
Greenberg. Bryndis
Viglundsdóttir les þýðingu
sina (13)
15.00 Miðdegistónleikar.
Italski kvartettinn leikur
Strengjakvartett nr. 6 i
F-dúr op. 96. „Ameriska
kvartettinn” eftir Dvorák.
Kornél Zempleni og Ung-
verska rikishljómsveitin
leika Tilbrigði um barnalag
op. 25 fyrir pianó og hljóm-
sveit eftir Dohnányi,
György Lehel stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir)
16.20 Popphorn.
17.10 tJtvarpssaga barnanna:
„Drengurinn i gullbuxun-
um” eftir Max Lundgren.
Olga Guðrún Arnadóttir les
þýðingu sina (11)
17.30 Framburðarkennsla i
dönsku og frönsku.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Vinnumál.Þáttur um lög
og rétt á vinnumarkaði.
Um sjónarmenn: Lög-
fræðingarnir Gunnar Eydal
og Arnmundur Backman.
20.00 Kvöldvaka. a.
■Einsöngur. Sigurv. Hjalte-
sted syngur, Ólafur Vignir
Albertssonleikur ápianó. b.
Fjárgötur/hjarðmannsins
spor.Gunnar Valdimarsson
les úr minningaþáttum
Benedikts Gislasonar frá
Hofteigi fyrri hluti. c. Ort i
draumi og vöku. Ljóð og
laust mál eftir Þórunni Elfu
Magnúsdóttur. Höfundur
les. d. Dagstund við Djúp.
Hallgrimur Jónasson flytur
ferðaþátt. e. Um islenzka
þjóðhætti. Arni Björnsson
cand. mag. segir frá. f. Kor-
söngur. Telpnakór Hliða-
skóla syngur. Þóra
Steingrimsdóttir leikur á
pianó. Stjórnandi: Guðrún
Þorsteinsdóttir.
21.30 Útvarpssagan: „Fóst-
bræður” eftir Gunnar
Gunnarsson.
Jóhannesson Smári þýddi.
Þorsteinn O. Stephensen les
sögulok (25)
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöld-
sagan: „Kjarval” eftir
Thor Vilhjálmsson.
Höfundur les (24)
22.40 Jazzþátturi umsjá Jóns
Múla Árnasonar.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
SJÚNVARP •
18.00 Björninn Jógi. Bandarisk
teiknimyndasyrpa. Þýðandi
Jón Skaptason.
18.25 Kaplaskjól. Breskur
myndaflokkur byggður á
sögum eftir Moniku Dick-
ens. Hundrað punda hestur.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
18.50 Laumufarþeginn. JVIynd
um ungan laumufarþega
um borð i fiskiskipi, sem fer
á veiðar i Norður-Atlants-
hafi. Þýðandi Gréta Hall-
grims.
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.30 Dagskrá og auglýsingar
20.40 Vaka.Dagskrá um bók-
menntir og listir á liðandi
stund. Umsjónarmaður
Aðalsteinn Ingólfsson.
21.50 Columbo. Bandariskur
sakamálamyndaflokkur.
Þýðandi Jón Thor Haralds-
son.
22.50 Færeyjar. Dönsk
fræðslumynd um land og
þjóð. M.a. er viðtal við
William Heinesen um skáld-
skap i eyjunum, gamlan og
nýjan. Lesin ljóð og kveðið.
Einnig er rætt við nokkra
Færeyinga um tengslin við
Danmörku. Þýðandi Jó-
hannes Helgi. Þulur Krist-
inn Reyr.
24.00 Dagskrárlok
Flýttu þér nú Jónas, — ég gæti alveg gengið jafnhratt!