Vísir - 11.12.1975, Side 7
VISIR Fimmtudagur 11. desember 1975.
7
RGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Í Umsjón: Guðmundur Pétursson
Yelena Sakharov viö komuna til Osló þar sem hiín veitti viötöku friöarverölaununum fyrir mann sinn
sem ekki fékk fararleyfi frá sovéskum yfirvöldum.
Sjaldan inni-
legra lófatak
við afhendingu friðarverðlauna Nóbels,
sem fram fór í Osló í gœr þegar
eiginkona Sakharovs veitti þeim viðtöku
Meðan Yelena Sak-
harov veitti viðtöku
friðarverðlaunum Nób-
els fyrir hönd eigin-
manns sins stóð hann
sjálfur úti i kuldanum
fyrir utan dómhúsið i
Vilna i Lettlandi þar
sem þingað var i múli
eins vinar hans,
andóf smannsins
Sergei Kovalev.
Honum haföi ekki verið leyft
að fara úr landi til þess aö taka
viö verölaununum sjálfur, og
honum var heldur ekki leyft að
vera viö réttarhöld Kovalevs.
En kona hans flutti Nóbels-
verölaunanefndinni þakkir
bónda hennar og hugur viö-
staddra til verðlaunaveitingar-
innar kom greinilega i ljós i
kröftugu lófataki sem menn
minnast naumast aö hafa heyrt
i annan stað jafn innilegt þótt
viö svipuö tækifæri væru.
Eftir athöfnina fylktu Oslóbú-
ar liöi f blysför sem lá framhjá
svölum Grand-hótels þar sem
Yelena heldur til þá daga sem
hún verður i Osló.
Nokkur stórblaöanna tóku
fyrir i leiöurum sinum i dag þá
afstööu Sovétstjórnarinnar aö
neita Sakharöv um feröaleyfi.
The New York Times kvað þaö
algert þrot á Helsinki-sam-
komulaginu og á mannréttinda-
yfirlýsingu Sameinuðu þjóð-
anna.
„Mundu svo aö viö látum konur og börn ganga fyrir!” — Þannig
litur teiknarinn á hryöjuverkamenn öfgasamtaka eins og írska
lýöveidishersins (IRA) og þjóöfrelsissamtaka Palestinuaraba
(PLO). Almenningur er fullur heiftar oröinn i garö þessara morö-
sveita, og á Bretlandseyjum er mikill meirihluti fylgjandi þvi aö
dauöarefsingin veröi endurvakin sem viöurlög viö slikuni illverk-
um.
Verður aálainn
reistur að nýju?
Atkvæðagreiðsla
verður i breska þinginu i
dag um það hvort irskir
hryðjuverkamenn verði
sendir i gálgann fyrir
morð á óbreyttum borg-
urum.
Skoðanakannanir hafa
leitt i ljós að almenning-
ur á Bretlandseyjum er
fullur heiftar i garð
sprengjuvarganna og
88% vilja að gálgarnir
verði reistir aftur til
þess að hengja hryðju-
verkamennina.
Um 50 manns hafa látið lifið i
150 sprengingum á Bretlandi síö-
ustu þrjú árin. Óttinn við sprengj-
ur og vitisvélar morðingja irska
lýðveldishersins hvildir eins og
mara orðið á ibúum stórborg-
anna. Opinberir samskomustaðir
hafa tekið á sig svipaö sniö og
væru striðstimar.
En þrátt fyrir hatriö sem andar
i garö ofstækismannanna telja
stjórnmálaspekingar aö tillagan
um endurvakningu dauðarefsing-
ar viö slikum hryðjuverkum verði
felld i þinginu.
Andstæðingar dauðarefsingar-
innar hafa harmað á þeim kviöa
að IRA mundi njóta samúðar ef
flugmenn samtakanna yrðu
pislarvottar gálganna.
En það er talið að m jótt verði á
mununum, mjórra heldur en i
desember i fyrra þegar svipuð til-
laga var felld með 317 atkvæðum
gegn 219.
Samtimis þessari tillögu er til
umræðu önnur sem felur i sér, aö
stjórnvöld leggi 50.000 sterlings-
punda verðlaun til höfuðs hryðju-
verkamönnunum. Þá hugmynd
átti Ross McWhirter, sem
morðingjar IRA skutu til bana á
tröppunum á heimili hans á dög-
unum.
Rceningi-
arnir fara
ekki einu
sinni að
tilmœlum
leiðtogans
Skæruliðarnir frá Suður-
Molukkaeyjum sem hafa á
valdi sínu meira en 50 gisla
i Hollandi hafa ekki látið
sér segjast/ þótt landar
þeirra hafi reynt að tala
um fyrir þeim og fá þá til
að gefast upp.
Forseti útlagastjórnar
Molukkamanna, Johannes Manu-
sama, skoraði i gær á skæruliö-
ana að gefa sig á vald lögreglunni
án frekari mótþróa, en i morgun
höfðu ræningjarnir enn ekki sýnt
viðbrögð við þeim tilmælum.
Manusama sagöi við fulltrúa
þeirra 40.000 innflytjenda frá
Molukkaeyjum sem búa i Hol-
landi að aðgerðir ræningjanna
væru að visu réttlætanlegar, en
þær spilltu málstað þeirra samt.
Hann varaöi aðra unga
Molukkamenn viö þvi að fara aö
ráði þessara manna. Sagði hann
að nóg væri að gert. Vakin heföi
verið athygli umheimsins á sjálf-
stæðisbaráttu Molukkamanna, og
þar meö tilganginum náö.
Skæruliöahóparnir tveir hafa
annarsvegar á valdi sinu járn-
brautarlest við Beilen, og hins-
vegar sendiráð Indónesiu i
Amsterdam. Lögreglan stendur i
stöðugu simasambandi við ræn-
ingjana i sendiráðinu, en heldur
uppi taugastriði gegn lestar-
ræningjunum. 1 nótt varnaði hún
þeim svefns með vélarskr ilti og
ljóskösturum, og er það þriðja
nóttin i röð sem þannig er þjarm-
að að skæruliðunum.
ÖSKUTUNNAN
HÆTTULEGUR
SVEFN-
STAÐUR
Flækingur sem sofnað hafði
i öskutunnu i fjölbýlishúsi i
Frankfurt bjargaðist á sið-
ustustundu áðuren hann lenti
I brennsluofnum með öðru
rusli.
Hann hafði lagst til svefns i
öskutunnunni til að sofa úr sér
áfengisvimu og setti yfir sig
lokið.
Hann rumskaði naumast,
þegar öskukallarnir tæmdu
tunnuna i öskubiinum og óku
ruslinu til brennslustöðvar.
þar sem úrgangnum er brennt
við upphitun vatns sem aftur
er notað til upphitunar stórs
hluta Frankfurts.
Sá sem stóð við að moka i
ofanana heyrði veinin i mann-
inum þegarhann kom rúllandi
með ruslinu á leið inn i logana.
Dró hann flækinginn út á siö-
ustu stundu.
Boli í bœjarferð
Þaö þurfti tíu menn til i miðborg St. Louis.
að stöðva bola sem brá Lames Liszewski lög-
sér á dögunum i visitasiu regluþjónn var meðal
þeirra sem eltu tudda og
mátti forða sér upp á
vélarhús bifreiðar sinn-
ar, þegar boli var ekki á
því að láta sig. — Nautið
hafði sloppið út úr gripa-
flutningabifreið sem valt
á einu strælinu.