Vísir - 11.12.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 11.12.1975, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 11. desember 1975. vism Nú getur KR kvott 1. deildor-vonina! — Tapaði með einu marki fyrir Keflavík í 2. deildinni í handknattleik í gœrkvöldi - ÍR lék sér að Fylki, og Breiðablik nóði í sitt fyrsta stig Þau óvæntu úrslit uröu i ts- landsmótinu i handknattleik i gær, aö Keflavik sigraði KR í 2. deild, 26:25 og eru KR-ingar — silfurliðiö úr Reykjavikurmótinu þar með endanlega úr leik i toppbaráttunni. Þá fékk Breiða- blik úr Kópavogi sitt fyrsta stig i keppninni. gerði jafntefli við Leikni, Breiðholti 19:19 og ÍR heldur sinu striki, sigraði Fylki léttilega 26:12. Það leit ekki út fyrir neitt óvænt i hálfleik i leik KR og Keflav., KR-ingar höfðu yfir 14:9 og þvi forskoti héldu þeir framanaf i siðari hálfleik. En þá datt allur botn úr leik liðsins, vörnin gal- opnaðist hvað eftir annað og Kefl- vikingar föru að saxa á forskotið. Þegar tvær minútur voru til leiks- loka var staðan jöfn 25:25, og Suðurnesjamenn áttu svo siðasta orðið — skoruðu sigurmarkið með gegnumbroti. Frammistaða Breiðabliks úr Köpavogi i leiknum gegn Leikni kom lika á óvart. Breiðabliks- menn léku hálfgerðan „göngu- handbolta” og sú leikaðferð virt- ist ætla að færa þeim 2 stig, þvi uppúr miðjum siðari hálfleik höfðu Kópavogsmenn yfirhöndina 19:15, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 10:D. En endasprettur þeirra var slakur og Leiknis- mönnum tókst að jafna metin, 19:19, sem urðu lokatölurnar. IR-liðið heldur sinu striki og nú getur fátt komið i veg fyrir að liðið endurheimti sæti sitt i 1. deild sem það missti i fyrra. 1R hreinlega lék sér að Árbæjar- liðinu Fylki — og munurinn varð 14 mörk. — 26:12. STADAN Staðan i 2. deild eftir leikina I gærkvöldi: Leiknir — Breiðablik 19:19 KR — Keflavik 25:26 ÍR — Fylkir 26:12 tR 7 7 0 0 187:105 14 K A 5 4 0 1 108:91 8 Leiknir 7 3 1 3 139:152 7 KR 6 3 0 3 135:127 6 Fylkir 5 2 0 3 78:98 4 Keflavik 6 2 0 4 109:132 4 Þór 5 1 0 4 108:114 2 Breiðablik 5 0 1 4 75:120 1 Átta eftir í körfunni Búið er að draga i 8-liöa úrslit- um I Evrópukeppni bikarhafa i körfuknattleik. Þar er ieikið I tveim 4ra liða riðlum, og eru þessi lið I riðlunum: A-riðill: Aspo Tours, Frakklandi. Olympiakos, Grikklandi CSKA Soffia, Búlgariu. Rabotnicki, Júgóslaviu. B-riðili: SSV Hagen, V-Þýskalandi. Estudiantes, Spáni. Sutton/C. Palace, Englandi. Cinzano, ttaliu. Það var mikil sorg i Frakk- landi þegar fréttist að hinn ungi og efnilegi skiðamaður, Michel Dujon, hafi látist af völdum áverka, sem hann hlaut er liann var að æfa sig fyrir fyrstu heimsbikarkeppnina á skiðum i Val D'Iserc I siðustu viku. Hann var að reyna nýjan skiöa- áburð og féll i brautinni með þeim afleiðingum, aö hann lést skömmu siöar. Er talið að hann hafi skollið með höfuðið i stein fyrir utan brautina, og var höggið það mikið, aö öryggis-, hjálmurinn, sem hann var með á höfðinu brotnaði. Efri myndin er af Michel og er tekin rétt áður en hann Iést, en sú neðri þegar kista hans er borin út úr kirkj- unni i Saint Gervais. Félagar hans i landsliðinu bera kistuna á öxlum sér, cn fremstur fer fyrirliði liðsins og ber landsliðs- peysu Dujons. HvaB er þetta maður — hann byrjaöi — og a6 sjálfsögöu gaf ég honum einn á snti6inn! Ef þú kynnir þitt fag þá / bókaáir þú hann f n ekk stóðst Komdu þérútileikmann og rifursvokjaft' viðdómarann! af vellinum Galt! _ Þeir hafa veriö mikil og góð auglýsing fyrir tsland atvinnumennirnir okkar I k hafa lika staðið sig frábærlega og eru á allra vörum eftir leiki liða sinna að un Jóhannes Eövaldsson (númer sex) I leik á milli Rangers og Celtic á dögunum, þarna Tommy. Slærö anna reki Atvinnumen okkar gera Þeir hafa gert það gott I knatt- spyrnunni tvö s.l. kvöld þeir Ásgeir Sigurvinsson i Belgiu og Jóhannes Eðvaldsson i Skotlandi. Asgeir var stjarna Standard Liege er liöiö sigr- aði ,,það besta i Evrópu” — Pynamo Kiev — 2:1 i fyrrakvöld, og Jóhannes átti stórleik þegar Celtic lék við Hibs i Glasgow i gærkvöldi. Leikur Standard og Dynamo Kiev var vináttuleikur, sem háður var i Liege, og lék Ásgeir þar einn sinn besta leik með Standard frá þvi að hann kom til félagsins fyrir þrem ár- um — og hefur hann þó átt marga góða leiki áður. Hann átti upptökin að báðum mörk unum sem Standard gerði. Það fyrra kom snemma i fyrri hálfleik. Þá braust Ásgeir i gegnum hina frægu vörn Dynamo Kiev — sem einnig er landslið Sovétrikjanna — og sendi fyrir markið, þar sem austurrikis- maðurinn Ritter, sem Standard er að hugsa um að kaupa. var vel staðsett- ur og skallaöi i netið. Ásgeir Sigurvinsson með stórleik er Standard Liege sigraði Dynamo Kiev 2:1 ióhannes Eðvaldsson lagði upp mark Celtic, sem nú er í efsta sœti í Skotlandi Siðara markiö var mjög svipað — Asgeir komst þá aftur i gegnum varnarvegg rússanna og sendi fyrir — og i þetta sinn var það Garot, sem skallaði i netið. Fyrir utan þetta átti Asgeir dauðafæri, en var brugðið innan vitateigs — og dómarinn sleppti þar augljósri vitaspyrnu. Mark Dynamo Kiev skoraði hinn frægi Oleg Blohkin seint i siðari hálf- leik. Jóhannes Eðvaldsson átti enn einn stórleikinn með Celtic, er liðið mætti Hibs á Celtic Park i gærkvöldi að viðstöddum um 40 þúsund áhorfend- um. Celtic skoraöi fyrra markið i leikn- um, sem lauk með jafntefli 1:1, og átti Jóhannes stóran þátt i þvi. Hann óð fram og gaf á Dixie Deans sem skoraði. Þannig var staðan þar til nokkrar minútur voru eftir af leikn- um, að Hibs jafnaði eftir mistök markvarðarins, sem missti knöttinn milli fóta sér og i netið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.