Vísir - 17.12.1975, Síða 8

Vísir - 17.12.1975, Síða 8
í LOTboy SchrKMlLötgerát Á þessari mynd gef ur að líta lóðbolta á 3.340 krónur og brennslusett fyrir hluti úr tré/ leðri og korki á 2.210 krónur. Þessar vörur eru vestur þýskar og fást í versluninni Brynju, Laugavegi 29. Hjartarbúð/ Suðurlandsbraut 10 er lands- þekkt fyrir pípurnar, sem hún hefur sér- hæft sig með en þar er líka hægt að fá þessa ferðabari eins og þann sem er á myndinni. Slíkur bar kostar 7.235 krónur, en þeir fást upp í 16.530,- Ronson borðkveikjarinn kost- ar 8.945, Diplómatkveikjarinn, þessi fer- kantaði 6.020 krónur og pfpustatívið kostar 1.885 krónur. Á rakarastofu Ágústar og Garðars Suður- landsbraut 10 er ekki einungis hægt að fá klippingu, heldur einnig gjafasett með snyrtivörum fyrir herra. Hjá Ágústi og Garðari getur konan skroppið og fundið geysilegt úrval allskonar slikra snyrtivara eins og sjá má á myndinni. Gjafakassar með snyrtivöru karla er í geysilegu úrvali hjá snyrtivörudeild Slátur- félags Suðurlands í Glæsibæ. Verðið er þetta frá um 980 krónum til 2000 króna. Margar gerðir lampa eru tilvaldar jóla- gjafir handa honum, t.d. þessi lampagerð sem við sjáum hérna. í Ljósi og Orku, Suð- urlandsbraut 12 fást borðlampar af mörg- um gerðum og stærðum á verðinu frá krón- um 3.740 til 19.000.00. Lampinn á myndinni kostar 9.140. Á þessari mynd sést straufrí herraskyrta sem fæst í Domus Laugavegi og hún kostar 2.200 krónur. Bindin kosta frá 850 krónum og greiðslusloppar 3.995. Nú er hægt að segja að maður ætli í ríkið án þess að fara í áfengisverslunina, því nýtt ríki hefur hafist til virðingar á Snorra- brautinni. Það er Herrarikið, sem opnaði fyrir hálfum mánuði, kannski síðasta vígi karlanna. Þar fást þessir flauelsjakkar í sex litum og er verð þeirra 13.950 krónur. Skyrtur áþekkar þeirri sem viðsjáum kost- ar um 3.000 krónur. Gunnar Ásgeirsson, Suðurlandsbraut 16 sel- ur hinarþekktu Bosch Combi borvélar ásamt ýmsum fylgihlutum. Verð borvélanna er f rá 10.700 krónum og auk þess er hægt að fá um 20 gerðir fylgihluta. Þessar vélar henta manninum vel, ef hann hef ur áhuga á smíð- um af einhverju tagi. Terelyn- og bómullarnærföt þessi eru mjög vinsæl í dag. Þau er hægt að fá í þremur lit- um og sex stærðum. Verð þeirra er 1.990 krónur settið og þú færð þau hjá Andersen & Lauth, Laugavegi 39 eða Álfheimum 74.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.