Vísir - 20.12.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 20.12.1975, Blaðsíða 8
g Laugardagur 20. desember 1975. VlSIR Ctgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri^rl. frétta: Guömundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúii G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44xSimar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasöfu 40 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Frjáls útvarpsrekstur Rikisvaldið hefur hér eins og viða annars staðar haft einokun á rekstri útvarps og sjónvarps. Þetta eru áhrifamiklir fjölmiðlar, ekki sist sjónvarpið, og rikisvaldið hefur ekki fram til þessa þorað að sleppa af þeim hendinni. Nú er kominn timi til að brjóta þessa menningarlegu einokunarstefnu á bak aftur. Að visu er ekki unnt að fella útvarps- og sjón- varpsrekstur undir einn hatt, þegar rætt er um frjálsa fjölmiðlun. Sjónvarpsrekstur er þess eðlis, að ekki er ástæða til þess á þessu stigi að ræða um, að hann verði gefinnfrjáls. öðru máli gegnir um út- varpsrekstur. 1 þvi efni er kominn timi til að rjúfa fjötra rikiseinokunarinnar. Málsvarar rikiseinokunarinnar hafa alla jafnan haldið þvi fram, að útvarpsrekstur væri svo dýr, að ógerlegt væri að gefa hann frjálsan af þeim sökum. Með þvi móti væri verið að gefa fjársterkum aðilum of mikil forréttindi. Hugsanlegt er, að þetta hafi verið gild rök á sinum tima. En það er þá löngu liðin saga. Nú má setja á fót útvarpsstöð með litlum til- kostnaði. Það er á færi hvers sem er að standa fyrir slikum rekstri, bæði einstaklinga og félaga. Rekst- urskostnaðurinn gæti verið brotabrot af útgáfu- kostnaði dagblaðs. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðis- skipulagsins. Þjóðfélagið þarf einnig að viðurkenna rétt manna til þess að koma á framfæri sjónarmið- um sinum hugverkum eða öðru efni. Einn þáttur i þvi er að gefa útvarpsrekstur frjálsan innan þeirra marka, sem tæknilegar aðstæður leyfa. Fjölmiðlun á eftir að taka miklum breytingum á næstu árum. Nýjungar á þvi sviði koma til með að valda straumhvörfum. Við verðum að varast mjög allar tilhneigingar i þá átt að hneppa þá þróun i fjötra rikiseinokunar, eins og nú verður vart sums staðar erlendis. Lengi hefur verið um það deilt, hvort útvarpsráði hafi tekist að fara hinn gullna meðalveg milli ólikra skoðana við mótun útvarpsdagskrár á hverjum tima. Sjálfsagt verða menn seint á einu máli um það. Ýmsir hafa talið óþarft að ræða um frjálst út- varp, þar sem i útvarpsráði eigi sæti fulltrúar allra stjórnmálaflokka og með þvi móti sé komið i veg fyrir pólitiska misnotkun. Á það er að lita I þessu sambandi, að krafan um frjálst útvarp er engan veginn sprottin upp vegna ágreinings um, hvort útvarpið hafi i gegnum tiðina fylgt settum reglum um óhlutdrægni. Krafan um frjálst útvarp byggist einfaldlega á þvi, að þessi menningarlega einokun rikisins er óeðlileg og þjón- ar engum tilgangi. Það er þvert á móti eðlilegt að leyfa einstaklingum og samtökum þeirra að hafa slika starfsemi með höndum. Það er eins eðlilegt og þau sjálfsögðu mannréttindi að fá að skrifa og gefa út blöð. Stundum hefur verið á þaðminnst að létta einok- uninni af i áföngum með þvi að heimila i fyrstu landshlutaútvörp. Slikar hugmyndir eru góðra gjalda verðar. í raun réttri er þó óþarfi að vera með slikt hálfkák. Við eigum óhikað að stiga skrefið til fulls og gefa útvarpsrekstur á íslandi frjálsan. Kraumar í pottinum hjá frú Bandara- naike Mjög bráðlega er von á uppgjöri milli forsætisráðherra Sri Lanka, frú Sirimavo Bandaranike og trotskista. Það fylgir i kjölfar einnar mestu árásar, sem hún hefur orðið fyrir síðan hún tók við völdum árið 1970. Trotskistum var vlsaö úr samsteypustjórninn i i september sl. Þeir hafa lýst vantrausti á frú Bandaranaike vegna misferlis I viöskiptum og boriö fram tillögur þar aö lút- andi. Þeir segja aö frú Bandaranaike, sonur hennar og tvær dætur hafi selt þréttan landskika á um 33,000 sterlings- pund, rétt áður en lög nokkur tóku gildi i ágúst 1972, sem bönnuðu einstaklingum að kaupa eða selja meira en 20 hektara lands. Missir tœplega völdin Þeir eru fáir sem telja að þessi vantraustsyfirlýsing verði til þess að frú Bandaranaike missi völd, en það gæti samt skaðað hana við næstu kosningar. 1 þinginu á flokkur hennar, Frelsisflokkurinn, um 92 sæti, sem nægir til að fella vantraustið þegar hún verður borin upp i þinginu á þorláks- messu. ,,En hver sem örlög þessarar vantrauststillögu verða, þá er það augljóst að hún getur skaðað frú Bandaranike i aug- um almennings,” sagði einn fréttaskýrandinn. Stœrstu flokkarnir styðja ekki trotskista Að visu hafa komið fram ýmsar vantrauststillögur en engri þeirra hefur áður verið beint gegn frú Bandaranaike persónulega. Trotskistar eiga 14 fulltrúa á þingi og njóta litils stuðnings hinna stjórnarandstöðu- flokkanna. Þeir einu eru þeir tveir þing- menn sem reknir voru úr flokki frú Bandaranike og mynduðu sinn eigin flokk. Þeir styðja einnig vantraustið. Stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn er sameinaði þjóðar- flokkurinn. Hann hefur 19sæti á þingi, en þeir hafa ekki enn gert það upp við sig, hvort þeir styðji trotskista eða ekki. En talsmenn flokksins hafa þó fullyrt, að flokkurinn muni ekki gera það, þar sem allar nánari upplýsingar vanti um misferli frú Bandaranaike i van- trauststillögu trotskista. Þriðji stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn, Tamil-sam- einingarflokkurinn, sem á ellefu fulltrúa á þingi, mun varla heldur styöja trotskista. Frú Bandaranaike otar óspart sinum tota. En þótt Tamilílokknum sé einnig i nöp við frú Bandaranike — þeir saka hana um að hafa gert Tamilmælandi ibúa landsins að annarsflokks borg- urum með stjórnarskránni frá 1972 — munu þeir liklegast fara að dæmi Sameinaða þjóðar- flokksins. Beiskir vegna brottrekstursins Miðflokkur frú Bandaranaike telur aðgerðir trotskista stafa af beiskju vegna brotttreksturs þeirra úr rikisstjórn. Frú Bandaranike sagði við leiðtoga trotskista, N.M. Perera, að eiginmaður hennar sálugi S.W.R. Bandaranaike hefði ekki haft neina fasta stefnu þegar hann var forsætis- ráðherra árin 1956-59. Sumir halda þvi fram að frú Bandaranaike hafi aðeins vantað átyllu til að visa trotskistum úr rikisstjórn, vegna þess hve mikið þeir gagn- ryndu hægaganginn i þjóðnýtingu og öðrum breyting- um i átt til sósialisma. Rdðherrarnir með í jarðasölunni Mánuði eftir brottreksturinn voru fyrstu sönnunargögnin fyrir óleyfilegum landakaupum lögð fram i þinginu. Raunar sagði Hektor Kobbekaduwa, landbúnaðar- ráðherra, að forsætisráðherra hefði beðið um ráðleggingar hans áður en kaupin fóru fram og tekið á sig fulla ábyrgð á þeim. 1 vantrauststillögunni er þvi haldið fram, að frú Bandaranaike hafi ásamt börn- um sinum þremur, brotið lands- lög með þvi að selja meira land, en áðurgreind lög leyfðu. Ef svo óliklega skyldi vilja til að vantraustið yrði til þess að frú ' Bandaranaike missti meirihluta sinn á þingi þá er það hugsan- legur möguleiki að hún biði ósigur i þeim kosningum, sem þá munu fara fram. Vegna versnandi lifskjara hafa vinsældir hennar farið minnkandi en auk þess er mat- vælaskortur og atvinnuleysi orðið alvarlegt vandamál meðal hinna 15 milljóna ibúa eyjarinnar. En þar sem efnahagsástandið versnar frekar en batnar I náinni framtíð þá er timinn hliðhollur frú Bandaranaike, þar eð næstu kosningar verða ekki haldnar fyrr en 1977. 1 ágúst á næsta ári verður hún gestgjafi á toppfundi óháðra asíurikja, og kannski gæti hún komið þvi svo fyrir að hún vaxi i áliti þar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.