Vísir - 20.12.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 20.12.1975, Blaðsíða 11
vism Laugardagur 20. desember 1975. 11 Varaðu þig á bridge- spilurum með gjafir BOLS bridgeheilræðakeppn- ina þarf varla að kynna nú orð- ið, þvi þetta er annað árið sem þetta þekkta vinfyrirtæki stend- ur fyrir henni. Þekktir stór- meistarar gefa heilræði og i þættinum i dag er það Banda- rikjamaðurinn James Jacoby, einn af hinum frægu Ásum, sem hefur orðið. Varaðu þig á bridgespilurum með gjafir. Það eru ótal spil sem sanna þetta. Hér er eitt úr úrslita- keppni i Bandaríkjunum. 4 K-2 ¥ K-D-7-3 G-10-2 K-D-4-2 „Bridgespilarar verða að gera margt leiðinlegt svo sem að spila spil, þar sem ekkert sérstakt er að gera. Þetta deyfir athyglina og skapar ef til vill sjálfsöryggi á ekki mjög traust- um grunni. Auðvitað á maður að leggja sig fram til hins itrasta i hverju spili, en hver gerir það? Spákonan Cassandra aðvar- aði Trójuher: „TimeoDanaos et dona ferentis.” (Ég óttast grikkina, jafnvel með gjafir). Samt tóku hermenn Trjóuborg- ar við tréhestinum og færðu hann inn i borgina. Skáldið Virgil vissi ekki að þúsundum ára siðar myndi sagan af Trjcuhestinum hjálpa mörgum bridgespilaranum. BOLS bridgeheilræði mitt er þvi: 4 D-9-3 . 4 G-10-7-5-4 ¥ G-10-6-2 ¥ 9-5-4 X6-5 ♦ A-K-D-9 G-9-8-5 * 6 4 A-8-6 A 8 B-7-4-3 4 A-10-7-3 Sagnir gengu þannig: Austur Suður Vestur Norður P 1* P 1 ¥ D P 14 24 P 2G p 3G Útspilið var spaöaþristur, drepinn i borði með kóng og laufahjónum spilað. Þegar austur var ekki með i seinna laufið, þá voru aðeinsátta slagir öruggir. En sagnhafi teymdi Trjóuhestinn að borgarhliðinu. James .0. Jacoby, 42, er frá Dallas I Texas. Hann er spilari og bridgerithöfundur. H'ann varð heimsincistari 1970 og 1971. með Dallas-Ásunum frægu. Hann er áttundi i röðinni af stór- meisturuin — á undan honum koma Róbert Hamman fyrrver- andi makker hans og sex italsk- ar stórstjörnur. Hann spilaði tigulgosa úr blind- um. Varnarspilarinn i austur tók fjórum sinnum tigul og spil- aði spaða. Sagnhafi drap með ás og vestur átti ekkert gott afkast — kastþröng i hjarta og laufi. Annað spennandi spil, þar sem Trjóuhesturinn kemur við sögu, er úr heimsmeistara- keppninni 1971, sem haldin var á Taiwan. Bobby Wolff var stjarnan en fórnarlömbin frakk- arnir Svarc og Boulenger. Wolff var sagnhafi i fjórum hjörtum i þessu spili: 4 K-8-5 y K-10-3 i A-D-G-3-2 4 G-7 4 G-9-4-2 ¥ 5 4 9-7-5-4 A-10-8-4 4 D-7-3 ¥ A-G-8-7-4 ÍK-10 D-6-3 4 A-10-6 ¥ D-9-6-2 ♦ 8-6 4 K-9-5-2 Urnsjón: Stefán Guðjohnsen Sagnir gengu þannig: Suður Vestur Norður Austur l¥ P 24 P 2¥ P 4¥ Svarc spilaði út laufatvist, Boulenger drap með ás, tók spaðaás og meiri spaða. Frá sjónarhóli suðurs var engin vissa fyrir þvi að Trjóu- hesturinn hefði verið leiddur upp að hliðinu og þó. Svarc var það góður spilari að hann myndi varla hafa tekið spaðaásinn, nema hann ætti mjög góðan möguleika á einum slag i viðbót. Án þess hefði hann áreiðanlega reynt að spila undan ásnum i von um að félagi ætti drottning- una. Wolff drap þvi á drottninguna, spilaði hiartagosa, Svarc Iagði drottninguna á og kóngurinn átti slaginn. Sagnhafi fór heim á tigul, spilaði hjartaáttu og þeg- ar Svarc lét lágt, svinaði Wolff. Af hverju? Mjög einfalt. Sagnhafi spilaöi hjartagosa i fimmta slag, vegna þess að hann grunaði Svarc um að eiga drottninguna. Þegar Svarc lagði strax á gosann vöknuðu grunsemdirnar. Með D-x eða D-x-x er öruggt að Svarc hefði ekki lagt á og því var drottningin grisk gjöf, sem reyndi þolrifin i Wolff. Hann reyndist vandanum vaxinn. Þess vegna er þetta mitt Bols heilræði: Þegar góöur and- stæðingur virðist gefa þér gjöf, þá vertu á verði. Athugaðu hvort gildra sé til staðar. Var- aðu þig á bridgespilurum sem færa þér gjafir. Sigtryggur og Sigur- jón bestir á jólunum Úrslit i jólatvimenningskeppni Tafl- og bridgeklúbbsins urðu þau, að Sigurjón Tryggvason og Sigtryggur Sigurðsson báru sigur úr býtum. Röð og stig þriggja efstu var þessi: 1. Sigurjón Tryggvason — Sigtryggur Sigurðsson 593 2. Bragi Jónsson — Dagbjartur Grimsson 589 3. Sverrir Kristinsson — Vilhjálmur Þórsson 556. Næsta keppni félagsins er Aðalsveitakeppnin og hefst hún 8. janú- ar. Keppt er i meistaraflokk og I. flokk og er sá siðarnefndi öllum opinn til þátttöku. Kotungsháttur og menningarkommisarar Að Halldóri Laxness undan- skildum má fullyrða að þeir lista- menn sem borið hafa nafn tslands hæst á erlendri grund siðustu ár séu ballettdansarinn Helgi Tómasson, listmálarinn Erró (Guðmundur Guðmundsson) og pianóleikarinn Vladimir Ashkenazy. Það lýsir hins vegar best hvernig starf þessara snillinga er metið, að enginn þre- menninganna er i heiðursflokki listamannalauna, eða hlýtur listamannalaun islenska rikisins. Þetta er ekki skrifað af þvi ég hafi fengið þá flugu i kollinn, að þremenninga munaði um þær krónur sem heiðurslaunin innibera, eða það breyti fjárhag þeirra, heldur vegna þess að heiðurslaunin eru öðru fremur hugsuð sem viðurkenning á list- rænum árangri. Einhver kann að þusa að nefhdir listamenn starfi aðallega á erlendri grund og við höfum þvi engar skyldur við þá. en hugsunarháttur þessarar tegundar er sá afsprengur and- legs ræfildóms sem er vaxinn úr kotungshætti islenskra menningarkommisara. Gunnar Gunnarsson skrifar sin bestu verk á dönsku, en hann skrifaði um ísland, og tsland var hans uppspretta. Hefði átt að varna honum heiðursins, af þvi hann skrifaði á dönsku? Helgi Tómasson hefur marg sinnis komið til landsins og dansað i Þjóðleikhúsinu við ófull- nægjandi aðstæður fyrir upp- hæðir sem eru brot af þeim pris sem honum er boðinn erlendis. Af hverju? Af því aö hann er og verður sonur þessa lands. Vladimir Ashkenazy, sem er eini) ágætasti landnámsmaður á islandi, frá þvi Ingólfur og Hjör- leifur stigu á land, hefur ferðast um landsbyggðina og leikið á hljómleikum i Reykjavik, fyrir upphæðir sem erlendir umboðs- menn myndu ekki trúa. Af Ashkenazy /" .. .V "V Umsjón: ^ Hrafn Gunnlaugsson.^ hverju? Af þvi hann ann sinu nýja heimalandi og hann er is- lendingur eins og allir þeir lands- námsmenn sem sest hafa hér að. Erró er alstaðar kynntur sem islenskur listamaður, þar sem sýningar hans eru á ferðinni, og nýlega kom út islenzk ljóðabók þar sem frábærar myndir eftir hann prýddu siðurnar. Háttvirtu Alþingi hefur samt ekki þótt ástæða til að heiðra snillingana þrjá enda riður heimóttarleg hugsun og pólitiskt pot jafnan við einteyming þegar heiðúrslaunum er úthlutað. Leyfum okkur samt að vona að tilséumenná Alþingi islendinga, sem skilji, að eigi þjóðin að rækja skyldur sinar við einhverja lista- menn og viðurkenna þá, eiga nefndir snillingar öðrum fremur heiðurinn skilið. Ellimörk lýðræðis Helstu ellimörk okkar ágæta »lýðræðis er rikiseinokun útvarps og sjónvarps. Ekki bætir heldur úr skák að flest dagblaðanna eru bundin á flokkspólitiskan klafa og geta sig hvergi hrært ef atburðir liðandi stundar snerta hagsmuni aðstandenda þeirra eða eigenda. Þótt margföld Water- gate-hneyksli greru i þessu þjóðfélagi er litil hætta á að is- lenskir fjölmiðlar gætu flett ofan af þeim. Fjölmiðlar, sem bundnir eru i báða skó, gegna i rauninni ekki nema broti af þvi hlutverki, sem lýðræðið ætlast til af þeim: að upplýsa. Watergate-hneykslið er á sinn hátt mesti sigur amerisks lýðræð- Helgi Tómasson. is á þessari öld. Dettur einhverj- um i hug að islenskir blaðamenn gætu velt æðsta valdamanni þjóð- arinnar úr sessi, þótt hann hefði framið sömu afbrot og Nixon, eða enn verri? Staðreyndin er að ef dagblöð hefðu verið rikisrekin frá upphafi hér á landi, væru þau það vafa- laustenn. Svo svifaþungtogsjálf- fitandi er rikisbáknið okkar. En vill einhver fá rikisrekin dagblöð? — Ég held að óhætt sé að fullyrða að allir svari þvi neit- andi. En hvers vegna þá rikisrekið útvarþ? A siðustu árum hefur tækninni fleygt fram með slikum hraða að i dag er miklu ódýrara að reka útvarpsstöð en dagblaö, en höfuðástæðan fyrir rikisreksti i upphafi, var kostnaðurinn. Tímaskekkja Við sitjum nú uppi með ein- hverja alvarlegustu timaskekkju á þessari öld: rikiseinokun út- varps. Skekkju sem staðnaður hugsunarháttur og heimóttarlegt hugarfar stendur vörð um. Vonandi á þó snældutækni framtiðarinnar eftir að sprengja þetta kerfi innan frá. Frjálst út- varp og sjónvarp hlýtur að vera takmark allra lýðræðissinna, sem berjast gegn einræði og miðstjórnarvaldi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.