Vísir - 20.12.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 20.12.1975, Blaðsíða 4
4 m Laugardagur 20. desember 1975. VISIR Geturðu notað þessa? Merkispjöld þurf um við víst á jólapakkana. Auðvitað er hægt að kaupa þau i búðum, en því ekki að búa þau bara til sjálf? Það er hægur vandi, ef þú get- ur komið einhverjum myndum þokkalega á pappír. Þessa merkimiða sem við birtum hér geturðu meira að segja vel notað. Þú gætir litað þá í hinum skrautlegustu litum, eða bara búið til einhverja svip- aða. Alla vega vonum viðað þeir komi aðeinhverjum notum. —EA. Kertastjakarnir skreyttir líka Kertastjaka get- um við gert jólalega á tiltölulega fljót- legan hátt. Á með- fylgjandi myndum eru dæmi um það. Þarna er notað það sem tiltækt er, kúl- ur, slaufur og ann- að. Á annarri mynd- inni eru kerta- stjakarnir tveir skreyttir með blöð- um sem klippt eru úr málmpappír. Annar er skreyttur með rauðum blöðum en hinn með bláum. Rauðu blöðin eru síðan gerð skraut- legri með gylltum kúlum, en bláar kúl- ur eru notaðar við bláu blöðin. Á hinni myndinríi er kertastjakinn einn skreyttur með silkipappír og hinir síðan rauðum og gylltum kúlum. — EA Umsjón: Edda Andrésdóttir. Hér mó spara nokkrar krónur Flestir þurfa að horfa rækilega i krónuna J>essa dagana, en eitt- hvað vilja menn skreyta i kringum sig I tilefni þeirrar hátlðar sem er á næstu grösum. Ekki geta nærri þvl allir leyft sér að kaupa allt slikt skraut og þá er að reyna að búa það til sjáifur, ef timi er fyrir hendi. Það sparar skildinginn og þvl fylgir líka oftast einhver ánægja. Hér gefum við nokkrar hugmyndir: 1. Það má fá alls kyns körfur i verslunum og ein slík er tilvalin til þess að gera svolitið jólalegt. Ekki þó bara karfan ein, heldur skraut til viðbótar. Hér er greni I körfunni með alls kyns kúlum og skrauti, og þá ber mest á rauða litnum. 2. Margir vilja hengja kransa á útidyrnar og þá má vel gera sjálfur. Þessi er til dæmis úr mosa sem fæst i blómaverslunum. Kransinn er siðan skreyttur með blómum eða öðru sem til fellur. Þessi er skreyttur með bleikum, þurrkuðum blöðum og slaufan er aö sjálf- sögðu bleík. 3. Svo er það sígilda jólahjartað sem búa má til i öllum stæröum og hengja hvar sem er, á jólatréð eða jafnvel á dyrnar. Hér er það hengt á dyrnar, og ofan i er komið fyrir greni eða einhverjum fallegum stráum. Hjartað er bleikt. 4. Grenið stendur alltaf fyrir sinu og með rauðri slaufu er það oröið fallegasta jólaskraut, og sómir sér alls staöar. Það er heldur ekkert slöra á útidyrnar en jólakrans. Rauðu slaufuna vantar ekki hér og svo er skreytt með jólakúlu til viðbótar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.