Vísir - 20.12.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 20.12.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 20. desember 1975. 9 HAMENNING FORNALDAR Af quðumog gyðjum Jón Gislason: GOÐAFRÆÐI GRIKKJA OG RÓMVERJA. tJtg. ísafold. Þetta mun vera ljósprentun útgáfunnar frá 1944 (þótt ekki sé þess getið i bókinni né á), væn bók, um 280 siður, með nafna- skrá, greinargerð fyrir heimild- um og mörgum tugum mynda, sem raunar eru yfirleitt illa prentaðar og sumar hreint til skammar. Klassisk goðafræði er merki- leg fyrir margra hluta sakir. Menn getur forvitnað um hana sem þátt i trúarbragðasögu, til dæmis sem hluta af baksviði frumkristninnar eða til saman- burðar við aðrar goðsagnir, til að mynda norrænar. Hún er lika þáttur i hugarheimi fornaldar sem þarf að kynnast til skýring- ar á ýmsu i sögu fornþjóðanna, og ekki sizt til skilnings á bók- menntum þeirra og myndlist. A siðari öldum var svo goðafræðin á nýleidd til öndvegis I menntun Vesturlanda og ótæpilega til hennar vitnað, sér i lagi i mynd- listinni, og raunar skáldskap lika og likingasmið mælskulist- ar. Gott yfirlitsrit um klassiska goðafræði er þvi hinn þarfasti gripur og getur þurft að leita til þess með viðfangsefni af óliku tagi. Nú er sagt erfitt tveimur herrum að þjóna, hvað þá mörgum, og er þá vart við þvi að búast að.bók um goðafræði geti verið jafnhandhæg til fróð- leiks um alla áðurnefnda hluti. En eftir atvikum verður að telja GOÐAFRÆÐI Jóns Gislasonar standa prýðilega fyrir sinu. Meginhluti bókarinnar gerir grein fyrir einstökum goðum og sagnahetjum Grikkja og Róm- verja (einkum Grikkja, eins og rétt er og eðlilegt) og rekur I stuttu og glöggu máli ævintýri þeirra. Þessi bókarhluti er ekki sizt ætlaður til kennslu, en þó hafður svo langur og rækilegur Atlas. að allvel hentar áhugasömum lesendum utan skóla, einnig til uppsláttarnota. Allt er þetta mest miðað við goðsagnaheim fornskáldanna, en lauslega drep iðá þróunarsögu helztu goðanna og hlutverk þeirra I eiginlegu trúarlifi. Nokkuð er sagt frá opinberri goðadýrkun, hofum og hátiðum, og er það efni meira rómverskt en griskt, sjálfsagt mest til þess ætlað að veita la- tinunemendum upplýsingar um þjóðlifsbaksvið rómverskra bókmennta. (Einnig eru latnesk goðanöfn stundum skýrð þannig að gert er ráð fyrir nokkurri latinuþekkingu lesandans. Þetta hvort tveggja átti við i kennslubók 1944 en siður nú.) Mjög litið er um samanburð við norræna goðafræði, og litil áherzla lögð á launhelgatrú eða annað það sem máli skiptir til skilnings á kristnisögunni. Um goðin kemur flest það fram sem þarf til skilnings á túlkun þeirra i myndlistinni, enda fylgja margar myndir, flestar af lista- verkum frá fornöld. Ekki er þó alveg skipulega skýrt frá mynd- táknum goðanna og falla nokkur undan sem algeng eru i málara- list siðari alda (páfugl Heru, snælda, kvarði og skæri örlaga- nomanna). Yfirleitt er ekki get- ið þeirra hugmynda eða tákn- merkinga sem siðari alda menn hafa tengt forngoðunum. En eins og fyrr segir, eru tak- mörk fyrir þvi hvers krefjast má af einni bók, höfundur verður að velja efni og hafna. 1 fyrsta þriðjungi bókarinnar bregður Jón upp myndum úr forsögu griskrar menningar og trúarbragða, talar um Eyja- hafsmenninguna, þjóðablönd- una I Hellas, uppruna goðanna og trúarlegt gilcH þeirra. Þessi þáttur bókarinnar er um sumt læsilegur, en i heild miklu verr heppnaður en hin eiginlega goðafræði. Þar er mikið bolla- lagt um. fornleifar Eyjahafs- menningarinnar, og er það margt óskyldur fróðleikur, en sumt úrelt. Þá eru hugmyndir Jóns um kynþáttaeinkenni og söguskýringar hans á þeim grundvelli heldur hæpin fræði. Loks eru öll trúarbragðafræði Jóns langt um of mótuð af við- bjóði hans á „frumstæðri fá- vizku og fáfræði” og öðrum „sjúklegum gróðri mannssálar- innar”, raunar á flestu þvi sem kalla má verulega trúarlegt i trúarbrögðunum. Allan þennan inngangshluta hefði þurft að endurskoða, jafnvel sleppa hon- um með öllu og visa lesendum á almennar mannkynssögubæk- ur. Ritmennska Jóns Gislasonar er vönduð og nokkuð viðhafnar- mikil, allt skýrt og skilmerki- legt, og hin samþjappaða skrá yfir goð og ævintýri þeirra svo læsileg sem krafizt verður. t aðalatriðum er GOÐAFRÆÐIN vandað verk, gott og gagnlegt, þó finna megi að einstaka at- riðum, bæði við höfund og útgef- anda. Af heim- spek- ingum Gunnar Dal: GRtSKIR HEIM- SPEKINGAR. títg. Vikurútgáf- Gunnar Dal hefur skrifað mikið um heimspeki og heim- spekisögu. Hér er steypt saman i allmikla bók (yfir 200 drjúgar siður) ritum hans um griska heimspekinga og gerð af þeim nokkuð samfelld heimspekisaga klassiskrar fornaldar. Kjarni bókarinnar fjallar um Sókrates, Platón og Aristóteles, en tals- vert er einnig vikið að hinum fyrrispekingum, og stuttlega að heimspekistefnum Rómaveldis, Epikúrsstefnu, Stóuspeki og nýplatónisma. t aðalatriðum er bók Gunnars Alþýðlegt yfirlitsrit um þetta efni, einföld lýsing merkustu heimspekikenninga ásamt nokkurri greinargerð fyrir spekingunum sjálfum og samtið þeirra. Auðvitað er afar mikili vandi að greina einfaldlega frá fágaðri hugsun manna um hin erfiðustu vandamál, og kann ég ekki að dæma um hve trúlega Gunnar kemur til skila hugsun spekinga sinna. En yfirlit hans er læsilegt og vel samið viðast hvar, rikulegar tilvitnanir til frumheimilda (þ.á m. öll varnarræða Sókratesar) fróð- legar og vel valdar, myndir Sókratesar og Aristótelesar fjörlega dregnar og skemmti- lega tengdar samtimaatburð- Gunnar Dal um, hinum siðari heimspeki- stefnum einkar glögglega lýst i stuttu máli. Hnökrar eru þeir helztir að Gunnar notar talsvert erlend fræðiorð sem ósann- gjarnt er að heimta að lesendur skilji, og svo það að hann drepur stundum kunnuglega á fyrir- bæri sem honum hefur láðst að skýra, og verður þá ófróðum lesanda efnið ekki ljóst fyrr en löngu siðar og jafnvel ekki. Nokkuð virðist Hka bresta á samræmi i meðferð heita, t.d. á ritum fornhöfunda. Ekki kveður mikið að þessum ágöllum né öðrum álika, og er þessi heim- spekisaga Gunnars Dal góðra gjalda verð og þarft að eiga slikt rit á islenzku. GRISKIR HEIMSPEKING- AR er ekki aðeins hefðbundin heimspekisaga. Hún flytur lika kenningar og sérskoðanir höfundarins sjálfs. Ganga þær aðallega i þá átt að gera sem mest úr austrænum áhrifum á griska hugsun, að gera dul- eða djúphyggjuþáttinn sem rikast- an i hverri kenningu, og sér i lagi að túlka myrkar og illa skjalfestar kenningar hinna elztu spekinga sem eina og sömu austurlenzku algyðishug- myndina i mismunandi likinga- gervi. Ekki skal ég fullyrða um gildi þessara sjónarmiða, en varla nægir þessi bók til að sannfæra þá sem vilja efast. Einatt reyn- ist erfitt að setja fram nýjar fræðilegar niðurstöður i alþýð- legu yfirlitsriti, rökstuðningur og heimildameðferð vilja þá verða sundurlaus og fneð til- viljanablæ, og svo er hér. Ljóst er að minnsta kosti að stundum sækir Gunnar mál sitt langt um efni fram, svo sem þegar hann vitnar i Jóhannesarguðspjall sem dæmi um þann austur- lenzka hugsunarhátt sem grisk- ir spekingar hafi orðið fyrir áhrifum af, einnig i þvi hve slæma fulltrúa hann leiðir fram fyrir þau sjónarmið er hann vill hnekkja. Þessi rökfærsluspjöll eru býsna áberandi i upphafi bókarinnar og fram undir Sókrates, en þar bregður til betri áttar. Ekki fer hjá þvi að dulfræða- áhugi Gunnars setji svip sinn á alla frásögn hans. Hann gerir spekinga sina flesta að „djúp- hyggjumönnum” og „miklum sjáendum” sem „hið tæra vatn andans sprettur fram úr hugar- djúpum” þeirra og „verður þvi gruggugra þvi lengur sem það streymir fram um urðir tungu- málanna og fúamýrar hins staðnaða orðs.” Það má rétt vera að boðskapur griskra heimspekinga hafi öðrum þræði verið af toga spámennsku eða skáldskapar og ekki átt annað fyrir sér en dofna i höndum eftirkomendanna, en að hinu leytinu voru þeir þó fræðimenn sem fundu skiljanlegaraðferðir til að fást við vandamál mann- lifs og þekkingar og gátu (eins og allri fræðimennsku er eigin- legt) byggt á verki fyrirrennara sinna og þokað þvi fram á við. Þessi þáttur heimspekisögunn- ar (sem frá sjónarmiði nútima- heimspeki er vafalaust miklu merkilegri) hlýtur naumast verðuga athygli i meðförum Gunnars. Allt um það ber að fagna GRÍSKUM HEIMSPEKINGUM sem fróðlegri og að mörgu leyti vel gerðri viðbót við hið fá- skrúðuga safn alþýðlegra fróð- leiksrita á islenzku. Pelsar - hlý og falleg jólagjöf Fáeinir pelsar eftir. Nú er hver siöastur. Góðir greiösluskilmálar. Opið i dag kl. 1-8 e.h. Pelsasalan Njálsgötu 14. Simi 20160.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.