Vísir - 20.12.1975, Blaðsíða 19

Vísir - 20.12.1975, Blaðsíða 19
VISIR Laugardagur 20. desember 1975. 19 Eins og hann hafi komist að sérstöku... INDVERJINN Satya Sai Baba er einn mesti undramaður sem nú gengur um á vorri jörð. Um hann hafa verið skrifaðar nokkrar bækur, en kunnust er sú sem ástralskur blaðamaður, Howard Murphet, hefur samið og heitir á frum málinu: Sai Baba, Man of Miracles. Hún er nú komin út hjá Skuggsjá í þýðingu Ás- geirs Ingólf ssonar, smekklega úr garði gerð. 011 ævi Satya Sai Baba (nú 49 ára) er eins og svæsnasta lyga- saga. Aödáendur lita á hann sem avatar eða guölega hold- tekju, og meðal yoga er hann talinn hár mahatma eöa siddha púrúsha. Þeir sem þekkja hann, vestrænir sem austrænir, eigna honum undantekningarlitið undraveröan mátt rétt einsog hann hafi komist að sérstöku og .harla óvanalegu samkomulagi við náttúruöflin. Hann læknar, býr til hluti úr engu, er allt i einu kominn til fjarlægra staða og virðist bera kennsl á menn, sem á fund hans koma þótt sannan- lega hafi þeir aldrei áður fyrir auglit hans stigið. Hinu er þó ekki að leyna að sumum yogum þykir hann fara gáleysislega með dulinn mátt og skilja ekki gagnsemi þessara óskaplegu máttarverkasýninga. Einn þeirra sagði við mig i fyrra: — Þú bjargar ekki hungruðum manni með þvi að gefa honum brauð, heldur með þvi að fá hann til að vinna fyrir sér. Ekki þekki ég Sai Baba og get þvi ekkert um þetta borið. En ég þekki Howard Murphet, höfund bókarinnar, og tel mig geta vitnað um einlægni hans og sannleiksást. Hann er einn þessara góðu blaðamanna sem öðlast hafa þá lifsreynslu að sannleikur og ekkert nema sannleikur sé það sem máli skiptir. Howard er nú á sjötugsaldri, hættur að mestu að skrifa i blöð en ritar bækur. Fyrr á árum var hann vel þekktur i sinni stétt, fylgdist með herför Montýs gamla yfir gula sanda Noröur-- Afriku, skrifaði um Nurnberg- réttarhöldin yfir nasista- foringjum og var siðan „free lance” i Fleet Street um tiu ára skeið, og i það leggja ekki aörir en snjallir kalla’r. Siðar dvaldist hann árum saman á Indlandi, og er einn þeirra blaðamanna vestrænna sem best þekkir hið hljóða og spakvitra Indland. —Væri ég yngri, sagði hann eitt sinn viö mig, verði ég nokkrum árum i aö ferðast um Indland meöal yoga og vitringa sem fáir þekkja, og áreiöanlega engir vestrænir menn, og reyna að koma visku þeirra og viðhorfum á blaö. Það tók Howard langan tima að setja saman þessa bók, og hann sparaði til þess hvorki tima né fyrirhöfn. Hún ber lika vitni um vandvirkni hans og hugljúfan frásagnarmáta. Hann er innansveitarmaöur á Ind- landi. Það er liklega af þvi sem bók hans rauk út einsog heitar lummur þar i landi. Þýöing bókarinnar er mikið fyrirtæki og þakkarvert hve As- geiri hefur tekist aö sigla fram- hjá skerjunum án viðhlitandi leiðsagnar. NÝJAR BÆKUR w A MARKAÐNUM Þrjár nýjar ljóða- bækur eru komnar út hjá Almenna bókafé- laginu: „Gleymd stef en geymd”eftir prófessor Simon Jóhann Agústsson. Bókin geymir úrval ljóöa hans, 38 talsins, ort á timabilinu 1926—36. Fiest eru þau ort á háskólaárum hans úti I Frakklandi. „Sunnan I móti” eftir Helga Sæmundsson. 1 þessari nýju bók hans er aö finna 45 ljóö, öll frá timabilinu 1937 til 1975. ííöfund- urinn er sem kunnugt er meðal fróðustu manna um islenskan skáldskap síðari tima og hefur auk þess litið eitt fengist við ljóðagerð sjálfur. Hann gaf út á unglingsárum sínum ljóðabók- ina Sól yfir sundum. „Leiöin heim” eftir Þóru Jónsdóttur. Þetta er önnur bók skáldkonunnar, en fyrsta ljóða- bók hennar. Fyrri bók hennar hét „1 leit að tjaldstæöi. Ljóöin i nýju bókinni eru 56 að tölu. „Við hljóöfall starfsins” nefnist nýútkomin ljóöabók eftir Guð- njund Þorsteinsson frá Lundi. Að efni til byggja ljóðin á liðn- um tlmum, islensku þjóölifi og þjóöháttum. Prentverk Odds Björnssonar h.f. á Akureyri gefur bókina út. —vs Blóm og Ávextir Hafnarstrœti og Austurstrœfi 17 Símar 12717 og 23317 A þessari jólaskreytingu er eingöngu þurrt skraut, þ.e. aö jólaskrautiö getur enst ár eftir ár. Það einasta sem þarf að cndurnýja fyrir næstu jól eru kertin. Þessi jólaskreyting kostar 3.650 krónur. Blóm og Jólaskreytingar í hundraðatali gerðar af fagmönnum Ávextir B I ó m o g ávextir er virðuleg og gróin verslun i Reykjavík og hefur að- setur sitt í - Haf narstræti 3. Auk þess er J ó I a - markaðurinn í Austurstræti 17 í kringum jólin rekin af sömu mönn- um, svo þar fást sömu vörur og i Blómum og ávöxtum. Þessi keramikplatti og stytturnar eru sænskar vörur. Plattinn kostar 3.250 en stóra styttan kostar 3.220. Sú minni kostar 1.610 krónur. Þessi dressing glös fást i Blómum og ávöxtum. Þau eru sænsk og stærra glasiö kostar 2.040 krónur en hið minna 1.200 krónur. Bakkinn undir tómats- sósu og sinnep o. fl. er sænskur likaogkostar 1.350 krónur. Efst á myndinni er stativ fyrir klósettrúllur i sumarbústað á 1.450. Opið í dag og sunnudag til kl. 10 e.h.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.