Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1925, Blaðsíða 2
2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
18. október 1925.
Trolle & Rothe h.f. Rvlk
Elsia vátryggingarskri'Tstofa landsins.
--------Stofnud raiO.--------
Annast vátryggingar gpgn sjó og brunatjóni með
bestn fáanlegum kjörum hjá Abyggilegum fyrsta
flokks vátyggingarfjelögum.
Margar miljónir króna greiddar innlendum vá-
tryggendum i skaðabsstur.
Látið þvi aðeins okkur annast allar yðar vá-
tryggingar, þá er yður áreiðanlega borgið.
Efnalaug Reykjavf kur
Laugavegi 32 B — Sími 1300. — Sínmefni: Efnalaug
Ure)n«ar me{ nýtwku áhöldum og aðferíum all&n óhreinan fataa'
og»dúka, úr bvaða efni Mm er.
Litar r plitað föt, og breytir tun Ht eftir óalram.
TBykxir þesgiudii Sparar fjs 1
um nú á flatan, lynggróinn hjalla.
Af hjallabrúninni lá digur stál-
strengur. Jeg fylgdi honum með
nugunum. Hann hvarf í Skóginn
nokkrum föðmum neðar. Jeg
fjekk að vita, að eftir streng þess-
nm rendu skógarhöggsmenn viðn-
nm til fjöru, og bóndi heyi sínu,
þá er hann sló á mýrinni, efst á
lijallanum. Þá er við komum lítið
eitt lengra, heyrðum við blásið í
lúðnr, hátt og hvelt og með ein-
kennilegum lokkandi hrehn.
— Hvað er þetta? spurði jeg.
— Það er hann Samúel að lokka
fjeð.
Samúel er bróðir bónda, og var
hann með næstelsta syninum að
skógarhöggi. Buggu þeir í gömlu
seli, sem hætt er að nota.
— Lokka fjeð?
— Já, hann ætlar að gefa því
salt. Ef hann gerir það ekki, þá
leitar það til fjöru.
— Og kemur fjeð, þegar -blás-
i? er í lúðurinn?
— Þú skalt nú bráðum fá að
sjá það.
Nú komum við að selinu. Það
eru tvö lítil hús með tyrfðu þalti,
bygð úr trjástofnum, sem á eru
heflaðir tveir fletir, en annars
halda sjer, svo sem þeir komu úr
skóginum. Við dyrnar á öðru hús-
inu stóð Samúel, mitt inni í stór-
um fjárhóp, og hvaðanæfa sáust
kindur koma á harða hlaupum.
Samúel stráði salti á hellu og
fjeð sleikti helluna af mestu á-
kefð.
Skógarhöggsmennirnir fögnuðu
oss vel. Okknr var boðið kaffi, en
það þáum við ekki. Jeg svipaðist
um. í húsi þessu voru tvö her
bergi. Hafði það fremra verið
notað sem svefnherbergi, en hitt
sem búr, Hitt húsið hafði verið
fjós. Jeg settist við borðið í innra
hcrberginu. Borðið var rekið sam-
an úr lítthefluðum fjölum, og var
a^rið fornfálegt, enda mun það vera
komið til ára sinna. Á það var
skorið með klunnalegum stöfum
ártalið 1767.
Borðið stóð undir gluggannm.
Og nú sá jeg fagra sjón, fjörð-
inn með víkum og vogum, tindum
og hlíðum, grundum og geirum,
bojum og bátum. Og kvöldsólin
varpaði ljóstöfrum yfir bygð og
báru.
Jakob, næstelsti sonur bónda,
tók fiðluna. Og gamall þjóðdans
kvað við. Það var kolsvört haust-
nótt úti, og vættirnar læddustmeð
lokkandi söng kringum selið. En
alt í einu varð lagið tryldara.
Tónarnir fengu mátt og megin
a'stra og viltra náttúruafla. Það
kváðu við þrumur og brotnnða
bjarkir, .. Svo birti yfir og
tónarnir urðu mildir og þýö:r.
Það var sem máninn glitaði rúð-
nna og varpaði daufum bjarma
yfir b.jálkana í gólfinu .... og lag
inu var lokið.
„Jakob næstelsti sonur bónda tók
fiðluna".
— Jæja, er ekki hægt að halda
áfiam? sagði kaupmaðurinn.
Við kvöddum og fórum, hjeld-
um upp í brattann á ný. Skógur-
inn varð kræklóttar bjarkir og
broddhvass einir. Svo komu græn
ir balar, með gisnu grasi, og því
næst víðir og lyng.
Loks komum við í þrönga og
vota klettaskoru, og nú þurftum
við að nota bæði hendur og fæt-
ur. •
— Hvað skrambi farið þið hratt,
sagði jeg við kaupmanninn, sem
fyrir fór.
Hann leit flóttalega um öxl
— Ja, jeg vildi nú sem mir.st
sransa. Mjer findist það ekki sjer-
lega glæsilegt, að renna hjerna
ofan.
Og það var satt. Jeg kendi
skjálfta í knjáliðunum. Það ljek
enginn vafi á því, að ef við rynn-
um af stað, þá myndum við ekki
stansa, fyr en niðri í urðinni, 100
metrum neðar.
Loks komum við upp í skarðið.
Þar var snjór í dældinni. Loftið
var svalt og hreint, og það var
ljett að anda. Nú voru teknar
myndir, og mátti ekki seinna vefa.
Mvrkrið sje yfir.
Jeg svipaðist um. Framundan
gat að líta lága ása, dali og drög,
og að baki há og hrikaleg fjöll.
Þau virtust iða og titra í kvöld-