Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1925, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1925, Blaðsíða 7
18. október 1925. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7 Mnniö þessu nina innlenda fjelagl þegar þ]er sjó- og bruna- trygglð. Simi 542. Pósfhólf 417 og 574. • Sfmnefni i Insuranc*. ar. aftur og þau endurbætt við að komast undir ræktun á ný. Einn- ig hafa verið mynduð fjöldamörg afbrigði, og í verðlistum frá hin- um stóru hollensku laukverslunum má oft sjá nöfn á frá 5—700 af- brigðum, einföldum og afkrýnd- um. Og í öllum litum: hvítir, svartir, gulir, rauðir, bláir og öll litbrigði þar á milli. Einnig eru þeir til tvílitir og marglitir. Enda er leitun á litfegurri, stíl- hreinni og skrautlegri blómum en Túlipönum. Eigi Túlipanabeðin að vera verulega falleg, þarf helst að setja laukana allþjett, lielst ekki meira en 20—25 em. milli lauk- anna. Skrautlegast er að liafa marga liti saman, en þó taka til- lit til hvaða litir fara best saman. Túlípaninn er af Liljuættinni. Af öðrum blómum sem Tyrkir fluttu hingað til álfunnar má nefna Hya- einthu og keisarakrónu. Einnig hafa þeir flutt hingað Hrossa- kastaníu — sem er talið eitt hið fegursta trje sem vex hjer í álfu, verður hún minnisstæð þeim, sem hafa sjeð hana blómgast. Hyacinthan hefir frá fyrstu tíð átt miklum vinsældum að fagna, hún hefir ekki þekt tvenna tím- ana eins og Túlípanarnir. Af henni eru einnig fjölda mörg af- brigði í hvítum, bláum, rauðum og gulum litum. Oft eru blómin svo mörg og stór á einni plöntu, að stöngullinn á erfitt með að bera þau og þurfa þau þessvegna stund um stuðnings við, og skjóls. Hya- cinthan er kröfufrekari hvað mold argæði snertir heldur en hin lauk- blómin og þarf meiri áburð — en vel fúinn þarf hann helst að vera. Mátulegt er að setja Hya- cinthulaukana svo djúpt, að 10 cm. af mold sjeu yfir þeim og vel má setja þær talsvert þjett, yfirleitt e'r rjettara að dreyfa blómlaukunum ekki á of stórt svæði, beðin verða því fegurri sem laukarnir standa þjettar í þeim. Þá eru Narcissur einnig aðdáan- lega fögur blóm. Til þeirra telj- ast Páska- og Hvítasunnuliljur. Þær þrífast báðar vel hjer á landi og kemur fyrir að þær blómgist meir en í eitt skifti. Páskalilj- urnar eru flestar gular og hvít- gular og blómin einkar fagurlega löguð. Hvítasunnuliljan stendur hinum ekki að baki, enda eiga þessar' Narcissus-tegundir miklum vinsældum að fagna alstaðar. Og það liggur við að þær geti þrif- ist hvar sem er, þær gera t. d. ekki jafnmiklar kröfur til mold- argæða eins og hin laukblómin. Náskyldar Narcissum eru Tazett- ur, en þær eru vart nógu harð- gerðar til þess að við hjer norður á hala veraldar getum liaft á- nagju af þeim í görðum okkar. Þetta eru aðaltegundirnar þrjár af laukblómunum, Túlípanar, Hya- cinthur og Narcissur, en auk þeirra eru til mörg önnur lauk- blóm, sem einnig eru mjög fögur t d.-Galanthus rivalis (Vorboði), Scilla sibirica, Chinodoxa og Perluhyacintha, en allar eru þess- ar jurtir smávaxnar og njóta sín ekki nema því aðeins að þær standi ærið þjett saman. Að síðu<*"u en ekki síst má nefna Crocus sativa, sem er yndisleg lít- il planta, litfögur og skrautleg, hún blómgast mjög snemma á vor iu, oft fyrst í apríl, áðxar en klaka leysir úr jörð. En blómin standa aðeins fáa daga. En Crocuslauk- aimir eru þeir einustu af blóm- laukunum, sem blómgast á landi hjer ár eftir ár. Blómlaukar eru víða á boðstól- um hjer í bæ um þessar mundir og þeir, sem vilja prýða með þeim í görðum sínum, eða á leiðum í kirkjugarðinum, þyrftu að setja þá niður sem allra fyrst, áður en frostið lokar jörðinni. Ragnar Ásgeirsson. Einvalds-viljinn. A fyrsta fundi hins endurreista Alþingis kom það til umræðu, hvort fundirnir skyldu haldnir fyrir luktum dyrum. Sú venja hafði verið á „stjettaþingunum“ í Danmörku. — En hjer voru endurminningarnar ríkar í hugura manna um Alþingi hið forna, og var áhugi almcnnings mikill á því, að hlýða á umræður þingsins. — Konungsfulltrúi Bardenfleth hjelt því fram, að fundi þingsins skyldi halda fvrir luktum dyruin, aðgangur bannaður öllum öðrum en þingmönnum og skrifurum. Þingmenn stóðu upp hver eftir annan og mótmæltu þessari ráða- breytni. Var það -Tón Sigurðsson, er talaði þar sköruglegast fyrir hinum eindregna vilja almennings og þjóðar, að fundirnir skyldu haldnir í heyranda liljóði. En umræðunum lauk þannig, að konungsfulltrúi tók af skarið, með því að segja, að þetta væri vilji konungsins, að fundir yrðu lokað- ir. — „Gegn einvöldum konungi hefir fólkið ekki rjett til að hafa neinn vilja“, sagði konungsfull- trúi. — Við það sat að sinni. Sögu þessa sagði Páll heitinn Melsted sagnfræðingur 1908, þeg- fir mest gekk hjer á með uppkast- ið að Sambandslögunum; þótti honpm tvennir tímarnir og miklar bi eytingar frá því á þessum fyrsta fundi Alþingis og 1908, þegar samningar hófust um endanlega lausn á Sambandsmálinu. Páll var skrifari þingsins á þessum fyrsta fundi þess.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.