Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1925, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1925, Blaðsíða 8
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. október 1925. i,£&\<4tíÍSi*-íi'. Veggfóðupvepslun Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8 B. 150 teg. af VEGGFÓÐRI. Verð 0,40—8,00 rúllan. Einnig: Loftlistar. Loftrósir. Veggpappír. Veggpappi og gólfpappi. ¦P- Alt lækkað í verði um 10—15%, Gunnarshólmi. Útigangshrossin og haijagangan á Stjórnarráðsblettinum. ^J^fel 1 hinni alkunnu Reykjavíkurlýs- ingu um aldamótin, kemst Bene- dikt Gröndal svo að orði: „Og svo á veturna, þá eru hross- in, þessir ferfættu „kavalérar", sprangandi um allar götur allan daginn, beint ofan í lögreglusam- þyktina, sem bannar að láta þá vera á götunum, nema þegar nauð synlegt sje (28. gr.). Þá er eins og maður sje í einhverju Kósakka- þorpi eða Tartarabæli; þetta geng ur á stjettunum fram með húsun- um og fer svo sem ekki úr vegi fyrir neinum, leikur sjer og prjón- ar með ólátum og hrossaglímum, svo fólkið verður að forða sjer eftir föngum, og er merkilegt, að ekki skuli hafa hlotist tjón af; stundum hlýtur það að ganga aðr- ar götur en ætlað var, til þess að verða ekki fyrir þessum ófögnuði; hvar sem hlið er opið, þá er þetta komið þar inn, snuðrandi í öll- um öskuhaugum og rusli, eins og því sje aklrei gefið að jeta, eða hímandi við vatnsbólin eftir þorstadrykk." Lítil breyting mun vera orðin á þessu þenna aldarfjórðung, sem liðinn er síðan, nema hvað vera kann, að nú „sprangi" hrossin beint ofan í einhverja aðra grein er. þá 28. í lögreglusamþyktinni. Seinnipartinn í sumar mun ó- víða hafa borið eins mikið á haga- göngu hrossa eins og á stjórnar- ráðsblettinum. Þar hafa þau geng- ið og leikið sjer og látið öllum illum látum kring\im Kristján og forsetann. Morgunblaðið hefir beð- ið Tryggva Magnússon að lýsa h ernig honum kæmi þessi haga- ganga fyrir sjónir, og hefir hann látið tilleiðast að hripa það laus- lega upp á blað. (Þessa sögu sagði sjera Hall- grímur Tómasson Stefáni Stefáns- syni skólameistara. Þegar *jera- Hallgrímur var unglingur, var hann að sumarlagi hjá Bjarna amtmanni á Möðru- völlum í Hörgárdal. pangað kom Jónas Hallgrímsson. Sátu þeir srman lengi dags, Jónas og Bjarni. Talið barst að Pljótshlíð. Orðaði Bjarni það við Jónas, hvort hann vildi ekki yrkja um Fljótshlíðina. Tóik Jónas dauft í það. En er dagur leið að kvöldi, lagði Jónas af stað til Akureyrar. Var Hallgrímur send- vir honum til fylgdar. Þegar þeir voru komnir inn hjá Skjaldarvík, fer Jónas að fara hægt. Hann situr álútur á hestin- um. og mælir ekki orð frá munni. Hallgrími fer að leiðast seinlæti Jónasar. Kallar hann til hans og biður hann að komast úr sporun- um. Þá svarar Jónas: Þegiðu strákur, jeg er að skálda. Er til Akureyrar kom, fór Jón- as beina leið inn í svefnherbergi sitt og læsti að sjer. Hallgrím bað hann að bíða til morguns. Snemma næsta morgun hitti Jónas Hallgrím og bað hann fyrir brjef til Bjarna. Er til Möðruvalla kom, dróg Bjarni ,,Gunnarshólma" úr brjefi Jónasar. Að sögn Hallgríms á Bjarni þá að hafa sagt þessl al- kunnu orð, er hann var búinn að lesa kvæðíð: „Nií held jeg mjer sje best að hætta að yrkja". S m æ 1 k i. Torfljárinn. Maður kom til bónda og bað hann um að lána sjer torfljá. — Hann hitti bónda í önnum úti á túni, og hafði bóndi ekki tíma til þess að afhenda honum torfljáinn. Maðurinn kveður bónda og snýr frá honum. Bóndi ávarpar hann að skilnaði þessum orðum: „Guð veri með þjer — hann er þarna uppi á forskygninu, en ef hann er ekki þar, þá geturðu spurt hana Ingibjörgu mína eftir hon- um".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.