Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1925, Blaðsíða 4
4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
18. október 1925.
Vigfús Guðbrandsson
klseðskeri. Aðalstrnti 8'
Ávalt byrgur af fata. og frakkaefnum.Altaf ný efni með hverri ferC
AV. Saumastofunni er lokað kl. 4 e. m. alla laugardaga.
Önnu Pjetursdóttur fyrir góðar
viðtökur og viðurgerning.
Gluggarnir voru litlir og þ'-ir
voru hátt frá jörðu. En af brúnni
var hœgt að vinda sjer upp á
þakið, og nú vildi Brigt skríða
upp á ljórann. Það vildi jeg ek!ki
leyfa. Svo lögðumst við á fjós-
gluggann á neðra gafli hússins
og sáum í falleg tindrandi dýrs-
augu. Kýrnar stóðu upp og hristu
klafana. Það glamraði í bjöllu,
svo að söng við í kofanum. Nú
heyrðist þrusk inni. Við gripum
sinn hnullungssteininn hvor og
lögðumst upp í brekkuna með
steinana undir höfðinu. Þar lág-
um við eins og sofandi lífvörður.
Brátt opnuðust dyrnar. Jeg ljet
rifa í augun. Stúlka í svörtum
kjól kom út. Hún var grönn og
dökkeyg, hörundshvít og hár-
prúð. Henni varð ekki litið þang-
að, sem við lágum, en samt brosti
hún. Brosið var mjúkt og þýtt og
tvírætt. Þið þekkið hvernig ung-
ar stúl'kur geta brosað. Og svona
stóð hún og brosti við himninum
eða guð veit hverju. Ja, hver veit,
hvort hún brosti við því sem var,
eða því sem hafði verið? Nú kom
liún auga á okkur. Hún varð vand
ræðaleg. Hún drap höfði og tók
mjólkurskjólurnar, sem hjengu á
nöglum á þilinu. Þær voru íir
trje og með hornkilpum, rjett
eins og heima. Hún snaraðist inn
í fjósið. Við stóðum upp. Kýrnar
bauluðu. Stúlkan gældi við eina
þeirra. Jeg hafði það á tilfinning-
unni að hún legði vangann að
hálsi hennar og hvíslaði gæluorð-
um í eyra henni. Svo heyrðist
tómahljóðið í botninum á fötunni,
er stúlkan byrjaði að mjólka.
Nú kom Olsen út. Hann teygði
sig og geispaði.
— Góðan daginn! Hvernig haf-
íð þið sofið?
Við sögðum okkar sögu, og hann
sína. Hann hafði sofið vel, við illa.
Svo var það klappað og klárt.
Kýrnar voru leystar út. Þær
komu ein af annari og flyktust
umhverfis saltsteininn. Þær lygndu
augunum, börðu hölunum . og
stungu tungunni upp í nasirnav
á víxl. Það voru fallegar skepn-
ur, kviðmiklar og búsældarlegar,
eins og kýr eiga að vera. Allar
voru þær rauðar og með dökkum
deplum.
Loks kom stúlkan út, brosti
hýrt við okkur öllum í samein-
ingu og aumkaði okkur fyrir
svefnleysið. Hún hafði sofið og
sofið svo ljómandi vel. Hún gaf
kúnum salt, og þær sleiktu á henni
hendurnar, jöpluðu á henni kjól-
inn, og ein hafði jafnvel náð í
hárfljettuna. Hún fjekk högg á
nasirnar, en annars var auðsjeð
að stúlkunni þótti vænt um kýrn-
ai og þeim um hana. Bjöllukýrin
sieikti fyrst af steininum og leit
iilúðlega til hinna. En allar fengu
að lokum sitt, og svo hjeldu þær
af stað í hagann, ruggandi og
værðarlegar, sláandi hölum og
brettandi eyrum, bjöllukýrin á
undan með reist höfuð, hinar á
eftir áhyggjulausar, eins og lýð-
uiinn, sem fylgir foringjanum.
Nú var matur á borð borinn,
brauð, smjör og ostur. Síðan kom
rjómagrautur, sem rann sjálf-
krafa niður, eins og meirnaður
magáll. Þá er við vorum mettir,
skoðuðum við búrið. Þar voru
hyllur með ostum, stórum eins og
mylluhjólum, dallar og kyrnur
með smjöri og trog með mjólk. Sá
undrunar og sælustaður fyrir
þann, sem hefði haft sæmilega
matarlyst! En við Brigt vorum
oí þvældir og syfjaðir. Olsen var
aftur á móti útsofinn. Við skoð-
uðum einnig fjósið. Þar var lágt
undir loft og ekkert tískusnið á
neinu. Þar var alt með göm.i
lagi, klafar úr horni, köngurlóar-
vefir í öllum hornum og glufum,
og glugginn eins og kýrauga. En
ekki sá á kúnum, að þær nefðu
ekki nægilegt loft og ljós.
Við bjuggumst nú af stað og
kvöddum stúlkuna. Hún stóð og
horfði á eftir okkur, broshýr og
blíð, uns við hurfum inn í skóg-
inn.
Við vorum seinir í spoii og ekki
sjerlega hnakkakertir. — Hitinn
jókst meira og meira. En áfram
hjeldum við, uns við komum upp
í Aaldrögin. Þar fórum við úr föt-
unum og veltum okkur í læk,
runnum eftir sljettri berghellu í
hæfilegum bratta. Svo var hitað
kaffi og hlaupið fram og aftur.
Svefn og þreyta löbbuðu leiðar
sínnar. Sól og gleði og draumlaus
dagur alt umhverfis okkur. Pugl-
ar í runnum og fiskar í lælkjum.
Nei, það var ekki unt að vera
þreyttur og syfjaður. Við geng-
um greitt, þegar við fórum af
stað á ný — og nú fanst mjer
jeg kominn til íslands. Landslag,
gróður — alt var þekt og kært.
Mig fýsti ekki lengra að sinni —
en haldið var áfram upp í skarð-
ic — og síðan beint undan brekk-
unni, gegnum skógarþykni og
niður bergveggi. Og votir inn að
skinni hjeldum við í hlað á Kal-
and, þá er sól var í hádegisstað
og hitinn 33 stig í skugganum.
Voss 15. september 1925.
Guðmundur Gíslason Hagalín.