Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1925, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1925, Blaðsíða 3
18. október 1925. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 Stærstu pappírsf ramteiðendur á Norður löndum Uqíod Paper Go, Ltd. Osló Afgreiða pantanir, hvort heldur beint erlendis frá eða af fyrir- liggjandi birgðum í Reykjavík. Einkasali á Islandi. Gardar Gislason. móðunni. Það voru sem gráhærð- ii jötnar hristu höfuðið, yfirþess- um vesaldarlegu en tindilfættu mannverum, sem hrey'ktu sjir þarna milli hnjúkanna. Við hjeldum ofan drögin, eftir langri fagurhvítri fönn; komum að blátærum læk og settumst fcð snæðingi. Svo lötruðum við niður holtin og melana, mosavaxna eða bera, uns við komum í þröngan fjalldal, þar sem fossandi elvan braust fram í gapandi gljúfri. Brátt víkkaði dalverpið á hægri hönd, og við komum í lágan og kræklóttan laufskóg. Eítir skamma stund komum við í rjóður, og reifuð húmi stóðu þar fornfáleg bjálkahús. Við vor- um komnir að sel bónda eins í Granvin. Lengra var ekki ferð- inni heitið. Við lítum á klukkuna, og gátum greint, að hún var 11. Svo gengum við heim að húsun- um. Þau voru tvö. Annað var við- hús. Þar voru hlóðir. Á þeim stóð geysilegur eirpottur, sem minti mig á sögurnar um tröllin, sem átu gesti sína. En potturinn var ætlaður til ostsuðu, og því mein- laus. Við gengum að hinu húsinu. Það stóð í brattri brekku, og lá trjebrú ofan úr breklkunni og upp að dyrunum á efri hæð. Kringum húsið var skíðgarður. Við geng- um upp brúna. Kýr bauluðu. Þær virtust vera undir fótum okkar. Fjósið var í næðri hæð hússins. Nú drápum við á dyr. Brátt heyrð ist þrusk inni, og síðan var kall- að: — Hver er úti? — Ingebrigt Kaland, Olsen, kaupmaður frá Björgvin og Guð- mundur Hagalín frá Islandi. Olsen .... Ekki þó Alf 01- sen? heyrðum við sagt í undrandi og glöðum rómi. Það var sem kaupmaður hefði verið snortinn töfrasprota. Hann hristist og hann hoppaði. — Halló, það er þó víst ekki Randí? — Juhuhú! heyrðum við inni. Dyrnar opnuðust, og út kom stúlka. En ekki gat jeg greint andlitsfall eða vöxt í myrkrinu. Okkur voru boðin sæti og matur, en við þáðum aðeins sætin. Svo byrjuðu þau að spjalla' saman í mvrkrinu, Olsen og Randíður. — lau höfðu verið saman í versl- unarskóla fyrir tveimur árum. — Er hjer ekki hlaða, sem við getum fengið að liggja í? spurði jeg- — Ja, nei, það er ekkert hey í henni .... En það er autt rúm hjerna, reyndar bara eitt. — Ekki sofum við þrír í einu rúmi. — Neei. —• Nú greip Olsen fram í. — 0, við höfum það einhvern- \t-ginn. Brigt greip í handlegg mjer. Það tísti í honum. — Jæja, Brigt, við förum þá í hlöðuna. — Háttið þið bara þarna, sagði Olsen. — Nei, jeg held nú ekki, sagði jeg. Þjer væruð vísir til að hátta . rúm ungfrúarinnar og láta hana húka á stól alla nóttina. Við Brigt förum í hlöðuna. Nú var það Randíður, sem greip fram í. — Ja, þegar jeg hugsa mig nú betur um, þá er nú eins og mig irinni, að það sje einhver tugga í hlöðunni. — Nú, það var ágætt .... Þá af stað, Brigt. — Þið getið fengið ábreiður. Og ungfrúin kom með ábreiðurn- ar úr rúm i sínu. — Nei, þetta dugir hreint ekki. Ekki má ungfrúin deyja úr kulda. — 0, það er ekki svo kalt núna. Við buðum góða nótt og fórum út. Brigt hló, ekki eins og fólk flest. Hann velti sjer í grasinu og hláturinn hristist úr honum eins og hey iir fyrirbandslausum poka, sem flýgur ofan bratta brekku. Við svipuðumst um eftir hlöð- unni. Hún var niðri við ána. Jú, þar var ærið hey, og nýlega sleg- ið og hirt. Við skildum ábreiðurn- ar eftir og gengum með malinn og ketilinn niður á árbakkann. Svo stikluðum við út í hólma og tendruðum bál. Leiftrum sló á ána og ílöktandi bjarma lagði inn á milli trjámia í skóginum. Nú sagði Brigt mjer sögur um veiði í vötnum og ám og bjarndýra- og hjeraveiði í skóg um. Svo komu sögur um hulúu- fólk og vofur, og tíminn leið fljótt. Þá er við höfðum dritkkið kaff- ið, fjell yfir okkur þung og höf- ug ró. Ain suðaði, fuglar kvök- uðtt og andvarinn bærði blöðin á trjánum. Fjöllin stóðu myrk og þögul í fjarska, og ásarnir voru eins og dökkleit risadýr, sem hjtrfr uðu sig sanian og skytu upp bak- inu. Yfir var heiður himinn með tindrandi stjörnum. Við stóðum upp, stikluðum yfir ána og grófum okkur í heyið. Svo var þá að sofna. En það var hægra sagt en gert. Stráin stungu og flugurnar gerðu sitt til að óróa okkur. Loks var eins og þúsund hvítar og hvíslandi verur hefðu gert samning með sjer um að gera o'kkur nóttina langa og leiða, og þá er dagur ljómaði, þutum við út, þreyttir og sljóir, þrifum ketil og mat og fórum heim að selinu. Þar var alt hljótt. Við svip- uðnmst um. Sel þetta var gamalt og mosavaxið, svo sem selið Harð- angursmegin í fjallinu. Á vegginn var eftirfarandi skorið með fínu prentlðtri: Anno 1824 Olrik Blomquist, kapteinn í hinu konunglega svenska fótgöngn- liði, þakkar æruverðri júngfrú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.