Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1925, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1925, Blaðsíða 5
18. október 1925. Spurningin |sem enginn gat leyst úr. (Lauslega þýtt). í samkvæmi einu kom einn gest- anna fram með þá spurningu: Hvað myndu menn gera, ef þeir vissu, að þeir ættu aðeins einn mánuð eftir ólifað. Spurningunni svöruðu flestir að óathuguðu máli, að þeir mundu láta sjer hvergi bregða og lifa lífi sínu eins og þeir væru vanir. En þegar menn fóru að hugsa sig nánar um, komust þeir fljótt að raun um, að svona myndu þeir ekki taka þessu. Enginn mundi geta komist hjá því undir þessum kringumstæðum, að breyta full- komlega um líferni og hugarfar. Sumir ætluðu að skemta sjer. Þeir, sem lifað höfðu lífi sínu í sí- feldu striti og erfiði, þóttust ntundu hugsa sjer gott til glóð- arinnar að lyfta sjer ærlega upp. En þá er eftir að vita, hvernig menn helst vildu skemta sjer; — hvað þeir hefðu mesta ánægju af. Fæstir gátu gert sig ánægða með að hugsa sjer að eyða tímanum í það, að jeta og drekka dýrindis- mat — hangikjöt og brennivín, eða hvað sein hverjum fjell best í geð. Þó margir hafi gaman af að dansa við og við og taka slag í Bridge eða einhverju öðru, gátu slíkar skemtanir ekki verið full- nægjandi undir þessum kringum- stæðum. ' , Þá var ein skemtun: lestur góðra bóka. En það kæmi heldur ekki til greina hjer. Góðar bækur lesa menn til þess að læra af þeim fyrir lífið og framtíðina Þess gerist engin þörf, ef aðeins væri einn mánaðartími eftir af n.f- inni. — Ennþá vitlausara væri að lesa ljelegar bækur, þw þær eru aðeins lesnar til dægrastyttingar. Ætti maður þá að fara í ferða- iög? Allmargir af þeim, sem við- sladdir voru, höfðu ferðast heil- mikið. En fæstir vildu ferðast sjer til kkemtunar, til þess að taka eftir náttúrufegurð og fjölbreytni lands- og lifnaðarhátta. Þó menn hefðu farið um margar merkustu stórborgir heimsins, þá höfðu þcir ekki mikið sjeð af því, sem þar er fegurst og best. Þeir þeVtu LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÞEÍr, sem einu sinni hafa notaö PalmoliuE rakcrEm ug raksápu uilja Ekki annað. The PaltnolivtCo.(of England), Ltd.t 13-/4, Gt. SuttonSt., Londont E.C.t. Palmolive Shaving Cream gistihúsin, umferðina á götunum, matsölustaðina, ytra borð borgar- lífsins. En fæstir höfðu sjeð li.sta- söfnin, listaverkin dýrustu og bestu, sem geymd eru almenningi til sýnis. Fæstir höfðu gefið sjer tíma til þess. En í þessum síðasta mánuði æf- irnar myndi varla tími til þess heldur. Menn myndu leita að ein- hverju, sem. þeim væri enn meiri ánægja að. En hvar er þess að ltita ? Einn stakk upp á því, að fara í ferðalag til Miðjarðarhafsland- anna. Oðrum kann að finnast ó- missandi að fara t. d. upp á Heklu eða norður í Mývatnssveit. En hvað yrði úr framkvæmdum í þessu efni þenna síðasta mánuð? Hluturinn er, að þegar menn vita, að þeir eiga örskamt eftir ólifað, þá breytast um leið allar óskir inanna og öll verðgildi í gleði og sorg. Menn leita ána*gju og nautna á margan hátt, en ósk- ir hinna nautnagjörnu eru svo jarðbundnar, að þeim ógnar svo mjög viðskilnaðurinn, að öll gleði og ánægja væri útilokuð. — Sumir samkvæmisgestanna reyndu að leysa þessa vandaspurn. ingu með háði. Einn, sem var niagaveikur, og eigi hafði í mörg ái getað borðað nema einstaka mat, ætlaði að nota tímann eins vel og hann gæti, til þess að borða alt sem hann langaði í. Annar ætl- aði að reykja alla þá Havana- vindla, sem hann kæmist yfir. En enginn einasti gat leyst úr þessu vandamáli svo nokkurt lag va ri á. Pað kom upp úr kafinu, að blað eitt vestur í Ameríku hafði fyrst komið fram með spurningu þessa. Ilafði blaðið beint þessari spurn- ingu til fjölda nafnkendra maiina. En svör þeirra reyndust fánýt. Flestir svöruðu með alvöruleysi. Fá svörin tóku öðrum fram. — Douglas Fairbank sagðist ætla að sofa sein mest þenna mánuð, til þess að venja sig á að liggja kyr. llithöfundur einn var svo hrein- skilinn að segja, að honum mundi verða svo mikið um það, ef hann vissi að hann ætti aðeins einn mánuð eftir ólifað, að hann myndi ekkert geta tekið sjer fyrir hend- ur af skynsainlegu viti. Margir kunna að telja spuru- ingu þessa óviðeigandi. Hún er eigi til þess að hafa í skymp- ingi. En því verður eigi neitað, að það væri oft eigi nema holt að hugleiða slik viðfangsefni sem þetta með sjátfum sjer, setja sig í þau spor, þegar verðgildi allra óska og eftirsókna umsnerist og breyttist fyrir augliti manna. Margir kaonu þannig auga á, að ýmislegt, sem þeiin þykir girnilegast og eftirsóknarverðast, verður fánýtt þegar á reynir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.