Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1926, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1926, Blaðsíða 1
LESBOK MORGUNÐLAÐSINS. Sunrmdag'inn 7. mars 1926, lárnbrautarmcilið. Eftir próf. Ualtý Suðmunösson. Grein þe.tsi sem lijer birtist eftir fyrsta og heitasta fylgis- viann járnbrautarmálsins var skrifuð fyrir Mbl. í sumar sem leið, en af víssum ástœðvm hefir það dregist að birta hana. Ná þegar álit vegamálastjóra er nýkomið út um Austur-braut- ina, er sjerlega gott tœkifœri að birta þessa grein, svo almenningi gefist kostur á að sjd álit hins fyrsta forvígismanns þessa máls. Tíann skýrir og frá undirtektum þeim sem „stórmálið“ fjekk á þingi fyrir 30 árum. En í greininni vakir hinn eldheiti fram- fara-andi, sem Þorsteinn Erlingsson kvað í málið, með hinu þjóð- kunna kvœði sínu , Brautin". Aldarafmæli járnbrauta. Um 30 ár eru nú liðin síðan umræður hófust um það mál á íslandi. — En um leið er og 100 ára afmæli járnbrauta í heiminum. Því árið 1825 komst. á f'yrsta járnbrautin á Englandi, og voru þar mikil hátíðahöld í tilefni af því. Því bæði þar og allsstaðar annarsstaðar, þar sem járnbrautir hafa verið lagðar, hafa þær sýnt, hvílík blessun þær hafa verið fyrir þjóðirnar, þar sem þær hafa reynst hin öflug- asta lyftistöng undir allskonar framförum og aukinni hagsæld landanna. „Skyldi það vera álög á okkur 2alen,dingum, að við eigum altaf að vera hálfum og heilum öldum á eftir öðrum þjóðum? Það lítur næstum út fyrir það“, skrifaði jeg 1895 (Eimr. I, 12). „En þau álög eru þó okkur sjálfum nð kenna“, bætti jeg við. Þessi ummæli eiga við enn. Því enn er ekki lengra komið en það, að við liöfum í nær þriðjung ald- ar við og við verið að tala og «krifa um járnbrautir, en ekkert gert, nema lítilsháttar rannsóknir núna síðustu árin. „Stóra“ málið 1894. Það var fyrst árið 1894, að nokkur íslendingur hugsaði svo hátt, að tiltök væru að leggja járnbrautir á íslandi. Þá var af þingmanna hálfu (fyrir forgöngu kapt. Sigtr. Jónassonar frá Winni peg) borið upp á Alþingi frum- varp um að veita fjelagi (með ensku fje), sem nefndist „Hið íslenska siglinga- og jámbrauta- fjelag“, leyfi til að leggja járn- brautir á íslandi, bæði norður um land til Eyjafjarðar og austur á bóginn frá Reykjavík (austur í Rangárvallasýslu). Þá var ekki ráðgert að ráðast í meira fyrst um sinn en járnbraut ausíur að Þjórs á, með reglulegum lestaferðum að minsta kosti 6 sinnum í viku árið um kring, og skyldi landssjóður greiða fjelaginu til þessa 50,000 kr. árlegan styrk í 30 ár, í síð- asta sinn árið 1925. En jafnframt akyldi fjelagið gegn öðrum 50,- 000 kr. árlega fá leyfi til að ann- ast siglingar til útlanda (Bret- lands) og með ströndum fram, og skyldi útlandaskipið hafa 12 mílna ferð og rúm fyrir 70 far- þega og fara 2 ferðir á mánuði 15. apríl til 15 október, en að minsta kosti 1 ferð á mánuði hinn tíma ársins.Strandferðirnar skyldi fyrstu 10 árin annast annað minna skip með 10 mllna ferð (en sama farþegarúmi), er gengi stöðugt frá Reykjavík kringum landið frá 15. febr. til 15. nóv. Eftir 10 ár gat landsstjórnin heimtað, að strand- ferðaskipin yrðu 2. Eftir 15 ár skyldi landsstjórnin hafa rjett til að kaupa bæði járnbrautir og skip fjelagsins eftir óvilhallra manna mati. Það þótti miklum tíðindum sæta, þegar frumvarp þetta kom fram. Svo stórhuga höfðu menn aldrei fyr verið, enda var málið óðara skýrt „Stóra málið.“ Vildu marg‘ ir undir eins fella það þegar við fyrstu umræðu, og þar á meðal stjórnarfulltrúinn, landshöfðingi. Andstaðan. Það væri barnaskapur að hugsa, að járnbrautir gætu þrifist á fslandi. Þó tókst að bjarga mál- inu frá bráðum dauða í sjálfri fæðingunni og var nefnd sett í það. f þeirri nefnd varð jeg skrif- ari og síðan framsögumaður máls- ins í Neðri deild. Þetta var fyrsta árið, sem jeg sat á þingi, og var það engin smáræðis raun fyrir ungan þingmann að taka á sig aðalvörn slíks máls, þó ýmsir góð- ir drengir væru þar og til liðs og aðstoðar. Og því meiri var raunin,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.