Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1926, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1926, Blaðsíða 6
6 LESBOK MOBGUNBLAÖSÍNB. 7. mars 1926. - . ■■e.g'.n i.." jbjii■ 'jitjl.'- . Tg—t i— j i ■ — ■ ’rrawMcrrg-Mww—amcr——————mn———— Silfnrbrúðkanp Hollandsdrotningar. Fyrir skemstu átti Vilhelmína Hollandsdrotning silfurbrúð- kaup, og var þá þessi mynd tekin af .þeim hjónunum. Maður henn- ar heitir Henrik, og var hertogi af Mecklenborg-Schwerin. Þau éiga eina dóttur, setai Juliana heitir, og er hún ríkiserfingi. Vil- helmína drotning er mjög ástsæl meðal þegna sinna, og þykir góð- ur ríkisstjóri. Maður hennar er og talin mesti stjórnmálaspek- ingur, og var eigi síst hoiium að þakka, að Hollendngar gátu stýrt farsællega fram hjá því, að lenda í ófriðnum mikla. En það er frá honum að segja, er hann komst út úr bænum, a§ hann tók á rás með hnífinn í liendinni og á sokkaleistunum, og var morguninn eftir komið að hon um í fjóshlöðu á bæ einum, stór- um utar í sveitinni. Hafði hann hlaupið 13—14 bæjarleiðir á sokk- unum — og altaf með hnífinn Hann fanst um vorið í hlöðunni. Eftir þetta stóð mönnum nokk- ur stuggur af Birni, svo sem von- legt var. En ekki varð hann að ineini síðan. Var hann frá því oft- ast meinlaus eins og lamb og t. d. börnum hinn blíðasti. En þó var hann í þeirra augum ílestra ægileg vera. Og kvenfólki mörgu var lítið um hann gefið — þótti liann ferlegur og til alls líklegur. IV. A flakki Björns var hann notað ur til ýmissa vika á bæjum þeim, sem hann stóð eitthvað við á. Eij heldur þótti hann þungur til líkamlegrar vinnu. En gengi hann að starfi, afkastaði liann oft verki 2—3 meðalmanna, og þó stundum betur, svo var hann mikilvirkur og aðgangsharður. Má sein dæmi þess nefna, að eitt sinn bað húsfreyja ein hann — sú sama og hann veitti áverkann — að bera í hús taðhlaða, er stóð á túni skamt frá bænum. Björn svaraði því heldur fálega, en ljet þó tilleiðast. Og heimtaði þá stærsta pokann, sem til var á heimilinu. Var honum fenginn tunnupoki og var það mikið ílát að bera tað í. En Birni nægði ekki slík smáskjóða. Varð hús- frevja að sauma saman tvö stærð ar brekán. Og tróð Björn það ílát fult af taði og bar ljettilega í hús ferð eftir ferð. Og oft kom það fvrir, að hann bar í einnií ferð 3—4 poka af mó langa leið — kvað ekki gerandi ferð með minna. Mætti margar sögur segja af 'kröftum Björns, ef þeir skýrðu frá, sem voru honum kunnugast- ir. En þó mun fæstum hafa verið ljóst alt afl hans, því maðurinn ; var latur og tók sjaldan eða aldr- t' ei á því, sem hann átti til. V. En svo írábrugðinn sem Björn var öðrurn mönnum í líkamlegri vinnu, var hann þó enn einkenni- legri andlega. Mátti að vísu segja, að sá sjerkennileiki stafaði að nokkru léyti af þeirri truflun sálarlífsins, er hann varð fyrir, og áður er frá sagt. En þó urðu ekki allir hættir hans og andleg frábrigði frá öðrum mönnum rakið til þeirrar rótar. Eitt var lestrarfýsn hans og söfnunarnáttúra á gjunlar bækur bg handrit. Bar hann jafnan með sjer, eins og áður er á vikið, mik- ið safn af þessu hvorutveggja, og var þá oftast lesandi eða skrif- andi meðan hann stóð við á bæj- um. Og etkki var það ósjaldan, að hann setti sig niður bæja á milli, tæki bók úr barmi sínum og 'læsi langar stundir. Oft urðu rnenn, einkum ungt fólk, að skrifa fyrir hann langt mál, ýmist bund- ið eða óbundið, annaðhvort frum- samið eða upp úr bókum.. En venjulegast þótti það frumsamda heldur torskilið, öðrum mönnum en Birni sjálfum. Ekki nægðu hon um þær bækur, sem hann átti sjálfur eða hafði meðferðis; hann þurfti líka að fá að skoða og lesa þær, sem til voru þar sem hann kom. Mun engum manni í hreppnum hafa verið kunnugra um bókaeign hvers bæjar en hon- um. Og fáa menn hefi jeg sjeð handleika bækur með meiri and- ag't og virðingarsvip en hann, ef hægt hefði verið að segja, að nokkurn tíma kæmi andagtarblær á andlit Björns. Langt mál mætti skrifa um sum tilsvör og orðtæki Björns. En bæði er það, að til þess er ekki rúm hjer og sumt fallið í gleym- sku. Hann gat verið svo slingur í svörum, að munnhvötustu og orðsnjöllustu menn urðu að láta undan síga í viðræðu við hann. En hinu verður heldur ekki neit- að, að stundum rann upp úr hon- um sú lokleysa, að flestum var varnað máls og svara. Hann mun þá hafa verið að ofbjóða mönnuir. í flestum er sú tilhneiging nokk- uð rík að vera öðrum ofjarl. — Björn gat ekki verið það nema með afli sínu og andlegum an- 'kannahætti. Aflinu beitti hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.