Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1926, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1926, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. S Trolle & Rothe h.f. Rvik. Elsta vátryggingarskrifstofa landsins. — Stofunð 1910. — |Annars vátryggingar gegn sjó og brunatjóni með bestu fáanlegum kjörum hjá ábyggilegum fyrsta flokks vátryggingarfjelögum. Margar milljónir króna greiddar innlendum vá- tryggjendum í skaðabætur. Látið því aðeins okkur annast allar yðar vá- tryggingar, þá er yður áreiðanlega borgið. 7. mars 1926. og stórsíkorið, tillit hans aldrei beint, heldur á ská, og leit hann að jafnaði seint við nianni. Rödd- in var djúp, en ekki ýkja niikil, en hreimurinn frábrugðinn nijög ráddhreim annara manna. Var orðalag haus og málfæri alt jafn- óvenjulegt. Eins og sjá má á myndinni, gekk hann ekki í skartklæðum. Var hann venjulega svo búinn, að liann var yst fata í 2-—3 peysu görmúm, hverjum utan yfir öðr- um; trefil, hvorki lireinan nje óslitinn, bar hann um hálsinn. Oftast var hann í buxum jafn- mörgum peysmnum, og voru þær ystu geysilega m.arglitar — eng- inn vissi hvernig þær hefðu verið upprunalega, svo ma’rgar og ólík- ai' bætur voru komnar á þær. Braut hann þær niður í sokkana vetur, sumar, vor og haust. A leðurskóm gekk hann jaínaðar- legast, og vafði oft snærum utan um þá, og oft upp á fótleggi. Á höfðinu bar hann gráan hatt, og slúttu börðin niður; sá jeg Björn aldrei bera annað höfuðfat, og aldrei taka það ofan *— jafnt úti sem inni. Ut af þessum klæðnaði gat að vísu brugðið. En aldrei út af hinu, að jafnan sívafði hann um mitti sjer snæri eða reiptagli, til þess að tapa ekki öllum þeim fyrnum af bókum og blöðum, er hann tróð inn á sig, í bak og fyrir, milli peysanna. Sást Björn aldrei svo, að ekki hefði hann stóra bagga af skræðum með sjer. En fyrir gat það og komið að milli bókanna. í barmi hans lægi fi^kur, hákarl, brauð eða annað matarkyns. Og gerði þetta mann- inn gífurlega fyrirferðarmikinn. Var hann og líka hinn ferlegasti er hann stikaði þannig tví- og þrí- breiður bæja á milli og ljet liött- inn slúta. Enn hafði hann með sjer á flakki sínu rúðróttan hnakk poka, og batt hann um öxl sjer. Voru þar í þær bækur, er peys- urnar rúmuðu ekki. m. Menn höfðu orðið þess varir, eftir að Björn varð fyrir áfall inu á unga aldri, að hann nær því tryltist stundum og varð þá ekki einhamur. Kom þó þessi tryll ingur hans helst niður á dauðunx hlutum. Sást hann stundum í hat- rammasta bardaga við stoðir og veggi í fjárhúsum þeim, er hann svaf í, lamdi þær allar og risti sundur með hníf, og las þeim jafnframt hinar ægilegustu böl- bænir. En því lenti þetta helst á úthýsum, að sá var einn háttur Björns, að aldrgi fjdkst hann til að sofa annarstaðar en í fjóshlöð- um eða öðrum heytóftum. Gróf hann sig niður í stálið og kvað það hið hlýjasta og mýksta legu- rúm, er fengist gæti. En væri honum boðið eittlivað ofan á sig, bað hann venjulegast um kven- pils. „Það væri þá helst, ef það væri einhver pilsgopi", sagði Björn, og gaut um leið augunum á þann sem hann talaði við. Þó var Björn venjulegast hinn rólegasti og friðsamasti, ef ekki var á hann leitað, og hann ekki egndur til reiði með keskni. En fyrir kom það þó, aÓ hann tók hverskonar áleitni og jafnvel skömmum með geðró og stillingu. En eitt sinn misti hann jafn- vægið á geðsmununuin í manna viðurvist, og fengu þeir þá að vita af tryllingi hans. Bar það til á bæ einum í Svarfaðardal, og hafði hann lengi verið þar viður- loða. Var það um vetrartíma, á vökunni, að á hann hljóp sá ber- ser'ksgangur, að við sjálft lá, að hann yrði mannsbani. Fátt manna var heima á bænum eða í baðstofu — aðeins húsfreyja og vinnumað- ur, auk Björns. Tekur hann þá alt í einu að æða um gólfið, snar- ast síðan þar að, sem gæruhníf var stungið undir sperru, tekur liann og hleypur með liann brugð inn að húsfreyju, og bregður á liáls henni með þeim ummæltun, að þetta hafi hann lengi ætlað henni. — — Húsfreyja gat hvorttveggja í senn: kastað sjer undan tilræðinu og komið annari hendi á hálsinn fyrir hnífseggina, svo hún skeindist þar ekki hættu- lega. En mikinn skurð og djýp- an fjekk hún á aðra hendina. — Þegar vinnumaður sá aðfarir Björns, ætlaðí hann að skerast í leikinn. En Björn vatt sjer þá a<5 honum og ikom á hann skurði djúpum niður aðra kinnina. Mun vinnumanni þá annaðhvort hafa fallist hugur eða hann liefir neytt þess fangaráðs við Björn, sem ó- brigðult reyndist — hann hótaði honum að hann skyldi sækja byssu og skjóta hann, og hljóp fram í bæ. En við það rann a’ðið af Birni, og tók hann undir sig stiikk mikið fram bæjargöngin og rústaði í smátt á leiðinni þær hurðir, sem ekki voru opnar — þótti það fyrirhafnarminna en að o]ina þær. En þessu til skýringar verður að geta þess, að Björn hræddist byssur svo greipilega, að ekki var sjálfrátt. Varð hann svo felmtraður, ef hann sá það vo]>n, eða var hræddur á því, að hann mundi hafa hlaupið í eld og vatn undan hverjum þeini, sem hefði sótt að honum með byssu milli handa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.