Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1926, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1926, Blaðsíða 4
4 Lésbók morgunblaðsins. 7. mars 1926. Silkolin. 5» ja Munið eftir að biðja kaupmann yðar um hina alþektu „Silkolui“ ofn- sveru. Engin ofnsverta jafnast á við hana að gæð- um! i áJSOI Anör. J. Bertelsen. Sími 834. Austurstræti 17 Og íslendingar eru engin undan- tekning í því efni. Stjórnin ætti því, ef þess er nokkur kostur, að semja við útlent eða innlent fje- lag um að leggja og reka braut- ina með nokkrum styrk um á- kveðinn tíma, meðan mestar líkur eru til, að brautin ekki beri sig. Að fjelagið mundi okra á flutn- ingsgjöldum er engin hætta á, því það mundi fljótt sjá, að þess yrði mestur skaðinn, ef því yrði beitt. Hugmyndin að komast í fram kvæmd. J árnbrautarhugmyndin hefir nú rutt sjer svo til rúms, að henni verður ekki hnekt úr þessu. Og því meiri er vonin um, að hún komist nú í framkvæmd, sem sá maður situr nú í ráðherrastóli, sem mest og best hefir barist fyr- ir henni í seinni tíð. Og þá mun það sannast, að nýtt framtíðar- land brosir við bændastjettinni íslensku. Við lifum það kannske’ ekki landið að sjá, því langt er þar eftir af vegi; en heill sje þeim kappa, sem heilsa því má, og hvíla sín augu við tindana þá, þó það verði á deyjanda degi. (Eimr. h. 3). Höfn, 12. júlí 1925. Valtýr Guðmundsson. Einkeunilegnr maður. Iftir lón Björnsson. i. Björn hefir maður heitið, Snorrason, og mun hafa verið fæddur að Böggvis- stöðum í Svarfaðardal, að jeg ætla nokkru fyrir miðja 19. öld. Ókunnugt er mjer um, hvort hann ólst þar upp eða fluttist kornungur inn í Möðruvallasókn. En um tvítugs aldur var hann ráðsmaður í Ytri-Skjaldar- rík, vestan Eyjafjarðar inn- arlega, hjá sýslumanns- ekkju nokkurri. Og er svo sagt, að þá hafi hann þótt tiinn mesti efnismaður, bæði að líkamlegri og andlegri atgerfi. En um það leytið dregur upp þann skugga yfir lífi hans, er rjeði ör- lögum hans og gerði hann að ógæfu- og umrennings- manni. Sögum manna ber ekki saman um það, á hvern hátt Björn fatl- aðist svo andlega á þessu skeiði æfinnar, sem raun varð á. Sumir halda því fram, að þar hafi ásta- mál verið að verki, og eru þeir flestir, sem það hyggja.. Aðrir segja að maður, honum nákominn, hafi slegið liann svo gífurlegt hÖgg í höfuðið, að hann hafi aldr ei borið sitt andl. bar upp fráþví. Enn aðrir segja, að hann hafi sökt sjer svo látlaust niður • í lestur, að hann hafi orðið geggjaður um stund, og aldrei náð sjer til fulls síðan. Styðja þeir þá sögu sína við það, að hann hafi átt að setj- ast til menta — fara í Latínu- skólann vegna bótkhneigðar hans. En hvað >af þessu þrennu, sem verið hefir orsökin, þá er það víst, að um eða eftir tvítugsaldur þyrmdi svo yfir hann, að hann fór á vergang og tók upp iðju- leysi og hjelt hvorutveggja til dauðadags, eða um 50 ára dkeið. Og á þeim árum mótaðist allur maðurinn, hættir hans og skap- gerð, orð og æði, eins og það kora í ljós, er hann var sestur um 'kyrt iunan vjebanda sömu sveitar. A þessu flakki fór Björn um land alt, fótgangandi jafnan, og mun hafa komið í flesta hreppa þess. Kunni hann frá mörgu að segja úr því ferðalagi, því maður- inn mun hafa verið að upplagi athugull, og minnið var ótrúlega nákvæmt og öflugt. Að síðustu hjelt hann kyrru fyrir í fæðing- arhrepp sínum, Svarfaðardal, en var þó aldrei lengi á sama bæ í einu, heldur flakkaði um sveit- ina og kom þá við í hverju koti, og haíði þá eins eða tveggja daga viðdvöl sumstaðar. Á þessum flæk ing sínum var hann flestum börn- um, sein ekki þéktu hann því betur, sannkallaður skelfir og fá- um fullorðnum mikill aufúsugest- ur. Og skal jeg síðar víkja að á- stæðunni til þess. • II. Mynd sú, er hjer fylgir með af Birni, gefur nokkura hugmynd um útlit hans og klæðaburð, en enga um vöxt hans eða önnur einkenni. Hann var tröll að vexti, geysihár og gildur að sama skapi, jötunn að. burðum, ekki illa limaður, en stirður, einkum á efri árum. Andlitið var ófrítt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.