Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1926, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1926, Blaðsíða 7
7. rnars 1926. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. 1 Fornaldardýr. Myndin hjer að ofan sýnir eftirlíkingar af tveimur risavöxnum fornaldardýrum, sem nú eru fyrir löngu útdauð. 1 Ameríku hafa fundist beinagrindur af þeim, og þótt flestar þeirra s.jeu tneira og minna skemdar, geta menn þó gert sjer ljósa hugmynd um, hvernig dýrin hafi litið út í lifanda lífi. Dýrið með langa liálsinn er af Dinosauros-ættinni svokölluðu. Voru sum þeiri'a 36 metrar á lengd, með haus og hala. Eru það hin mestu ferlíki, sem á jörðunni hafa skriðið. Þau stærstu lifðu af jurtafæðu. Höfuðið var lítið, lappir stuttar, en halinn ákaflega langur og sterkur, og vörð- ust þau með honum. í Þýskalandi er verið að gera kvikmynd af skrímslum þessum. sjaldan. En sálarlegur fráhrigði- leikur var vopnið, sem hann not- aði, og brá oft af fimlei'k. Hann varð áreiðanlega mörgum ofjarl, þegar barist var með orðum ein- um, snarræði og frumleik tilsvar- anna. pau hittu. V. Björn ljest á ofanverðum vetri 1907. Dánarstaður hans var jafn dapurlegur og æfiferillinn. Hann ljest í fjárhúshlöðu. Hann lagðist þar til hvíldar áður en hann tók sóttina, lungnabólgu, og hafðist ekki þaðan fremur en endranær. Var þó margt til þess gert að fá hann inn í hæinn. En þær tilraun- ir voru árangurslausar. Hann mun hafa látið á sjer skilja, að dauð- inn væri ekki þyngri í fjárhúsi en annarstaðar. Þegar hann var viss um, að hverju dró, bað hann dóttur bónd- ans á bænum, „að biðja fyrir sjer. Hann gæti það ekki sjálf- ur“. Hann hafði gengið um urðir og hraun alla sína æfi, aldrei mætt ást eða vináttu, engan átt, sem var honum nærstæður; — hann hafði í raun og veru orðið utan við alfaralefð — var gestur meðal mannanna. — En þó kvaðst hann dej7ja sáttur við þá alla. Svo mildu ljósi getur úrslitastundin kastað yfir hraun og hrjóstur lið- innar æfi. S m æl k i. Um mánaðamótin janúar og fe- brúar, var Svertingi nokkur í borginni Lexington í Kentuck.v (Bandaríkjunum) ákærður fyrir það, að hafa myrt hvít hjón og tvö börn þeirra. Varð þegar óg- urleg æsing út#af þessu máli um öll Bandaríkin, og ætlaði lýður- inn að drepa manninn þegar í stað, án dóms og laga. Varð ríkis- stjórnin að senda 1000 hermenn með 3 fallbyssur og 30 vjelbyssur til borgarinnar, til þess að halda múgnum í skefjum. En það nægði ek'ki, og urðu hermennirnir að nota reykgas, til þess að verjast aðsókn lýðsins. Nú var Sverting- inn kallaðnr fyrir rjett, og eftir 15 mínútur hafði hann verið dæmdur til að hengjast, og 15 míniitum síðar var dóminum full- nægt. Þá rjeðist múgurinn að gálganum, reif líkið niður og tætti það sundur, en setti höfuðið á stiing. í frumskógum Síams hafa ný- lega fundist fornmenjar. Eru það rústir af æfagömlu hofi og tvii grlðarstór Buddha-líkneski, sem eru alveg óskemd. Heimspeki: „Það er skiljanlegt, að menn missi vitið þegar þeir tapa stórfje, en hitt er óskiljan- legt, að þeim skuli eigi aukast vit, þegar þeir stórgrieða“,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.