Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1926, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1926, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. 7. marg 1926. MANIFEST. FARIHSKIRTEINI. UPPRUN ASKÍRTEINI. Fjklpitaniarpa|i|iip (duplioator) i folio og 4to. Nrpi* pNppÍP| akorinn niður ókiypii, iftir óskniu. KartNH, ■iaipappip, kápupappfp, ppantpappip, akplfpopp- fp, pltvjalapappir, alt 1 œörgnm litnm. ■afnapjllá, jmiar itarðir. UmalSg, itórt irral. Faktáru- og palkn- ingaayftublðð, þveritrikuð og óþreritriknð selur ISAFOLDAItPRCNTSMIBJA H.F. - SIMI 4S. sem á móti málinu hömuðust marg- ir hinir mestu mælskumenn þings- ins, t. d. Benedikt Sveinsson, Guð- laugur Guðmundsson o. fl., sem gengu hreinasta berserksgang, fram fyrir fylkingar og hitu froðu fellandi í skjaldarrendur. Þá kom npp þessi þingvísa: Valtýr eimreið fer um frón, flýgur Jens í loftballón; klærnar brýna loðin l.jón Laugi, Bensi, sjera Jón. Jafnvel Árnesingar andvígir. En þó mikils þyrfti við til að deyfa eggjar berserkjanna, mælskugarpanna, þá var hitt þó engu minni raunin, að verjast á- rásum þeirra eiturskrímsla, sem upp stungu trjónum sínum í ræð- um ýmsra annara þingmanna: smásálarskapnum, þröngsýninni, skammsýninni og trúleysi á fram- fíð landsins og framfaramöguleika. Af þessum skrímslum var gerður svo mikill aðsúgur að frumvarp- inu, að jafnvel báðir þingmenn Árnesinga börðust af kappi gegn málinu, þótt augsýnilegt væri, að engin sýsla á landinu mundi hafa annan eins hag af framgangi þess, eins og kjördæmi þeirra. Aftur voru aðrir svo staurblindir af hreppapólitík, að þeir lögðust ein- dregið á móti málinu af þeirri einni ástæðu, að ekki væri byrjað með að byggja járnbraut til Norð- urlandsins, þótt þeir annars hefðu fullan skilning á, hve mikils virði járnbrautir mundu verða fyrir framtíð landsins og framfarir. Frv. dagaði uppi. Útl. leist ekki á blikuna. En þó baráttan væri hörð, fóru þó svo leikar, að frumvarpið (með ýrasum breytingum) var samþykt í Neðri deild. Og í Efri deild var það fyrir harðfylgi Hallgríms bisk ups Sveinssonar, Þorleifs Jónsson- ar (núv. póstmeistara) og Sigurð- ar prófasts Jenssonar samþykt bæði við 1. og 2. umr. En þá var þingtíminn útrunninn og málið því óútrætt. Og þar sem landsstjórnin lagðist af alefli gegn málinu, tókst henni að koma því algerlega fyrir kattarnef. Því útlendingum þeim, sem ætlað höfðu að leggja fje í fyrirtækið, leist þá ekki á blik-, una, og þótti ekki ómaksins vert' að koma fram með tilboð sitt að nýju. „Eimreiðin“. Árið eftir (1895) stofnaði jeg tímaritið „Eimreiðin," því jeg vildi láta það ásannast, sem sagt var í þingvísunni. Var það tilætl- unin, að hún skyldi meðal annars vinna að framgangi jái'nbrautar- málsins, enda hóf hún göngu sína með grein um „járnbrautir og ak- brautir" (Eimr. I, 4.—14). Og í tsömu átt stefndi hið snjalla inn- gangs- og stefnukvæði hennar „Brautin“ (I, 1—4) eftir þjóð- skáldið Þorstein Erlingsson. Þar segir meðal annars svo: Og þó að jeg komist ei hálfa leið lieim, og hvað sem á veginum bíður, þá held jeg nú samt í ’inn hrjóstruga geim og heilsa með fögnuði vagninum þeim, sem eitthvað í áttina líður. En þó að barátta Eimr. fyrir járnbrautarmálinu yrði skammæ, af því jeg sannfærðist um það, á þingi, að engin leið væri til að koma því fram þá, eftir að for- gangsmenn málsins í útlöndum höfðu kipt að sjer hendinni, þá var þó hugnrinn jafnan hinn sami. Jeg sá, að við, sem barist höfðum fyrir málinu, vorum þar (eins og í mörgum öðrum málum, t. d. stofnun eimskipaveiða og Fiski- veiðafjelags, öflugs seðlabanka o. s. frv.) langt á undan okkar tíma. en jeg huggaði mig þó við, að sæði það, sem sáð hefði yerið bæði í umræðunum á þingi og í Eimr., mundi einhverntíma vaxa upp og bera ávexti, Jeg læt mig því einu gilda, þó einhverjir yrðu til að brosa að strandi okkar, eins og líka segir í Eimr. (I, 3): Og þó að þú hlæir þeim heimskingjum að, sem hjer munu í ógöngum lenda, þá skaltu ekki að eilífu efast um það, að aftur mun þar verða haldið af stað, uns brautin er brotin til enda. Málinu eykst fylgi. ' Þetta hefir og á sannast. „Stóra málið“ vakti á mörgum sviðum umrót í hugum manna, svo menn fóru að hugsa stærra og hærra. O'g járnbrautarhugmyndin þrosk- aðist og dafnaði svo í brjóstum hinnar uppvaxandi kynslóðar, að sýnilegt var, að fræin höfðu borið ávöxt. Enda hafa nú nýir menn með betri skilyrðum, en við höfð- um, tekið við forustunni og hlúð að þeim, og hinn öflugasti forkólf- ur þeirra nú í ráðherrasessi, þar sem áður landsstjórnin sjálf var hinu versti Þrándur í götu máls- ins. Og vart mundu Árnesingar nú þola þingmönnum sínum að leggjast af alefli á móti járnbraut þangað, nje heldur Reykvíkingar þingmönnum sínum. Því nú sjá jafnt blindir sem óblindir, hve ómissandi austurbrauftin er. Og þó er sánnleikurinn sá, að norður- brautin er í rauninni margfalt nauðsynlegri,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.