Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1926, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1926, Blaðsíða 3
7. mars 1926. 3 LfiSBÓK MWWHJNBLABSJNS. K -***■ ■• ^TEASPUO^I 5»LIHC WATÍ'** ÍÖVRIL BOVRIL LIMITED LONDON BOYRIL VIITIR NU DU« OQ\ ÞRBJL Oö 179» ÁÍÁM IBITTU. iDRBKTU BOVBIL VI» VDINUi IþÍNA, ÞVl B0V4IL HJLLDUll ÞJBB STAB7SHJCJUM. Fyrir gamalt fólk, sem þjáist af svefnleysi, er þeaai hjartastyrkjandi og heilsusamlegi dryklcur mjög ákjósanlegur. Notaðu aðeini V2 teskeið i einn bolls af heitu vitni og J»4 farðu lamstundis óyiðjafnanlegan, nwrandi drykk. BOVRIL Heildverslun Ásgeirs SigurOseonar. sími dOO. Landbúnaðarframfarir smástígar. Þegar jeg árið 192x var að semja yfirlit yfir framfarir ís- lands 20 fyrstu árin af 20. öld- inni fyrir stærstu alfræðibók heimsins „Encyclopædia Britann- ica,“ þá varð jeg, er jeg hafði safnað öllum gögnum, alveg for- viða af að sjá, hve miklar fram- farir hefðu orðið á þessu tímabili á því nær öllum sviðum, að tiltölu meiri en í nokkru landi öðru. En þar var ein undantekning: land- búnaðurinn. Hann hafði að kalla má alveg staðið í stað. Engar verulegar framfarir. Og jeg spurði sjálfan mig: Hvað veldur? Og mjer fanst svarið liggja nokkurn veginn opið fyrir: járnbrautar- leysið. Það eru ekki kaupstaðirnir eða kaupstaðafólkið, sem mestan haginn fá af járnbrautunum (nema þá máske Rvík talsvert), heldur bændurnir. Fyrir þá er járnbrautin lífsnauðsyn, eigi þeir nokkurntíma að komast úr kútn- um. Járnbrautarmálið ætti því að vera nr. 1 á stefnuskrá bænda- .flokksins. Því járnbrautin er lífæð landbúnaðarins og skilyrði fyrir öllum verulegum framförum í hon um. Ránbúskapurinn á að hverfa úr sögunni og menn að læra að lifa af ræktuðu landi, sem aldrei getur algerlega brugðist, jafnvel í verstu ísárum. Menn eiga að koma upp stórum kúabúum (jafnvel með 100—200 kúm, eins og í fornöld) og smjörbúum og jafnvel svína- rækt. En þetta getur því aðeins borgað sig, að menn hafi greiðan aðgang að markaði fyrir afurðir sínar, bæði fljótan, vissan og ó- dýran. Því annars gleypir flutn- ingskostnaðurinn allan arðinn, og í ísaárum verða vörurnar fyrir stórskemdum áður en þær kom- ast á markað, ef þær þá nokk- urntíma komast það. Það væri því ekkert vit í að leggja mikið fje í stórbvi, ef þessi skilyrði vantar. En úr því öllu bætir járn- brautin. Og á það ekki síst við norðurbrautina. — Borgarfjörður, Húnavatns, Skagafjarðar og Eyja- fjarðarsýsla er ágætis hjeruð fyr- ir stór kúabú, ef norðurbrautiú kemst á, en annars ekki Þó haf- ísinn loki öllum höfnum norðan- lands fyrir skipum, flytur járn- brautin allar afurðir til Faxaflóa, þar sem altaf er íslaust, og þaðan ganga skip með þær til Englands. Þá flytja og járnbrautirnar nægan útlendan áburð og eldivið, svo menn ekki þurfi að brenna sauða- taðinu. Þær flytja og útlendar fóðurbirgðir í viðbót við grasið, sem ekki hrekkur til á stórbúun- um, og til að forða öllunx skepnu- felli í kallærum. Það er ekki er- fiðara nje dýrara að flytja fóð- urefni frá Ameríku til íslands en til Danmerkur, og þó byggja Dan- ir allan sinn blóml. búskap mest- megnis á slíku fóðri og græða stór fje á. Mundurn við þá ekki geta gert hið sama? Því ekki er danska grasið nærri því eins kjarngott og íslenska taðan. Norðurbraut. — Austurbraut. Það er því oinmitt norðurbraut- in, sem okkur ríður mest á að fá, og það eru einmitt bændurnir, isem mest mundu á henni græða. Þetta sá líka víðsýnasti bóndinn, sem sat á þinginu 1894, hinn ný- látni formaður Samvinnusambands íslands, Olafur Briem, enda hjelt hann eina áhrifamestu ræðuna fyr ir járnbrautafrv. En hann var líka svo glöggskygn og laus við hreppa pólitík, að hann sá, að austur- brautin varð að koma fyrst. Og sama gildir enn. Járnbrautir auka flutningsþörfina Alt mas um það, hvort flutn- ingsmagnið sje nóg til þess, að brautin geti borið sig, álít jeg að engu hafandi. Því það er braut- in, sem á að skapa flutningsmagn- ið, eins hjer eins og í öðrum lönd- um. Og á henni getur orðið stór- gróði fyrir landið óbeinlínis, þó halli verði á rekstrinum. Svo hef- ir lengi verið í Danmörku og víð- ar, og þykir vel tilvinnandi. Rekstur einstaklinga hagkvæmari en opinber rekstur. Og pneinilla er injer við, að landið sjálft leggi og reki braut- iria, ef nokkurs annars er kostur. Þá má eiga víst, að hallinn yrði meiri, því þá vantar eigingirnina * til að gæta allrar hagsýni. Því landssjóður borgar hvernig sem fer. Þá er og vísast, að pólitískar ástæður ráði stunuum meira, hvernig skipað verður í stöðurn. ar, en sannir hæfileikar. Svo vill það reynast víðast hvar í þing- ræðislöndunum um þessar mundir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.