Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1927, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1927, Qupperneq 3
28. jan. ’27. LJtSBÓt MOMTTMILAMnft 19 segja, að eftir nokkra daga kora annað skipið til KefLavíkur og hafði þá sögu að segja, að skömmu eftir að skipin ljetu út frá Grinda vík, hefði þáu orðið viðskila, og hefði þeLr seinast sjeð það til hins skipsins, „AnLaby“ að það stefndi f'rá landi og stóð einn maður í stýrishúsi. Síðan hefir það skip ekki sjest.* Daginn eftir að skipin þessi tvö ljetu í haf frá Grindavík, fór mað- ur þaðan niður til sjávar til þess að gá að kindum. V.ar þá kom- ið hram undir hádegi og komið gott veður. En er hann kom nið- ur fyrir sjávarkambinn milli Húsa tófta og Járngerðarstaða, rekst hann þar á sjórekinn m.ann í fjör- unni. VLrtist honum sem líf mundi leynast með manni þessum og að hann mundi nýkominn á land. — Var hann með belg á baki, kom- inn upp úr fjörumáli og lá þar hjá honum annað stígvjelið í fjör- unni, og varð eigi annað sjeð, e:u maðurinn hefði sjálfur dregið það af sjer. Maður sá, er líkið fann gerði þegair aðvart. Hreppstjórinn, Ein- ar Jónsson á Húsatóftum skarst í leikinn. Var hinn sjórekni mað- ur þeg.ar fluttur til kirkju. Þang- að kom maddama Helga Ketils- dóttir, systir Ólafs bónda á Kai- manstjörn, og gerði á honum tvær lífgunartilraunir. — En þær reyndust báðar árangurslausar og veitti þá maddama Helga líkinu nábjargirnar. Þegar eftir að fyrsta líkið fanst var gangsköff ger að því að leita í fjörunum og komast eftir því hvar skipið mundi vera og hvort enginn hefði komist af því lífs á land- Sú leit reyndist svo, að at skipinu fanst rekið borðstokkar, stefni og „hekk“. Nokkuru síðar fanst eitthvað rekið taf kolum, eu aldírei fanst neitt af innanstokks- munum skipsins nje áhöldum. En úti í lóni, sem er rjett fram af svonefndum Brunnum fundust lík 10 manna. Voru þau slædd þar upp. Sex líkin voru .allsnakin að öðru leyti en því, að eitt þeirra var með mittisól- Af þessu mátti * Talið er, að skipið muni hafa farist iaðfaranótt 14. jan. sjá það, að þessir menn höfðu drukuað í svefni, eða skipið fa.v- ist meðan þeir lágu í hvílum sín- um. En lík skipstjórans fanst ekki og hefir ekki fundist. Þó gekk sú saga, að lík hans hefði rekið og verið höfuðlaust. Var það af ýmsum tekið sem tákn þess, að forsjónin hefði viljað refsa hon- um fyrir framferðið á Dývrafirði. Menn eru gjarnir á að trúa slíku og því fjekk þessi saga svo byr undir vængi að hún barst um land alt. En það vitum vjer sannast um þetta að segjrn, að ástæðan til þess, að þessi saga kom upp, mun vera sú, að ellefta líkið sem náð- ist, var mjög skaddað á höfði, svo mjög, að vart mundi þekkj- .anlegt þeim, er manninn þektu í lifanda lífi. En eigi var það skip- stjóri.------ Að undirlagi sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu rann- sakaði hreppstjóri nákvæmlega, hvort eigi væri nein merki á lík- unum, er vinir eða vandamenn gæti me*-kt af hver maðurinn væri. Sýslumaður mun einnig hafa lagt svo fyrir, að sæist engin merki (tatoveringar) á einhverju líki, þá skyldi .aðgæta hvort eigi mætti ráða það af öðru hve,r maðurinn væri, t. d. hvort ekkert væri í v.asa líksins er benti á það, eða þó ekki væri annað en hringur á hönd með stöfum. Nú vildi svo til, að af þessum ellefu líkum voru 10 með merki á handlegg eða hönd, en ellefta lík- ið ekki. En á hönd þess var ein- buguæ- Vegna þess að höndin var sollin, varð honum ekki náð ■af, nema því aðeins að hann væri sagaður sundur. Var til þess feng- inn maður frá Stað, Sigurður Hjeronýmusson að nafni. Fund- ust þá innan í hringnum stafir. Skrifaði hreppstjóri þá hjá sjer, en ætlaði jafnfr.amt að senda hring inn til skipafjelagsins er skipið átti, svo að hann kæmist til ást- vina mannsins. Nú voru smíðaðar kistur að öll- um þessum líkum og þau kistu- lögð. Þá v.ar það annaðhvort nótt- ina á eftir, eða næstu nótt, að mann, sem býr i Bergskoti, og Bjarni ólafsson hjet, dreymi*- það, að maður kemur á gluggann hjá honum. Bjarni þekkir eigi þenn- an m«ann og hefir aldrei sjeð hann fyr. Þessi maður talar til Bjarna og biður hann að sjá svo um, að hann fái aftur það, sem tekið hafi verið af sjer. Um morguninn segir Bjarni þenna draum sinn, og þótti hann undarlegur. Var þá gestkomandi hjá honum Sigurður Hjeronýmus- son, sá, er fyjr getur. Þeg.ar hann heyrði drauminn, brá honum í brún og hugsaði með sjer eitthvað á þessa leið: „Það skyldi þó aldrei hafa verið maðurinn, seni jeg sag- aði hringinn af, og nú hefir vitj- að Bjarna í draumi, og ew að kalla eftir hriiignum?“ Þetta var þó þeim mun ólíklegra sem Býarni liafði eigi hugmynd um hringinn. Samt sem áður fer Sigurðiw heim til hreppstjórans; en hvað þeim fór á milli, eða hvort sýslumanns naut líka að, vitum vjer ekki. En hitt en víst, að afráðið var það, ,að senda hringinn eigi af landi brott, heldiw skyldi hann leggjast í kistuna hjá því líki, sem hann var af tekinn. En nú stóðu þar 11 kistur, og allar eins. Var því vandi að finna m.anninn, sem hringinn átti. Þá voru fengnir til þess trúverðugir menn að brjóta upp kistxwnar og skila hringnum. Ekki hittu þeir á rjettu kistuna fyrst, sem ekki var von, en í þriðju kistunni lá sá rjetti. Var nú hringurinn lagður í kistuna hjá honum, kistunum öllum lok- ,að, og síðan hefir eigi orðið vart við þennan mann. Mennirnir þessir eru grafnir í Grindavík, allir í sömu gröf. Sú gröf sjest enn þá í Grindavík. — framandi og nafnLausra sjómanna giröf — en enn veit hvert manns* barn þar syðra hvar hennar er að leita. Nú er stutt eftir af þess,<iri sögu, en þó verður að bæts nokkru við. Það var nokkuru eftLr jarðar- förina, ,að stúlku á Stað, Mar- grjeti Salomonsdóttur að nafni, dreymin það, að hún er þar í rúmi sínu inni í baðstofu. Þykir henni þá maður koma upp í stigagætt- ina. Hann ávairpar han.a og segist vera kominn til þess að þakka fyrir sig og fjelaga sína. „En eitt þykir mjer verat,“ bætir h,ann við,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.