Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1927, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1927, Blaðsíða 4
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. jan. '27. X „að eigi skyldi jafn mikið haft við okkur alla." Jeg sel það ekki dýrara en jeg keypti, að stúlkunni fanst þetta vera sá nviður frá „Anlaby", er fyrstur fanst Var nú margt rætt um drauni þennan og fanst mönn- um ólíklegt, að hann ætti við nein rök að styðjast, ef svo væri aS hqim ætti að eiga við sjóreknu mennina af „Anlaby", því að eng- inn vissi betur en að líkum þeirra allra hefði verið gert jafn hátt undir höfði og sami sómi sýndui. En þó varð það sí&ar nokkuiu, er menn hugsuðu sig betur um, að annað varð uppi á teningnum. Jafnóðum sem líkin fundust, voru þau borin í kirkju. Báru ým- ist 4 eða 6 menn hvert lík og um leið' og þ:iu vo*ru borin inn úr kirkjudyrum, var klukkum hringt og sunginn sálmurinn: „Jurta- garður er henrans hjer." En af einhverri vangá, er eigi varð kunn ugt um fyr en síðar, höfðu buirð- armenn eins líksins borið það svo í kirkju >að yfir því var hvórki klukkum hringt nje sálmur sung- inn. -<m*—— 5tyrjölöin í Kína. Forspilið. Þegar eftir að keisarastjórninni var steypt af stóli í Kína, fór að koma los á ríkisskipunina, og þeg- ar Yuan Shi Kai forseti ætlaði að gera sjálfan sig að keisara 1917 hóf Sun Yat Sen uppreisn og stofn- aði hið suðra'na kínverska lýðveldi. Varg hann forseti þess og hjelt ]>eirri tign til dauðadags (1925). En á þessum árum risu npp margir l>yltingaforingjar. Má þar til nefna Chang Tso Lin, sem lagði undir sig Manohuríu, Wu Wei Puh, sem lagði undir sig Yangtse-hjer- ðin og Sun Chuan Fang. sem lagði undir sig hjeruðin umhverfis Shanghai. — Eiga þeir allir merkilegan lífs- feril að baki, en Chang Tso Lin þó merkilegastan. Hann er nú tæplega iimtugur að aldri, sonur fátæks bónda skamt frá Mukden. Þegar hann var 15 ára, varð liann að fara að heiman til þess að vinna fyrir sjer. Þá var það, að ræningjar mntu húsbónda hans tvisvar sinn- utn. Pilturinn fór þá að hugsa um það, að betra væri að ræna en að vera ræntur og gerðist hann þá stigamaður. Söfnuðust brátt að hon- um ýmsir landshornamenn og ger-ð- ist hann foringi þeirra. Smám sam- an óx honum fiskur um hrygg og þar sem hann hafðist við á rúss- ^esku landanuerunum og gerði oft l'.erhlaup inn í Síberíu, þá tók Ri'issum ekki að lítast á blikuna. Sendiherra þeirra í Peking krafðist þess af stjórninni, að hún tvístraði óaldarflokki hans. Það var hægra sagt en gert, en Kínverjar leystu vandann á sína vísu. Stjórnin gerði nvningjana að hermönnum og skip- aði Chang foringja þeirra með kap- teins nafnbót. Fengu þeir nú vopn og skotfæri og allan iitbúnað frá ííkinu. 1906 var Chang gerður að tvífylkishöfðingja í kínverska hern- i'in. 1911 varð hann yfirhershöfð- ingi í Mukden og jafnframt borgar- stjóri þar 1916. Árið 1918 var hann gerður að yfirhershöfðingja alls hersins í Manehuríu og einnig í Mongólíu 1921.------- Árið 1920 koma Bolsar í liúss- landi til sögunnar og hefir síðan verið stöðugur undirróður af þeirra I-.álfu í Kína. A þessum árum hafa aðallega risið upp margir uppreisn- arforingjar í Kína og sumir hafa hugsað sjer svo hátt, að komast i keisarastól. Styrjöldin byrjar milli ("hang Tso Lin, sem er svarinn óvin- ur Bolsa, og Wu Wei Puh. Síðar skerast í leikinn „hinn kristni hers- löfðingi" Feng Hu Ilsiang og Chang Kai Shek, foringi Kanton- liersins. Þegar hann kemur til sög- unnar verður mikil breyting á. Þá fara hinir smærri uj)i)reisnarfor- ingjar að selja liðveislu sína og ganga á mála hjá hinum stærri. Og þar sem tilgangur þeirra flestra var aðeins sá, að afla sjer fjár með rán- iira og gripdeildum, þá var auðvelt að kaupa liðsinui þeirra, gegn sæmi- kgri þóknun og loforði um, að þeir mætti fá alt það herfang, er þeir kæmist yfir. Með þessu skýrast þær sögur, sem ganga um rán, brennur og önnur hermdarverk í borgara- styrjöldinni. Mannfall hefir orðið litið í orustum, þótt um stórorustur væri talað. Aldrei var barist til þrautar. Sá, sem sá sitt óvænna. uró sig þegar í hlje til þess að spara menn sína og missa ekki fengið fje. Undirróður Rússa. Rússar hafa notað sjer þetta á- stand vel. Vegna Japans þorðu þeir ekki að skerast í leikinn sjálfir, en með mútugjöfum hafa þeir keypt ymsa uppreisnarforingja og sigað oðrnm saman. Er þetta einn liðuv- inn í því starfi þeirra, að koma á alheimsbyltingu. Þegar þehn mis- tókat það í Evrópu, sneru þeir sjer til Asíu. Wu Wei Puh gerðist þeirra maður og hefir þegið af þeim stór- f je. Svo gátu þeir mútað Kuo Sung Ling, aðalforingi Changs Tso Lin, til þess að svíkja hann. Varð Chang þá að hörfa alla leið til Mukden og virtist gjörsigraður. Rússar voru á- na'gðir. En svo bíður Kuo ósigur hjá Mukden, er tekinn liöndum, hálshöggvinn og höfuð hans fest upp á staur á aðaltorgi borgarinnai'. Betur tókst Rússum með Feng Yu Hsiang. Ilann hafði sagt skilið við Wu Wei Puh 1923 og safnaði liði sjálfur, sem hann nefndi „þjóð- arher". Var honum þrískift. Frá Rússum fjekk Feng peninga eins og Iiann þurfti, herforingja og her- f,ögn. Hann hafði sett sjer það mark og mið, að reka alla útlendinga úr landi og gera Kína að ráðstjórnar- ríki eftir rússneskri fyrirmynd. — Meðan þeir Chang og Wu börðust, liotaði hann tækifærið til þess að leggja undir sig mörg hin norðlæg- ari hjeruð, braust inn í Chihli og náði Peking á sitt vald og litlu síðar Tientsin. Hershöfðinginn þar, Lin Ching Li varð að yfirgefa borg- ina og hörfa undan suður í Shan- tung. Styrjöldin í Norður-Kína. I stríðinu milli þeirra Wu og Chang hafði Feng veitt Wu lið og það varg til þess, að Chang fór liverja hrakförina af annari. En er Feng gerðist all-umsvifamikill og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.