Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1927, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1927, Blaðsíða 8
24 LESBOK MORGUNBIiABSINS 23. jan. '27. af, hefði unnið til þessara mann- úðarverðlauna Nobels- ,,Aftonbladed" tekur í sama strenginn. Það segir, að friðar- verðlaun megi alls eigi veita þeim mönnum, sem hafi þau stö>f með iiöndum ,að brugga launráð og gera svikakeðjur milli þjóðanna, eins- og stjórnmálámönnunum hætti til. Það var búist við J)ví, að þe'r Ktresemann, Briand og Oh.amber- lain mundu allir koma til Ósló í þessum mánuði til þess að taka á móti verðlaununum og að fever þeirr.a mundi flyt.ja fyrirlestur við það tækifæri. Jeg hata þig. Grænlandsmynd. Nýlega hafa Danw tveir tekið kvikmynd í Grænlandi, er skýrir frá lifnaðarháttum Eskimóanna, landslagi o. fl. Er látið af því, að myndin sje fræðandi. Væri vel til fundið, ef hægt væri að fá myndina sýnda hjer; því svo mikið er talað og hugsað hjer um Grænland, að mörgnm mtindi mynd þessi kærkomin- Stjómmál og mannfræði. Frá því er sagt í þýsku lækna- riti, .að þingið í Bandaríkjuntt n hafi falið Dr. Mc Donald að mæla og rannsaka alla þingmenn i Bandaríkjunum, og ætli síðan ao láta irannsaka þingmenn í öðritm löndum á sama hátt. Er þett.a gert í þeirri von, að mælingamar kunni að sýna að flokka- og stefnuskifting á þingum standi i sambandi við skapnað mann.a, höfuðlag eða aðra eiginleika, er mældir verða. Próðlegt verður af sjá hvað út úr þessu kemtw. Norð- menn þóttust eitt sinn hafa fundið mikið samræmi milli höfuðlags 05 stjórnmálastefnu manna, þó ekki hafi allir viljað fallast á það. — Það skyldi nú fara svo ,að mann- frajðjngar finni betri aðferðir til þess að velja þingmenn helduv en kosningarnar eru. Má því lík- lega segja um suma fr.ambjóðend- ur, að þeir hafi verið mældir, vegnir og ljettvægvr fundnir. Jeg hata þig, hata þig, flagð, í hjarta mjer kveiktirðu eld, það vjelræði og villidýrsbragð, jeg v.araðist ekki þau kveld. Þú komst eins og engill frá ljóssins löndum, jeg Iauk upp og tók þjer með báðum höndum, nú tæpast jeg tnngunni veld. — Þá brostirðu skært og blítt, þá bauðstu mjer faðminn þinn, þá virtist þitt hjarta hlýtt, og hreinþveginn kyrtillinn. J»f krsti þig, vafði þig ástríkum armi, ást mín v.tr heilög og svall mjer í b«mi, J*|jF horfði í augu þín inn. — En ekkert í augunum sá*t, er ástsjúkan hreldi mig; þar ljómaði einlæg ást, / en ótrygðin faldi sig. Jeg kraup þjer og faðmaði fætur þína og fjekk þjer að leikf.angi dýrgripi mína og tilbað ng frreysti á þig. — En stutt var hún þessi stttnd, þú stökst í burtu frá mjer, og förinni á annars fund þú flýttir, og storkaðir mjer. Nú hlæ jeg oft kalt og harminum leyni, en hjarta mitt kólnaði og v.arð að steini, en áður va»r ljett mín lund. — J«t hata þig, hata þig «, þótt hafi jeg unn.að þjer, »f lát þitt heyrist, jeg hl» og hoppa og skemti mjer. Nii drekk jeg mitt staup, til að hefja minn hlátur, þótt hljómi hann líkt eins og kæfður grátur, •n gleði mjer gröfin ljer. — Jakob Ó. Pjetursson, firá Hranastöðum. -^aK?«^ laafoldarprentsmiSja h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.