Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1927, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1927, Síða 5
28. jan. ’27. LESBÓK MOBÖUNBLAÐSINS 21 hafði lagt Peking undir sig, leist hinum ekki á blikuna. Hættu þeir þá að fjandskapast og gerðu með sjer bandalag (að minsta kosti í bili) og gekk Lin hershöfðingi frá Tientsin í fjelag við þá um að klekkja á Peng. Var níi ráðist á „þjóðarherinn“ frá þremur hliðuin í senn haustið 1925 og stóð sú styrj- öld þangað til í haust. Þá hafði Feng mist Tientsin, Peking og alt Chihli-hjeraðið. Hörfaði hann 'með leifar hersins norður undir Mon- gólíu. Þar var stofnaö ráðstjómar- ríki í ófriðnum mikla, og er Mon- gólía í bandalagi við Rússa. Þarna tók Feng nú að endurskapa her sinn. Fól hann það undirforingjum sín- um, en fór sjálfur til Moskva. Það- an kom hann í september eða októ- ber í haust, með fullar hendur fjár. hergögn og annað. Síðan hefir hann haldið kyrru fyrir, en það er nóg til þess, að Chang hefir eigi getað tekið neinn þátt í orustum gegn Kanton-hermim. Styrjöldin í Suður-Kína. Þótt Rússum hafi eigi gengið nema miðlungi vel enn sem komið er í Norður-Kína, þá er öðru'máli að gegna í Suður-Kína. Þegar Sun Yat Sen dó 1925, gerðist Chang Kai Shek, yfirforingi í Kanton, for- seti hins suðræna lýðveldis. Hann er maður harður í horn að taka og hefir sett sjer það markmið, að gera Kína aftur að einu ríki og stjórna því sjálfur. Ilann ætlar sjer líka að taka öll forrjettindi af útlending- úm þar í landi. Rússar hafa veitt honum öfluga hjálp til þess að koma upp miklum og vel út búnnm her. ITafa þeir ausið í hami fje, látið hann hafa hergögn, flugmenn, flug- vjelar og hernaðarráðgjafa. Er því her hans langtum betur skipaður en herir hinna. Eftir fimm ára iindirbúning þótt- ist hann loks hafa komið því sldpu- lagi á her sinn, að hann gæti skor- ist í leikinn. Kanton-her Rrípur til vopna. í ágústmánuði í suinar ræðst Kanton-herinn vfir Hunan-hjerað og stefnir til Yochow. Skamt frá þessari borg eru liáðar stórorustur, miklu mannskæðari en áður hefir verið. Wu Wei Puh stjórnar sjálfur norða'nhernum, en bíður ósigur og Yochow fellur 2(i. ágúst. Fregnir hermdu það, að Wu hefði særst bættulega og nokkuð er það, að síð- an hefir hans eigi heyrst getið. Nú stefndi Kanton-herinn til Hankow, Hanyang og Wuehar.g, sem eru mestu verslunarborgirnar í Yangtse-dalnum. Hankow gafst eigi upp fyr en 10. október. Setu- liðið varðist hraustjega, þangað til því var mútað að gefast upp. Var þá orðið hræðilegt ástand í borg- inni og hrundu menn niður i'r hungri og harðrjotti. Sun Chuang Fang hershöfðingja i Shanghai lítst nú ekki á blikuna. Hann hefir þá yfir að ráða fylkjun um Anhui, Kiangsu, Chokiang, Fu- kien og Kuangtnng. Hann sker nú upp herör um öll þessi fylki og seg- ir Kanton-hernum stríð á hendur 9. september. Viku seinna byrja orust- ur milli Hunan og Kiangsi, en aðal- orustan er liáð lijá Nanchang, höf- uðborginni í Kiangsi. Þar bíður Sun ósigur og 7. október eru lier- sveitir hans hraktar inn í Chekiang- fvlki. Samtímis fer önnur deild Can- ton-hersins meðfram ströndinni norður yfir Fukiu og stenst ekki fyrir henni. Ilöfuðborgin Foochow fellur 3. desember og jafnframt seg- ii Checkiang-fylkið sig úr lögum við Sun. Litlu síðar fer enn einn hluti Kanton-hersins inn í Anhui- fvlkið og stefnir til Nanking. sem þar er aðalborgin. Og um áramótin liafði Sun eigi meira á sínu valdi en Kiangsu-fylki og hálft Anhui-fvlki. Skömmu eftir ósigurinn hjá Nan- ehang fór Siui levnilega til Tientsin til þess að hitta Chang Tso Lin og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.