Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1927, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1927, Síða 6
22 LBOÓK MOB«tJNBLAf>*INS 23- jftn. ’27. Chang Tsun Chang, yfirforingja í Shantung-fylki. Það er mælt, að Sun hafi fengig loforð um liðsstyrk, 150 þús. manna. Ctlendingahatrið. Chang Kai Shek er í rauninni blóðrauður Bolsi og hann ætlar sjer að svifta útlendinga öllum þeim sjerrjettindum, er þeir hafa haft í Kína. Var því eigi nema eðlilegt, að útlendingahatrið brytist út í ljósum loga undir eins og hann fór á kreik og magnaðist smám saman eftir því, sem hann vann fleiri sigra. Sjer- staklega hefir borið mikið á þessu í borginni Hankow. Þar er mikið af útlendingum og eiga Englendingar þar sjerstaklega mikilla hagsmuna að gæta. Þeir settu þar sjólið á land til að verja borgarhluta sinn og herskip voru þar á ánni, en þegar lýðurinn gerði sig líklegan til þess að ráða á Englendinga, vildu þeir ekki skjóta á hann. óttuðust þeir eftirköstin. En lýðurinn heimtaði, að hermenn Breta færu um borð í skipin og varð svo að vera. Her- menn Chang Kai Sheks tóku þá að sór vernd borgaranna í þeim borg- arhluta, en lýðurinn reif niður öll strætisvirki, sem Bretar höfðu gert sjer. Sáu Bretar sjer þá nauðugan einn kost að senda þangað fleiri herskip og flugvjelar. Prakkar, Jap- anar og Bandaríkjamenn hafa einn- ig sent þangað herskip og til fleiri borga í Kína til þess að vernda þegna sína. Afstaða stórveldanna. Rjett eftir jólin sendi utanríkis- ráðunevti Breta tilkvnningu til allra þeirra ríkja, er skrifuðu und- ir Washington-samþyktina (um íhlutun í Kína). Er þar farið fram á það, að samningsríkin gefi út yf- irlýsingu um það, að J)au sje fús á að endurskoða samningana við Kínverja og íhuga öll deilumálin, undir eins og komin sje á sú stjórn i Kína, sem stórveldin geti viður- kent. Hafa Belgar, Prakkar, ítalir, Japanir og Bandaríkjamenn fallist á þetta. Síðan gerðu Bretar full- trúa sinn, Miles Lampson, á fund Chang Tso Lin með þá málamiðl- an, að Kínaveldi yrði skift í tvrö riki og skyldi Yangtse-áin skifta ríkjum. ykyldi Chang Tso Lin stjórna norðurríkinu, en Chang Kai Sliek suðurríkinu. En það var ekki við það komandi. Cliang Tso Lin benti Lampson á það, að það hefði aldrei komið fyrir, að Suður-Kín- verjar næði völdum* í landinu, en það hefði þráfaldlega komið fyrir um Norður-Kínverja. Síðan fór Chang Tso Lin til Pek- ing tíl þess að mynda þar stjórn, því að stjórnin Jrar — sem í raun- inni hefir eigi verjð nein stjórn síðari árin — hafði sagt af sjer. Er J)að ætlan manna, r<ð Chang muni ætla að endurreisa keisara- dæmið, annaðhvort með því að setja einhvern af gömlu keisaraættinni í hásæti, eða að gera sjálfan sig að keisara. Chang Kai Shek ávarpar U. S. A. Ut af tillögum Breta liefir Kan- ton-stjórnin sent Kellogg, utanríkis- ráðherra U. S. A., skeyti. — Segir stjórnin, að afstaða stórveldanna sje aðeins til þess að lengja borg- arastríðið, og tefji þannig fyrir því, að Kína verði frjálst og óháð út- lendingum. Jafnframt tilkynti stjórnin kon- súlum útlendra ríkja í Ilankow, að i'rá 1. jamáar mundi hún heimta 2%% toll af öllum innfluttum nauðsynjavörum og 5% af óhófs- vörum. Eftir þetta var sendiherra U. S. A. í Kína kallaður lieim til skrai's og ráðagerða, en í þinginu kom fram tillaga um það, að Bandaríkin semdu sjerstaklega við Kína, t. d. nm sjerrjettindi og rjett Kínverja . til þess að ákveða sjálfir alla tolla. Ummæli breskra stjórnmálamanna. Mac Donald liefir vítt bresku stjórnina fyrir það, að liafa eigi þegar viðurkent Kanton-stjórnina í Kína. Hún sje nú hin eina löglega stjórn þar í landi. Lloyd George hefir líka ávítað stjórnina fyrir framkomu hennar gagnvart Kín- verjum. ,,Hvað er það, sem Kín- verjar eru nú að gera? Ekkert ann- að en það, sem hver þjóð, er frjáls vill vera, er skyldug til, ef hún ber nokkra virðingu fvrir sjálfri sjer,“ segir hann, KEISARASKIFTI I J A P A N. Yoshihito Japanskeisari andað- ist á jóladaginn, eftir margra ár.a vanheilsu. Tók þá við iríki sonur hans Hirohito, sem í raun rjettri hefir verið ríkisstjóri hin síðari árin. Yoshihito keisari. Yoshihito kom til ríkis 1912 og hefir verið nýtur tríkisstjórnari. Hann hefir .að vísu eigi haft jafn mikil völd og forfeður hans, enda þótt alt framkvæmdavald eigi að vera hjá keisar.anum, samkvæmt, Sadako keisar.aekkja. stjórnarskránni 1889. Öldungaráð ið (Genro) hefiir nú mest völd í xúkinu og á seinustu árum er þing ið farið að láta nokkuð til sín taka. Sumarið 1921 ferð.aðist keis- arinn til Evrópu og hafði enginn Japanskeisari gert það fyir. Braut það í bág við aldagamlar reglur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.