Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1927, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1927, Side 2
82 sern sámu er, að þa er þjóðin sjáii þúsujid ára gömul. pá eru liðiu þús- uud ár frá stafnun hiiis íslenska þjóð veldis, þúsund ár frá því, er hinir dreifðu landshlutar komu sjer sama.i um sameigiuleg lög, eitt löggjafar- þing, eina dómstöð, einn rjett um land alt. Með þeirri samþykt er þjóð- veldið stofnað, og aðgreint frá öðr- um ríkjum. Er sá atburður ágætast- ur í sögu þjóðarinnar, að ógleymdu sjálfu landnáminu, Grænlands og Vín- landsfuudinum, og kristnitökunni. — Frá atburði þessum segir Ari por- gilsson hinu fróði á þessa leið: „pá es Island var viþa bygt orþit, þá hafþi maþr austrænn fyrst lög út hingat ýr Norvegi sá es Úlfljótr hjet, — eu þau váro flest sett at því, se n þá váro Golaþingslög, eþa ráþ Por- leifs ens spaka Hörþakárasonar váru til, hvar viþ scylldi auka eþa ai' nema eþa aunan veg setja. — — Alþingi var sett aþ ráði Úlfljóts oc •állra lanz- inauna.‘ ‘ — „pá lifðu margir landnámsmenn ok synir þeirra,“ bætir Landnáma við. pó Ari fróði skýri svo i'rá, „að lög hafi verið sett, sem þá voru Gula- þingslog eða ráð porleifs ens spaka HÖrðakárasonar voru til,“ ræður að líkurn að fremur hafi verið höfð ráð porleifs og annara ágætismanna, en Gulaþingslög, er í gildi voru í Nor- egi, en þar var konungsstjóru þá, og hún harla eiuráð. Hin fornu lög. pað er ekki kostur á að skýra fvá efni þessara fornu laga, til þess skort ir oss bæði tíma og þekkingti, en þó má geta þess, sem rnest er um vert, að' þáu voru reist á frábærri lífs- þekkingu, undursömu viti, og svo miklu sannsýni, að öllu er til skila haldið, að loggjöf þjóðanna á þess- um tímum komist þangað með tæruar, þar sem þaU höfðu hælana. I þeim kemur fram einkenni það, sem sjer- eign er norrænnar menningar og þó einkum þjóðar vorrar í fornri tíð, hin lipra, sveigjanlega, samúðarkenda rjett sýni, samfara heilbrigðu viti, sem hvergi er einstrengingsleg, en víkitr þó aldrei frá því sem rjettast verður vitað. Er það mjög í mótsogn við hinn óþjála og einstrengingslega anda ú- norrænna laga, er byggja frá grunni á forsendum eða bókstafahelgi, hvort LÚSBÓÉ MORGUNBLAÐSÍNS . sem forsendurnar eru rjettar eða rangar. Mentalíf blómgast. Undir slíkum lögurn gat blómgast margþætt mentalíf. Lögin studdu að því. Hver leitaði sinnar opinberunar í viðburðarás lífs og tíðar. Heims- skoðuniu var gætiu, hófleg, sannleiks- leitandi. — Hverju eittu var funditm staður og takmark eftir hinni óskeik- ultt tilvísun lífsreynsluunar sjálfrar. petta þroskaði einstaklingshyggjuna, jafnframt því sem það dýpkaði frelsis og sjálfstæðistilfiuninguna, og styrkti drengskaparlundina. Siðferðiskenningarnar. Hiuar fegurstu siðfræðiskenningar spruttu svo upp af þessu, sem og hinar djúpsæjustu heimspekisályktan- ir. Hin knýjandi leit eftir sannleik- anum þrýsti lotningunni fyrir viti og þekkingu inn í anda og merg: „Byrði betri berrat maðr^ lirautu at, eun sc manuvit mikit,“ stendur í hiuuin helgu ljóðum, og ennfremur þetta: „Ósnotr maðr þykkist alt vita, ef á sér í vá veru. Hittki hann veit hvat hann skal vit kveða, ef haus freista firar.“ Og er það sem mælt til þess mannfjelags, sem kvíað þykist hafa allan saunleikann. Mannþekkingin og þráin til samlífs og fjelagsskapar lýs- ir sjer kröftuglega: „Athvarf mikit er til ills vinar þótt á brautu búi, en til góðs vinar liggja gagnvegir þótt hann sé firr fariun.“ Lífinu ber að lifa eftir mælikvarða dáða og dreng- skapar. Hverjum er best farið. „Án við löst at lifa.“ Viðskifti mannanna sjálfra byggist á sanngirni og mann- úð. „Bú þú vel vit nábúa þíua,“ sagði Gestur hinn spaki Oddleifsson. Ótt- anum sem siðgæsluafli í hegðun og hugsunarhætti er útbygt, og befir siða kenning mannkynsins hvergi komist hærra. Orð Snorra goða: „Um hvat reiddust goðin þá, er hjer braun hraunið, er'Tiú stönduui vér á,“ slá vopn úr hendi þess bugsúnarháttar, er hefta vill skoðanafrjálsræðið, og ógnar mcð- goða gremi er hann þrýt- ur rök. Lögin voru lífsskoðun kinnar ungu þjóðar, dregin saman í gagnorð sann- mæli og leiðbeiningar fyrir að lifa, er eftirskildu hverjum og einum það, sem mestu varðaði, að ráða lífi sínu og gera sem mest úr því. pau voru frækomið, er upp af spratt einstæð ' * og sjerstök menniug, er djúpar ræt- ur á enn í þjóðlífi voi-u, er í mót- sögn gengur við meginþorra allrar rjettarskipunar, trúar- og siðasþeki veraldar, þótt vjer ójafnast tökum eftir því. Jafnvægið er sanngirni. —- Jafnvel faðir ljósanna er ekki upp ýfir það hafinn að vera sanngjarn. Enginn er svo vondur, að ekki beri að auðsýna honum sanngirni. Guð- mundur góði samþykkir „að einhVers staðar verði vondir að vera.‘‘ Ekk-’ crt særir rjettlætistilfinninguna dýpra sári en ósanngirnin, sjálfsagt vegna þess, að hún er lundarlag ódrengskap- arins, samkynja yfirganginum, níðsi- unni á lítilmagnanum. Tylftardómurinn, eða Lögrjettudóm- urinn, er grundvallaður á þessari jaiii vægis kenningu alls rjettlætis. pað er ekki einhlítt, að einn leggi dóm á hinn áfelda, halin er líklegri til þess að njóta fulls rjettar, ef fleiri hlýða á sakir og skera úr. Petta er að rjettu lagi talið tylftardóminum til ágætis, og því kefir hann svo víða verið tek- inn upp. Breska ríkið færir honum þetta til gildis, og vill þaðan hafa orðstír sinn fyrir „fair play‘ ‘ — sanngirni. — pað minnir lielst, að það hafi fundið hann upp og sje móð- ir hans. Maður spyr nú svo sem ekki að því móðerni! Eftir að Alþingi er sett, verður Is- land að höfuðbóli fræða og lista meun ingar og sjálfstæðis, skáldskapar og farmensku. pað ber ægishjálm yfir öll Norðurlönd og þau ríki, sem þá eru kunn. — pað er eina þjóð- veldið á þeim tíma í víðri veröld. Vís- indi blómgast; synir þess lagfæra tímaskekkjuna, „að sumri munar tii vors, og vetri til sumars,“ þeir finua og nema Grænland; þeir kanna heim- skautahöfin og finna Svalbarða; þeir sigla yfir Atlantshaf og finna Vín- laud; þeir frelsa hina fornu siðmenn- iugu, sem þá er að týnast; þeir skrá- setja og skapa langan og merkilegan kafla maunkynssöguuuar. Varðveitslu þessa alls eigum vjer Alþingi að þakka í beinum og óbeinum skilningi. ping- ið er samgróið lífi þjóðarinnar, örlög- um hennar, sál og sögu, öllu sem vjer eigum best að erfðum og innræti. Árið 1930 er stofnun þessi — þessí aflgjafi þjóðarinnar — þúsund ára, Og það er í tilefni af því, að talað er um þessa ferð hjeðan og heim. Er það þá ekki sanngjarnt, er vjer at- hugum þýðingu þess atburðar, að ferð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.