Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1927, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1927, Side 4
84 LESBÓK MORQUNBLAÐSINS Ekki má ætla skeföur en f.jára mán- uði til fararinnar. rerðaáætlun. Yiðkomustaðir eru sjálfsagðir, er því vandalítið að semja ferðaáætlun. Á austurleið vrði fyrst komið við í Dýflinni á írlandi, hinu forna höf- uðbóli norraanna höfðingja og land- námsmanna íslenskra, þá í Mön, Suð- ureyjuni og Orkneyjum, og heilsað upp á Torf-Einar, Sigurð jarl og Rögnvald kala, og aðra góðvini frá fornöld. Haldið yrði svo þaðan rak- leitt til Revkjavíkur. Eftir hálfsmán- aðardvöl í Re.vkjavík yrði siglt kring- uni iand, og komið við á helstu höf- uðstöðum austan, norðan og vestan. Má ætta mánuð til þeirrar ferðar, og geta þá þeir er vilja, farið af skip- inu á þeim viðkomustað, sem næstur er átthögum þeirra, og komið til móts við það á hverjum þeim viðkomustað, er hentugastur þykir. í bakaleið yrðí staðið við um hríð í Rvík, og á útleið komið við í Vestmannaeyjum og Pær- eyjum og heilsað upp á pránd í Götn. Paðan yrði svo haldið til Prándheiins í Noregi, og eftir stutta viðdvöl suð- ur með Fjörðum upp til Óslóar og Gautaborgar í Svíþjóð, suður með landi og austur fyrir til Málmeyjar og Khafnar, frá Khöfn til Stokk- hólms og Uppsala; þaðan til' Visby á Gotlandi, en þar er flest minja að sjá á Norðurlöndum, í húsum og hátt- um frá miðöldunum. Allir þessir stað- ir eru frægir og helgir í sögu og minningum Norðurlandabúa. — Frá Visby vrði haldið gegnum Kielskurð- inn til Rúðu í Normandíi, og svo það- on til Lundúna á Englandi. I Lund- únum yrði tafið nokkra daga, og að því loknu haldið heim aftur. — Frá Montreal yrði ferð hagað á sama hátt tii Winnipeg og áður var farið aust- ur. — Farareyrir. Hvað myndi nú ferð þessi kosta ? Eftir núverandi verði á farbrjefum myndi hún verða nokkuð dýr. Far- brjef á öðru farrými til íslahds, ef farið er skemstu leið, kostar um $ 450 fram og til baka frá Winnipeg, og þó ótaldir fæðispeningar, þar sem við- staða er nokkur. Sjáanlega hefði al- menningur ekki ráð á að fara þvílíka ferð, ef borga þyrfti hlutfallslega við það. Svo að almenningur gæti hugs- að til fararinnar, mættj ferðakostn- aður allur ekki fara fram úr $ 500— $550 á mann, og yrði samt fullmikilt. Hann mætti helst ekki fara fram úr $ 350, auk ferðalags upp um sveitir á íslandi. Mjer finst hugsanlegt, að hann þyrfti ekki að verða meiri, of rjett væri með farið. Sá afsláttur ætti að fást er samið er um flutning í sva 'stórum stíl. Fyrsta sporið til samninga ogþeirra ráðstafana, er gera þarf, er að pjóð- ræknisfjelagið boði hjer til almenns fundar með nægum fyrirvarn, svo að þeir geti sótt fundinn sem vilja, og heima eiga utan bæjar. A fundinum yrði mál þetta rætt og kosin nefnd til þess að hafa það með höndum. - - Til þeirrar kosningar yrði að vanda vel og nefndin að vera skipuð mönn- um, er bæði eru hagsýnir og stjórn- samir. Hið fyrsta verk nefndarinnar yrði að leitast fyrir um samninga við sambandsstjórnina og þjóðbrautina um flutning. Að fengnum viðunanleg- úm kjörum, yrði hún að byrja á því að láta fólk skrifa sig. Fje hefir al- menningur ekki svo handa á millum, að hann geti svarað út $ 400—$ 500 með fáeinna vikna fyrirvara. Hyggi- legast virðist því að nefndin, eftir að hún er tekin til starfa, er helst þyrfti að vera á þessum vetri, byri- aði reikning við fylkisbankann, eöa einhvern annan áreiðanlegan banka lijer í bæ, og gerði fólki kost á að smádraga saman upp í ferðakostnað- inn, legði þá peninga, er henni væru sendir, á vöxtu, og væru þeir svo geymdir þar, uns haldið væri af stað, Með þessu móti myndu margir get.i safnað nógu til ferðarinnar á þrem- ur árum, er annars yrði að sitja heima. Fram að marsbvrjun 1930 gerði nefnd- in hverjum heimilt að afturkalla fje sitt og hætta við ferðina, ef eitthvað það kæmi fyrir, er gerði honum ó- kleift að fara. Fjeð væri víst og á- vaxtað og enginn misti neins í við, að hafa skrifað sig. Sjálfsagt væri að nefndin gæfi fyrir sig fullkomið veð, og frá öllu væri gengið sem tryggast. Margt fleira en á er drepið, kemur til greina áður en undirbúningi er lokið. Kostnaður við nefndarstarfið þarf ekki að vera mikill, og ekki er neinu Iiemur, er til niðurjöfnunar kemur. Má klípa hann af vöxtunum er allmiklir ætti að verða, ef söfnun- in gengur bærilega. — Með skipinu þyrftu að vera menn, er flutt gæta Að undanförnu hafa pjóðverjar keypt ýmsar dansakr eignir í Suður- Jótlandi og hefir Dönum eigi litist á blikuna og óttast að pjóðverjar muni ætla að sölsa undir sig á þennan hátt allar landeignir í syðstu sveitunum. Hafa Danir í Suður-Jótlandi því stofnað með sjer fjelagskap, sem þeu' nefna ,,Landeværn“ og er formaður þess Hans Andersen, sem hjer birtist mynd af. erindi um ísland, og hina fornu fje- lagsskipun þess, á tungum þeirra þjóða er heimsóttar væru. Á þann hátt yrði land og þjóð kynt út á við, svo að aldrei hefði betur verið. Hve stórkostlegan hag að þjóðin hefði af því, fáum vjer ekki gert oss hugmynd um í fljótu bragði. Sem gefur að skilja, eru tillögur þessar eigi annað en bendingar. Um sumar hefi jeg hugsað nokkuð, um aðrar öllu minna. En eitthvað svip- að þessu verður að gera, ef nokkrir að ráði eiga að vera undir það bún- ir, að sækja hátíðina að þremur árum liðnum. Vjer skulum hafa það hugfast, að hvort heldur fara hjeðan margir eða fáir, þá verður Alþingi þúsund ára gamalt árið 1930. Er þá ekki þeirri spurningu auð- svarað, hvort muni fremur auka á virðingu vora, að vjer eyðum f je voru til fánýtra kanpa og gagnslausra skemtana, eða að vjer söfnum fje til fararinnar — hvort muni sæma oss betur, að sitja kyrrir eða sækja há- tíðina, á þann hátt, að vakið geti at- hygli veraldar á landi voru, sögu og þjóð ?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.