Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1928, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.04.1928, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 133 Um búningsmálið. Eftir Jóhönnu A. Hemmert. Síðan „Hið íslenska kvenfjela<;“ fól okkur þ'rem konum í fyrra vor að vinna að heppileguni breyting- um á upphlutsfötunum ísl., hefir það verið mjer áhugamál. .Teg gerði í haust tilraun, og saumaði tvenn upphlutsföt, og veit jeg ekki annað en að þar spm þau háfa verið sýnd, hafi konum geðjast vel að breytingunum, en annars hefir mjer fundist vera hljótt um þetta mál. Nú sje jeg, að nokkur orð, sem jeg skrifaði í „Hlín“ síðast- liðið ár, hafa gefið konu tilefni til að skrifa grein' í Lesbók Morgun- blaðsins 15. janúar þessa árs. Það er helst úr víðsýnisáft sem nýungarnar eiga byrs von, en þótt þessi grein komi máske ekki úr þeirri átt, vona jeg að hún geti orð- ið málinu til gagns, að því leyti, að hún verði til að vekja meiri at- hygli á því. Mjet virðist að frk. Sólveigu Bjömsdóttur hafi vantað góðan vilja til að skilja tilgang greinar minnar í „Hlín“. Málefn- isins vegna finn jeg mig kniiða til að svara grein hennar að einhverju leyti. Það er gott og sjálfsagt að varð- veita alt það verðmæti, sem við tökum í arf frá liðna tímanum, en • sjeu það ekki aðeins fornminjar, þá verðum við að sjá því fyrir skilyrðum til að lifa áfram og festa rætur í nútímanum. Þannig hefir það verið hingað til með þjóðbún- inga vora. Berum t. d. saman peys- uná með slifsi eins og hún er nú og eins og hún var fyrir 5Þ árum síðan. Þær breytinga'r á upphluts- fötunum, sem jeg hefi hugsað mjer eru aðallega að stytta pilsið ,og hafa það ekki eins vítt, að svarti liturinn sje ekki einráður og svunt an ekki sjálfsögð. Frk. S. B. er á móti öllum breytingum, og heldur því fram, að þær spilli því þjóð- lega í búningnum. Hvað litnum viðvíkur þá voru það einmitt gömlu konurnar sem höfðu mislit skautföt, samhliða þeim svörtu. — Listamaðurinn • Sigurður Guð- mundsson setti svarta litinn í há- sætið. Frk. S. B. kallar bréytingar Sigurðar Guðmundssonar litlar, það er hennar skqðun. Jeg kalla þær talsvetrðar, þegar jeg lít á mynd af gamla faldbúningnum. Því miður er enginn af giindu mis- litu faldbúningunum á fornminja- safninu klæddir á ,,brúðu“, og er þess vegna erfiðara að gera sjer grein fyrir, hvað breytingin er mikil. Sniðið og jvipurinn á þessu upp hlutspilsi okkar er eins og á fald- búningspilsinu, þótt ekki sje það haft eins efnismikið. Það er kostur. Fötin verða ljettari og ódýrari. Annar kostur við brej’tinguna er sá, að hjer verður meira samræmi, ]>ar sem sama efni er liaft í bol og pils, eins og haft er í faldbún- ing og peysuföt, Það minnir mig á útlend áhrif að haí'a silki í5 b.ol og skyrtu, en klæði eða annað þykkra efni í pilsið. Annars virðist mjer frk. S. B. vera vonlítil um, að þjóðbúningar vorir eigi langa framtíð. Um ]>að, að ])jóðbviningarnir leggist niður, s.krifar hún: „Að allar aðrar þjóðir hafi líka sögu að segja? — Vald útlendu tískunnar er svo sterkt, að ennþá hefir engu öðru valdi þýtt að etja lcappi við það. Og svo virð- ist ætla að fara hjer. Ungu stúlk- urnar vita ekki, hvað íslenski bún- iugurinn kostar, nje heldur vita þær hvernig er að vera í honum, því að þær hafa aldrei í hann kom ið. Ungar stúlkur geta ekkert liugs að sjer yndislegra en að klæða sig, klippa sig, Iireyfa sig, brosa og renna aygunum eins og þessi eða hin bíóstjaman. Um þær er hugs- að og talað öllum stundum." Ur því ástandið er svona óskap- legt í augum frk. S. B., því þá að berjast á móti tilraunum okkar. Hún ætti að gefa okkur næði til að sýna í verki hvað það er, sem við viljum bjóða, áður en hún tal: ar mikið um „að afskræma þjóð- búninginn okkar eftir útlendum ])jóðbúningum, sem flestir eru meira og minna grímiibúningaleg- ir.“ (Á þetta að vera níð um er- Jenda þjóðbúninga?) Er eklíi held- ur snemt að hræðast, nð við mun- um raska „tign og smekkvísi“ þjóðbúninga vorra. Ákafi frk. S. B ætti víðan sjóndeiklarhring skil ið, en lýsing hennar áungu stúlkun um-okkar á ekki við ]vær, sem jeg þekki. Ennþá eru margar stúlkur, sem vita hvað það er að vera í ís- lenskum búningi, og tala ]>eirra myndi ekki lækka, |>ó að npphluts- fiitunum yrði brevtt, svo að Ijett- ara og þægilegra væri að lireyfa sig í þeim, og þær fengju að velja þanp litinn á þau, sem hverri ein- stakri færi best. Frida Hemmert í upphlutsbúningi, sem móðir hennar hefir saumað. Upphlutsföt ])essi eiga að vera bæði hversdagsföt og skrautföt. Hvað gerir ]>að til, ])ótt einhver kunni að sjá skyldleika með okkar búningi og frændþjóðanna ? Ilvað mikið við íslendingar eigum sjálfir í þjóðbúningum voruin, er best að láta þá dæma um, er vit liafa á, en aðra ekki. Búningarnir eru jafnfallegir, og ættu að vera okku'r jafn kærir. Áhugi minn fyrir búningsmáli ]iessu er eldri en frá því í fyrra. Árið 1895 saumaði jeg mjer upp- hlut eftir gamalli fyrirmynd og notaði hann í viðlögum með peys- unni, meðal landa og Dana í Kaup- mannahöfn. Vildi sem sjaldnast, ganga á erlendum búningi, heldur sýna þjóðemi mitt. Að endingu set jeg lijer lýsing á fötunum, sem jeg hefi saumað: Pilsið hafði jeg liðuga hálfa aðra klæðisbreidd á vídd (ca. 220 cm.),

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.