Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1928, Blaðsíða 6
214
' KSBÓK MORGtJNBLAÐSlNS
Þar má líta halinn hruma,
horfinn gleði, dögum kvíða,
og unglinginn í æskublóma
eftir sínum dauða bíða.
Hjer eru menn á öllum aldri,
af öllum stjettum vorrar þjóðar,
allir sjúkdóms ánauð seldir,
allir biðja um stuudir góðar.
Þar er háður hildarleikur;
hels á vegum leiðir skilja;
aldrei nokkur manulífs máttur
má við auðvalds föðurvilja.
Enginn meira öðtum ræður,
okkur fangbrögð dauðans sanna:
Verða allir bekkjarbræður
í böli og stríði þjánínganna.
Vart því skulum vera að státa,
vcik sem reyrinn, eða hlynur;
við bognum, ef oss blæs á móti
og brotnum, ef oss liríð á dynur.
llljóðnar alt í liuga mínum.
Hjartað angri sem er vakið,
eins og leiftur lít jeg myndir,
lífsins þyngsta böl er vakið.
Pram við dyrnar föl og grátin
fátæk barnamóðir liggur.
Sá, er kynnist hennar högum,
hann mun ganga í burtu hryggur.
Líkaminn er sollinn sárum,
sundurkramið' hjarta í barmi;
alein má lnm vonlaus vaka
vinalaus, í þyngsta harmi.
Liðnir tímar ljóss og skugga
líða úr minuinganna hjúpi;
atvik löngu liðins tíma
lifa í insta sálardjúpi.
Bernskau trúði á blóma vegi,
bjartar þrár í sálu lilógu,
en við skort og skilningsleysi,
í skugga lífsins vonir dóu.
Ekki er vért að ýfa sárin,
eða lieiminn við að kvarta,
oft það hefði hún áður fundið
inst í sínu mædda hjarta.
Fyrir blessuð börnin smáu
bænir alla daga vaka:
lát ]>au ekki, ljóssins faðir,
líð'a vegna minna saka.
Bak við tjöldin tíðum falla
tárin hljótt um miðjar nætur;
þar eru helgar bænir beðnar,
bljúgri lund við drottins fætur.
Himnafaðir, þú einn þekkir
þjáningar og hugraun mína;
jeg kem með öll mín tár og trega
í trú á náð og miskunn þína.
O, þú faðir föðurlausra,
findu hæli í brjóstum manna
fyrir þá, sem.ennþá eru
úti í kulda lífsins fanna.
Breið þeim faðminn blítt á móti,
bú þeim ylríkt föðurhjarta;
lát þá finna, faðir hæða,
að' fyrir þjer er gott að kvarta.
Þjer að trúa og treysta, faðir,
tekur frá mjer allan kvíða.
Síðan hefi jeg sjeð og fundið,
sælast er að mega líða.
Kraftar þverra, kveldið líður,
komið er að dauðans nóttu;
sálin mun í sælli heima
svífa fyrir miðja óttu.
Úti í garði cr lítið' leiði,
lágt og vanrækt fram úr máta,
þangað koma engir utan
umkomulaus börn að gráta.
Guðrún Jóhannsdóttir.
frá Brautarholti.
Óskemtileg heimkoma
eftir 12 ára fangavist.
Þýskur hermaður frá þorpinu
Kees í Hannover kom nýlega heim
eftir 12 ára fangavist í Síberíu.
Rússar höfðu handtekið hann í
stríðinu og flutt hanu til Síberíu
— og þar gleymdist hann. Fjöl-
skylda hans hafði ekki frjett neitt
af lionum síðan árið 1918 og taldi
víst að liann væri dáinn fyrir
löngu. En austur í Síberíu var
liann þjáður sem þræll, og átti
mjög illa æfi. Loksins kom þó
lausnarstundin og hann fjekk að'
fara heim. Glaður í skapi og fagn-
andi fór hann rakleitt til þess
húss, sem liaun liafði áður átt
lieiina í. Og þar hitti hann konu
Marie Solovieff
dóttir Rasputins. Hún liefir vakið
á sjer athygli með því að krefjast
25 miljón franka skaðabóta af
þeim furstunum Pavlovitsj og
Jussopoff fyrir það að þeir drápu
föður hennar.
sína — en það varð euginn fagna-
fundur, því að nú var liún
gift öðrum. Hafði hún senj aðrir
ætlað að maður sinn væri dáinn,
og giftist öðrum og eignaðist með
honum börn. Vesalings heimkomni
fanginn vildi ekki gera kröfu til
konu og heimilis, sem nú var ann-
ars manns, fór burtu og settist að
á öðru landshorni.
Manntal í Rússlandi.
Samkvæmt seinasta manntali í
Rússlandi hefir það komið í ljós,
að þar voru 5 miljón fleiri konur
en karlmenn. Alls eru íbúar þar
147miljónir og af þeim eru 30 þús-
und eldri en 100 ára.