Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1928, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
215
Miss Amelia Earhart,
sem flarig yfir Atlantshaf um dag-
inn frá Bandaríkjunum til Ev-
rópu. Hún er fyrsta konan, sem
komist hefir í flugvjel vfir hafið.
Dðmkirkian í Kirkjubæ.
Verður hún fullgerð?
„Tingakrossur ‘ segir frá því,
að Norrænafjelagið hafi látið rann
saka hve mikið það kostaði að
fullgera dómkirkjuna í Kirkjubæ
í Færeyjum. Hefir Johan Meyer
prófessor reiknað það út, og kom-
ist að þeirri niðurstöðu að það
myndi kosta 252.800 krónur.
Ef ráðist verður í að fullgera
kirkjuna, er staðið hefir sem hálf-
gerð veggjatóft í margar aldir,
búast Færeyingar við því, að Norð-
menn styrki það verk. Nokkrir
skógaeigendur í Noregi hafa lofað
að gefa við þann er til þarf. En
eftir útreikningi prófessorsins
næmi sú upphæð aðeins 4% af-
byggingarkostnaðinum.
Blaðamaður: Þjer segist vera
sjötíu og níu ára. Hverju þakkið
þjer það helst, að þjer hafið náð
svo háum aldri?
— Jeg held að það sje því að
þakka að jeg fjeklt ágætt heil-
þrigðissalt í fyrra,
Krákódílaveiðar.
Enskur ferðamaður, sem R. St.
Barbe Baker heitir og mikið hefir
ferðast um Afríku, hefir nýlega
gefið út bók um ferðalög sin og
lýsir þar meðal annars dvöl sinni
hjá kónginum í Bennis-landi. —
Þar er heill þjóðflokkur, sem hef-
ir verið gerður að þrælum, og er
hann látinn hafa þá atviunu að
veiða lifandi krókódíla. Er krókó-
dílum þessum síðan fórnað við
blótveislur konungsins. Krókódíl-
arnir eru veiddir þannig, að skurð
ir eru grafnir inn í árbakkana og
inst í króknum er timburbúr og
geit í. Krókódílarnir finna lykt
af geitinni og hugsa sjer gott til
glóðarinnar. Fara þeir inn í skurð-
inn og ætla að gleypa geitina, en
það er sýnd veiði efi ekki gefin,
því að geitin er óhult í búrinu.
Þá ætla krókódílarnir að komast
út í fljótið aftur, en það geta þeir
ekki, því að skurðurinn er svo
þröngur, að þeir geta ekki snúið
sjer við, og aftur á bak geta
krókódílar ekki farið. Eru þeir
]>ví þarna í sjálfheldu og eru tekn-
ir þar.
Atlantshafsflngin.
Eins og kunnugt er ætla tveir
tlugmenn, sein hafa í hyggju að
fljúga yfir Atlantshaf í sumar,
Hassel og Lindberg, að fara nyrstu
leiðina og koma við á Grænlandi
og íslandi. Nú segja dönsk blöð,
að flugvjelar beggja sjeu gerðar
til þess að setjast á land, en ekki
sjó, en þá kemur sá bobbi í bát-
inn, að hvorki í Grænlandi nje á
íslandi eru neinir flugvellir. — í
Grænlandi hafa þó lendingarskil-
yrði verið athuguð og hefir fund-
ist sæmilegur og þó hvergi nærri
hættulaus lendingarstaður í botni
Straumfjarðar og ætla þeir báðir
að nota þann lendingarstað. En
hvernig fer svo er þeir koma hing-
að?
Sennilega koma hingað einliverj-
ir erindrekar þeirra til þess að
athuga lendingarstaði og þá sjálf-
sagt hjeji í nágrenni Reykjavíkur.
Richard Strauss
stjórnar nýjasta söngleik sínum,
„Helena hin egyptska“, í ríkis-
óperunni í Vínarborg.
Frn X,
Fyrir skömmu koin upp flók-
ið mál í Svíþjóð. Fjöldi ráðsettra
manna fengu eldheit ástarbrjef
frá einhverri konu, er ekki vildi
láta nafns síns getið, en setti
bókstafinn X undir brjefin. Mót-
takendur brjefanna voru æfin-
lega kvæntir menn, en höfðu
„verið í siglingu“ eins og gerist
og gengur. „Frú X“ bað menn
þessa að lána sjer 500 krónur til
bráðabirgða ; gaf þeim í skyn, að
|>að væri rjettara fyrir þá að lána
Jiessa upphæð, því ella kynni kona
]>eirra eitthvað að frjetta. Flestir
vildu mennirnir hafa einkamál
sín út af fyrir sig og sendu „frú
X“ peningana. — Á þennan hátt
hefir „frú X“ tekist að ná í mik-
ið fje af ýmsum góðum eigin-
mönnum. En nú hefir lögreglan
fengið mál þetta til rannsóknar,
en talið er vafasamt hvort takast
muni að finna „frú X“.
Húsfreyja: Þú verður að hugga
þig við það Vilhjálmur, að við
hittumst aftur.
— Æ, vertu nú ekki að ergja
mig á banasænginni.