Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1928, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1928, Blaðsíða 1
29. tölublað. Suntiudaginn 22. júlí 1928. III. árgangur. Frá Tammany Hall — til „Hvíta hussins“. Eftir Naboth Hedin. Alfred Smith. Það er vart hægt að hugsa sjer meiri ókosti á forsetaefni í Banda- ríkjunum, én að maðurinn sje ka- þólskur, í öðru lagi andbanningur og í þriðja lagi meðlimur í Tamm- any Hall, þessum fjelagsskap demokrata í-New York, sem um öll Bandaríkin er talinn lifandi ímynd siðspillingar. Og þó hefir Albert Smith, rík- isstjóri í New York, alla þessa ókosti, en þrátt fyrir það' liefir hann verið tilnefndur sem forseta- efni demokrata, með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða. Þetta kann að þykja undarlegt og mun í sumra augum líta svo út eins og demokratar ætli sjer ekki að ná í völdin, heldur vera í andstöðu við stjórnina næstu fjögur árin. Svo er þó eigi. Demokratar liafa fullan áhuga á því að ná í völdin, og „A1‘ ‘ Smith var langlíklegasti maðurinn, sem þeir gátu teflt fram. Og enginn annar en hann mundi hafa skotið ,republikönum‘ slíkum skelk í bringu og neytt þá til þess að velja úr sínum hópi þann manninn, sem líklegastur er til þess að vinna að almennri vel- ferð í landinu. Skýringin á þessu er sú, hver afreksmaður „Al“ Smith er. Mætti í þessu sambandi minnast orða John Burns er hann sagði: „A man is a inan, for a’ that and a’ that.“ Því að ef það er satt, sem einn af kunningjum mínum, blaðamaður við „Daily Eagle“ í Brooklyn, skrifaði í „Life“ nýlega, að Her- bert Hoover væri sjálfur minni heldur en hæfileikar hans saman- lagðir, þá er hitt jafn satt um Smith að hann sjálfur er meiri lieldur en hæfileikar hans saman lagðir. Hann er stórmenni, brenn- aridi áhugamaður, sem hleypir eldi í aðra, fæddur til að vera foringi. Þótt undarlegt kunni að virðast, þá sýnist svo sem fleiri slíkir menn spretti upp af stofni keltnesku og latnesku þjóðflokkanna, heldur en germanska kynstofninum. Jeg tek til dæmis menn eiris og Aristide Briaiul, David Lloyd George og Benito Mussolini. Jeg hefði máske átt að bæta slafneska kynstofninum við til þess að geta nefnt Lenin líka, en þessi nöfn ætti að nægja til þess að menn viti hvað jeg á við: Menn, sem liafa fengið Ijelegt uppeldi, enga eða litla mentun hlotið, oft ósje- legir ásýndum, eiga ekki til neinna merkismanna að telja, fátækir og hafa livorki erft eignir nje aðstoð annara, en liafa komið sjer frain ineð mælsku, meðfæddri lipurð og snarræði, ekki of viðkvæmir, en hafa hæfileika til að afla sjer vina og fá aðra til að hlýða sjer, og hækka svo sriiám saman í tign- inni þangað til þeir sýnast sjálf- kjörnir til þess að stjórna almúg- anum, sem þeir eru komnir af. Af fyrverandi forsetum Banda- ríkja eru J>að aðeins tveir, sem hægt er að bera A1 Smitli saman við. Annar þeirra er AndreW Jack- son, hinn tröllslegi sveitamaður, sem hrifsaði VÖldin úr höndum hinna „veleðla þjóðfeðra", sem voru af sama bergi brotnir og þeir George Washington, John Adams og James Madison. Hinn maðurinn er Abraham Lincoln, sem var uppalinn í bjálkakofa og var bátsmaður á Missisippi, hann,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.