Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1928, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1928, Blaðsíða 8
132 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Þingmannafundur. Mynd þessi er tekin ineðan þingmannafundurinn var' í Stokkhólmi. — Þar voru 75 fulltrúar frá Svíþjóð, Noregi, Danmörk, Islandi og Pinnlandi. — Myndin er tekin fyrir framan ríkisdagshúsið í Stokkhólmi. íslensku fulltrúarnir, Magnús Jónsson, Ásgeir Ásgeirsson og Haraldur Guðmundsson, sjást ekki á þessari mynd. Þeir stóðu lengra til vinstri þegar hún var tekin. Hnn er sem fjóla. Robert Burns. Hún er sem fjóla ástin mín, sem yljar sunna hlý. Mjer finst hún eins og ljúflingslaj sem lyftist tónum í. Svö fögur ertu, ítra mey, sem ást mín heið og tær. Og þjer jeg unna þrávalt skal þótt þverri ’inn djúpi sær. Þótt þorni sær en bræð'i björg hin bjarta sólarglóð, jeg ann þjer meðan, ástin inín, i æðum streymir blóð. Og vertu sæl, mitt lífsins ljós, og lifðu heil um stund. Þótt okkur skilji óraleið þinn aftur sæki ’jeg fund. Jóhann Sveinsson frá Plögu snöri. •m-^------- Smælki. Stúdenta.brellur. Það var í smá- þorpi einu í Schwaben. Markaður var þar og þangað kom sjónhverf- ingamaður. Hann kvaðst geta ? búið til og bakað eggjaköku í hatti, ef einhver vildi gera svo ' vel og lána sjer hatt, og lofað'i því ao ekkert skyldi sjást á hattinum. Einn viðstaddur lánaði þá harða hattinn sinn og galdramaðurinn byrjar. Hann tekur hrátt egg og hellir úr því í hattinn, svo tekur hann mjöl og sitt af hverju sem þarf í eggjaköku, og fer að hræra í þessu. Þá hrópar stúdent, sem er frammi meðal áhorfenda: „Þetta get jeg líka gert!“ Allir fóru að skellihlægja og kröfðust þess há- stöfum að stúdentinn sýndi list sína. Stóð nú ekki á því að hattur væri ljeður til tilraunarinnar, og vildu allir ljá sinn hatt. Stúdent- inn tók þá einhvern hatt af handa- hófi, náði sjer í hrátt egg, braut það og helti úr því í hattinn. Svo bætti hann í mjöli og ýmsu öðru, sem þarf í eggjakökur. Síðan lirærði hann ákaflega í þessu. En alt í einu hætti liann að hræra, klóraði sjer á bak við eyrað og sneri sjer að manninum sem hatt- inn hafði ljeð og sagði: „Pyrir- gefið þjer! Jeg skal segja yður það, að jeg gleymdi matreiðslu- bókinni heima og nú veit jeg ekki hvernig jeg á að baka eggjakök- una !‘ ‘ Ög svo smelti hann hattin- um með öllu sem í var beint á hausinn á manninum og hljóp síðan út. Hermaður, sem verið hafði í stríðinu og fengið trjefót upp úr krafsinu, kemur hoppandi á öðrum fæti inn í slátrarabúð og segir: — Viljið þjer gera svo vel og scgja mjer hvað hundurinn ykkar heitir svo að jeg geti kallað í hann. Hann rjeðist á mig á göt- unni áðan, reif af mjer staurfótinn og hljóp á burt með hann. ísafoldarprentsmiBja h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.