Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1928, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1928, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 127 lagskapinn í heild sinni, en ekki manninn persónulega. Og þá kem- ur til greina, að Tammany hefir breytst til hins betra síðan hann tók þar við forystu. Kjósendur verða að iáta sjer lynda þó hann sje kaþólskur. Margir trúbræður hans hafa haft áhrifamikil embætti og farnast vel. Óvíst er hvernig Smith snýst við bannmálinu. Vart mun hann geta risið gegn lögunum. En ef liann lætur sjer þau lynda eins og þau eru, þá hverfur liann fra stefnu sinni. Enginn veit um stefnu hans í utanríkismálum, hvort hiín yfir- leitt er n.okknr. Ilann er eins og Aristide Briand að liann les aldrei bækur. Og þareð hann er hagsvnn maður gerir hann sjer eigi óþarfa fyrirhöfn. En hann er eins og Briand, hann hefir ráðgjafa góða sjer við hlið. Meðal þeirra er hámentuð gyð'- ingakona, Moskowitz að nafni og Proskan, sem er lnvstarjettardóm- ari. Smith á marga auðuga vini, er leggja vilja fje til kosninganna. Meðal þeirra er "William Kenney. er-gaf 70,000 dollara í undirbúning nndir prófkosninguna. Hann er talinn eiga 40 miljónir dollara, og býðst til að gefa aleigu sína í kosningasjóð, til þess að koma vini sínum Smith í forsetastól. Vera má að Smith komist ekki að. En sigurinn verður ])á andstæðing- um hans dýr. -<«í-í Eftírprentun bðnnuð. Kafbátahernaðnrinn, Endurminningar Julius Schopka- (Skráð hefir Árni Óla). XI. Frá Gibraltar til Wilhelmshaven. Þegar hinn ótakmarkaði kafbáta hernaður hófst, og siglingabanns- sva-ðin voru ákveðin, varð að taka tillit til hlutlausra ])jóða, að þær liefði óhindraða siglingaleið. En hitt ])ótti mörgum undarlegt að ekki skyldi lagt siglingabann á Portíigal, sem átti í stríði við Þýskaland. Og sjerstaklega þótti okkur ]>að leiðinlegt, ixr ])ví að við áttum nú leið ])ar framlijá, að þurfa að láta þau skip, er til port- úgalskra hafna stefndu, sæta ann- ari meðferð en skip, sem ætluðu til Bretlandseyja eða Frakklands. Okkur fanst það ekki rjettlátt, að þar undir ströndum eins óvina- ríkis yrðum við að stöðva hvert skip og rannsaka áður en við mættum skjóta það, en litlu norðar mættum við skjóta hvert skip í kaf fyrirvaralaust, án tillits til ])jóðernis eða farms innanborðs. Fyrir sunnan Portúgal hittum við portúgalst seglskip með hjálp- arvjel. Það hjet „Tres Macs", ljómandi fallegt skip, hlaðið gas- olin og nafta. Þessu skipi urðum „Tres Macs" portugalska skipið, sem sókt var. A myndinni sjást skipsbátarnir, sem koma róandi yfir til ,.U 52". við að gefa viðvörun og mönnun- um frest til þess að bjarga sjer. Það var að vísu óvopnað, svo að hættan var engin. Við komum úr hafi og skutum á það viðvörunar- skoti. Fóru skipverjar ])egar í bát- ana og reru til lands, en við sökt- um skipinu. Að því loknu hjeldum við vestur með landi og beygðum svo norður með vesturströndinni. Na^sta morg- un hittum við gufuskip, sem við sáum að' var vopnað. Við fórum í kaf og drógum „hafsaugað" niður svo að skipið gmti ekki sjeð okkur. Sigldum við nú blindandi í veg fyrir ])að, en vegna þess mistnm við af skotfa^rinu. Komum við úr kafi svo sem 5000 metra frá skip- inu og byrjuðum að skjóta á það með fallbyssu. Var sjógangur mik- ill, þung og löng undiralda, og ]ia>fðu kúlur okkar því ekki. Skip- ið sigldi í krákustígum og svaraði okkur með skothríð. Hafði ]>að góðar falll),vssur, er ekki drógu skemra en fallbyssur okkar. Við skutum á ])að 60 skotum, en árang urinn varð enginn, svo að við sæj- um. Hættum við leiknum ]>ví, enda stóð skipið betur að vígi en við í orustmmi, og auk ]>ess hafði ]>að sent i'it hvað eftir annað „S. O. S" (save our souls) skeyti og máttum við eiga von fleiri óvina á hverri stundu. Það bagaði okkur líka, að vegna þess, hvað við höfðum skot- ið ört, urðum við að skifta um „fallbyssusál." Þjer vitið að sjálf- sógðu ekki hvað „fallbyssusál" er. Það er hólkur', sem settur er innan í fallbyssuhlaupið. Er hann með nafarraufnm og valda þær því, að kúlan fær á sig snúning um leið og hún þeytist fram úr hlaupinu. Og eftir ])ví sem ]>essi snúnings- Jiraði er meiri, eftir því eru fall- byssurnar beinskeytari og hrað- skeytari. í öllum riflum eru ]>essar n.ifarraufar, sem setja snúning á kúlurnar, og hafa menn eflaust tekið eftir því. En sá er munurinn ;i rifli og fallbyssu, að í riflinum eiu snúningsraufarnar í hlaupinu sjálfu, en í fallbyssum í „sálinni" — hólknum, sem stungið er inn í Idaupið. Þegar ört er skotið hitnar hólkur þessi gífurlega og við nún- inginn af kúlunum og minkandi mótstöðuafl vegna hitans, aflag- ast raufarnar og sljettast, svo að fallbyssan ber skakt og verður ekki jafn hraðskeytt og áður. — Nokkru eftir að við sleptum ]>essu skipi, hittum við spanskt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.