Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1928, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1928, Blaðsíða 4
128 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS skip, sem hjet „Capo Blanco“. Skutum við á það viðvörunarskoti, en það hjelt áfram eigi að síður og stefndi á okkur. Var þá skotið aftur. Kúlan kom í sjóinn rjett fyrir framan skipið og sprnkk þar. Lenti ein flís lir henni á skipinu og gerði dálítið gat á það. Höfðum við tal af skipverj- unum og sögðu þeir okkur þær frjettir, er okkur' þótti mikils um vert, að Bandaríkin hefði sagt Miðríkjunum stríð á hendur. Þessa fregn fengum við staðfesta með loftskeyti frá Lundúnum. Segi jeg fyrir mitt leyti að þetta þóttu mjer slæmar frjettir. Enginn okk- ar kafbátamanna hafði nokkru sinni efast um það', að Þjóðverjar mundu bera sigur af hólmi í stríð- inu. En þegar þessi frjett kom, þóttist jeg vita, að nxi mundi stríð- ið lengjast mjög mikið. Banda- ríkjamenn höfðu setið hjá fram að þessu, grætt of fjár á stríðinu og haft meira að bíta og brenna heldur en þeir gátu með nokkru móti komist yfir. Voru þeir alveg cþreyttir og var því ójafnt á kom- ið með þeim og Þjóðverjum, sem voru orðnir úttaugaðir af þriggja ára styrjöld við ofurefli liðs og — hungri. Það veit enginn nema sá sem öllu ræður, hve ógurlegar voru hungurþjáningar þýsku þjóð arinnar. En við Þjóðverjar mikl- umst af því með hve mikilli hug- prýði þjóðin bar allar hörmungar stríðsins. Og svo lengi sem heim- ur stendur má segja hið sama um Þjóðverja í stríðinu, og Runeberg sagði um Finna: „Við eggjar, hungur, eldibrand þeir ósigrandi börðust!" Og nú skárust Bandaríkin í leik- inn og sögðu þeim stríð á hendur! Sfigan mun seinna dæma fram- komu þeirra alla í stríðinu — það' er ekki mitt verk. Skipstjórinn á „Capo Blanco“ viðurkendi að það væri sjer að kenna hvernig fór — hann hefði átt að staðnæmast við fyrra skot- ið —, en samt sem áður krafð- ist hann þess að þýska stjórnin borgaði skemdir á skipinu, þar sem það hafði ekki neinn bann- varning innanborðs, nje aðrar vörur handa bandamönnum. Stýri- maður okkar tók því mynd skemdunum og svo var hún send með skipinu ásamt brjefi til þýska konsúlsins í Vigo eða Cadiz, þar sem þess var æskt að skemdirnar á skipinu væru borgaðar. Og svo ljetum við „Capo Blanco“ sigla sinn sjó. Daginn eftir hittum við grískt skip, „Crios“ að nafni(4116 smál.) uppi undir landi hjá Cap Espiches, sunnan við Lissabon. Var þá sjó- gangur mikill. Skipið var á leið til Englands með járngrýti. Við skut- um á það viðvörunarskoti og sló þá ægilegum felmti á skipverja, og í mesta flaustri skutu þeir bát- um fyrir borð. Gátum við ekki stilt okkur um að brosa að óða- gotinu í J>eim og eins höfðum við gaman a*f að sjá hvað þeim varð hughægra er þeir sáu að við ætl- uðum ekki að drepa þá. Komu þeir nú á báti til okkar og var mjög umhugað um að' sannfæra okkur um það, að J)eim væri ekki sjerlega vel við Englendinga. Stýri maðurinn hafði orðið fyrir J)ví óhappi að brjóta úr sjer tönn, er þeir flýttu sjer að losa bátana, eins og líf lægi við. Bað hann okk- ui' um kalt vatn til að skola á sjer munninn, en við' gáfum honum í þess stað vænt staup af koníaki, — og upp frá þeirri stundu elsk- aði hann okkur eins og bræður. Skipinu urðum við að sökkva. Settum við .2 sprengjur í það og seig ])að" ríiður að aftan, en við það skrikaði járngrýtið til í því, braut allar milligerðir og hrundi aftur í skipið og fór það þá sem kólfi væri skotið á kaf í sjávar- djúp. Næst hittum við lítið danskt seglskip, sem „Abba“ hjet. Var Jiað á leið frá Ibiza með saltfarm til íslands. Við stöðvuðum skipið og kom bátur frá því til oltkar'. Voru þar á bótnum 2 drengir, sem vildu endilega fá að verða eftir á kafbátnum. Spurðu þeir okkur hvort ])eir mættu ekki fara með okkur, því að sig langaði svo ákaf- lega mikið til að komast í einhver æfintýri. Við gátum ekki annað en brosað að álcefð J)eirra, en við bón þeirra gátum við' ekki orðið. Gáfum við skipinu fararleyfi. Hjelt það áfram för sinni til ís- lapds qg kom heilu höldnvi til Reykjavíkur, eftir því, sem jeg hefi síðar frjett. Við vorum nú komnir norður undir Cap Finisterre. Þar hittum við spanskt gufuskip, en því var slept. Út af Biscay-flóa hittum við portúgalskt seglskip og stöðvuðum það. Skipverjar fóru • bátana og reru til lands, en vegna þess að veður var vont, regnhryðjur og siormur, náðum við ekki sambandi við þá. Við skutum skipið í kaf með fallbyssuskotum, en vissum ækki nafn á því. Að Jvví loknu lögð- um við til hafs og stefndum beint á írland. Hinn 20.apríl sáum við gufuskip í fjarska, en það hvarf von bráðar sjónum í regni og J)oku. Við eltum ])að samt og eftir langa mæðu komumst við fram fyrir það og gátum sjeð hverja stefnu það hafði. Við sáum líka að það var vel vopnað. Þetta var langt inni á siglingabannsvæðinu, svo að Jiegar við komumst í færi, skutum við á ]>að tundurskeyti. Varð' ógurleg sprenging er tundurskeytið lenti á slcipinu og í sömu andrá hvað við cnnur sprenging engu minni. Býst jeg við að þá hafi gufukatlarnir sprungið. Tættu sprengingarnar skipið sundur og sökk það á fá- einum sekúndum. Við komum þá þegar úr lcafi og sigldum á vettvang og hryllilegri og átakanlegri sjón, en þar var að sjá, vona jeg að jeg sjái aldrei. Á stóru svæði var sjórinn þakinn af rekaldi og brotum úr skipinu, bjálkum, flekum, staurum og smærri brotum, en innan um ait þetta voru þrír eða fjórir bátar á hvolfi, meira og minna skemdir. Á þessu rekaldi hjeldu sjer uppi 10—15 menn, aðallega hálfnaktir Hindúar. Tveir hvítir menn, bústn ir og hraustlegir Englendingar, höfðu náð í einn bátinn og riðu þar klofvega á kjöl. Þriðji maður- inn hjelt sjer í þennan bát, svart- hærður. og brímn Hindúi. Hann kvaddi okkur þögulli kveðju Aust urlandabúa, og mændi á okkur dökkbrúnum vonaraugum og mátti lesa í þeim svo innilega og hóg- væra hjálparbeiðni að hver maður, sem sá það, hlaut að vikna við.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.