Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1928, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1928, Blaðsíða 7
LESBOK MOKÖUNBLAÐSINS 131 en sigla þá leið, sem okkur hafði verið sagt fyrir 5 vikum að væri fær, en máttum þó búast við því á hverri stundu að rekast á eitt- hvert tundurduflið og springa í loft upp. En hve hættan var mikil sáum við þó glöggvast nokkru seinna. Við komumst slysalaust yfir Norðursjó og upp undir Hornsrif (Horns Riff). Þar hittum við fyr- ir kafbátinn „U 84“, sem beið þar eftir þýsku skipi tii að leið- beina sjer í gegnum tundurdufla- girðinguna. Skipið koin von bráð- ar. Var það togari, sem var sjer- staklega útbúinn til þessa staría. En þegar hann átti skamt ófarið til okkar, kvað við sprenging. — Hann hafði lent á tundurdufli — sennilega reltdufli frá Bretum — og sprakk í loft upp. Það var áþreifanlegt dæmi þess livernig var að ferðast um Norðursjó á þeim árum, að skip, sem átti að vita upp á hár hvar óhætt væri að sigla, og leiðbeina okkur kafbáta- mönnum í gegnum tundurdufla- svæðið — ferst. Nú var ekki um annað að gera en að fá nýtt leiðsöguskip. Voru þegar send loftskeyti frá kafbát- unum, skýrt frá þessu slysi og beðið um annað skip. Lágum við nú lengi þarna, en að lokum komu tundurspillar, sem fylgdu okkur heim. Urðum við því sárfegnir, því að það var óskemtileg tilhugsun, að eiga von á því að farast á tund- urdufli svo að segja rjett fyrir framan landsteina heima hjá sjer, eftir alla þá mæðu, þrek og þján- ingar sem við höfðum liðið í hin- um langa leiðangri okkar. Lýsingar þær, sem jeg hefi gefið af æfi okkar kafbátsmanna, eiga eingöngu við háseta, þilfarsmenn og skyttur. En jeg má ekki láta hjá líða að geta þess, að verri æfi en við áttu vjelamennirnir í kaf- bátunum. Dögum og jafnvel vik- um saman komu þeir ekki undir bert loft, en unnu við vjelarnar í hita, svælu og loftleysi jafnvel sólarhringum saman. Var því ekki að furða þótt þeir yrði ofþreyttir —og jeg er viss um það, að mörg mistökin á kafbátunum voru því að kenna að' vjelamönnunum var ofboðið. Jeg segi fyrir mig, að mjer fanst alveg nóg lagt á mig og fjelaga mína, þegar við vorum holdvotir sólarhringum saman, svefnlausir og máttum varla hvíla okkur, svo að við sofnuðum stund- um þar sem við stóðum, úttaugaðir og örmagna af illu lofti, erfiði og svefnleysi. En hvað var þó það hjá því sem vjelamönnunum var boðið? í þögulli lotningu lýt jeg þeim mönnum og mun, svo lengi sem líf endist, minnast með að- dáun þrautseigju þeirra og þol- gæðis. Hinn 26. apríl, á 41. degi frá því að við fórum frá P.ola, komum við til Helgolands og daginn eftir fórum við til Wilhelmshaven. Kaf- bátaflotaforinginn, Bauer, tók þar sjálfur á móti okkur, bauð okkur alla velkoinna heim og þakkaði okkur í nafni þýsku þjóðarinnar fyrir það, sem við hefðum afrek- að, en skipverjar á herskipinu „Hamburg" fögnuðu okkur með þreföldu húrra. Það var gleðidag- ur sem bætti upp allar þrautir og andstreymi fararinnar. Það var gott að vera kominn heim, fá hvíld og frí til þess að geta gleymt um stund vitfirringsæði hernaðarins. Þessi fyrsta ferð „U 52“ sem farin var síðan hinn ótakmarkaði kafbátahernaður hófst, var fræki- leg frá hernaðarsjónarmiði og sýndi glögt hvers virði kafbát- arnir voru, ef þeim var beitt til fullnustu. A leiðinni frá Pola höfð- um við sökt 14 skipum og báru þau samtals um 36,450 smál. Flota- stjórnin þýska hafði gert ráð fyrir því, að kafbátarnir mundu sökkva 600 þús. smál. skipastól á mánuði eftir að hin ótakmarkaði kafbáta- hernaður hófst. En tölurnar voru þessar 1917: Febrúar 781,500 smál., mars 885 þús. smál., apríl 1,707 þús. smál., maí 869 þús. smál., júní 1,016 þús. smál. júlí 811 þús. smál. Jeg tek þetta fram til að sýna það', að ef allar áætlanir þýsku her- stjórnarinnar hefði staðist eins vel og áætlunin um kafbátahernaðinn, þá hefði Þjóðverjar unnið fulln- aðarsigur 1917. Aukin skipasmíð óg þátttaka Bandaríkjanna hefði þar engu getað um breytt. Samandregin er lýsing á þessum leiðangri okkar á þessa leið: Frá Helgolandi til Pola vorum við 39 daga. Sigldum við á þeirri leið 6254 sjómílur ofansjávar en 130 sjómílur í kafi. Á leiðinni frá Pola til Helgolands vorum við 41 dag og sigldum þá 5624 inílur ofansjáv ar, en 424 í kafi. Og nú vorum við að lokum komnir heim og máttum uin stund svifta af okkur öllum áhyggjum, hvíla okkur og njóta nokkurra daga heima iijá vinum og ættingj- um. En meðan við hvílduin okkur var kafbáturinn búinn út í nýja hcrferð og 'allir urðu að vera við- búnir er kallið kom að leggja á stað. Skákþrantir. XXI. Eftir Hannes Hafstein. Lausn á seinustu skákþraut. 1. De7—e8 Rg7Xe8 2. Be6—f5 nját. 1....... Kf,'7Xe6 2. De8—g6 mát. Staka. Hví að binda hug við kross, hel og lyndisundir, fyrst að syndin færir oss flestar yndisstundir. (L. K. í Ukr.).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.