Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1928, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1928, Blaðsíða 2
126 LESBOK MORGUNBLAÐSINS sem varð foringinn í borgarastyrj- öldinni og sýnist stækka ár frá ári, meðan nöfn annara „slípaðri“ manna falla í gleymsku. Auðvitað er það of snemt að sctja Al. Smith á bekk með öðru éins mikilmenni og Abraham Lin- cöln. En menn vissu ekki til fuls livað bjó í ,;01d Abe“ þegar hann fór frá Springfield í lllinois og flutti inn í „hvíta húsið“. Það reyndi ekki á hann fyr en í sam- bandsdeilunni,, og þá sýndi hann að hann var vandanum vaxinn. Hitt verður maður að viðurkenna, að A1 Smith er einn af þeim mönn- um sem aðrir velja sjer ósjálfrátt að íoringja, hlýða í blindni og fórna öllu fyrir, ef þörf krefur, en hinir sömu menn verða alls ekki hrifnir aL slíkum mönnurn sem llerbert Hoover. Sumarið 1913 sá jeg Albert E. Smith í fyrsta slcifti — Hann var þá forseti á löggjafar- þingi New York ríkis. Jeg var þá að vísu ekki írjettaritari við þing- ið, en var sendur þangað í.skyndi- ferð í forföllum frjettaritara. Þannig var þá mál með vexti, að demokratar notuðu sjer tæki- færið er republikanar klofnuðu, að kjósa landstjóra úr hóp Tam- manymanna. Sá hjet William Stulzer, af þýskum ættum. Hann var hávaðamaður. Hann var kos- inn með miklum meiri hluta. Steig það honum til höfuðs, og þóttist hann vera hinn mesti stjórnmála- garpur. Hann vildi brátt hliðra sjer hjá því að hlíta .ráðum og fyrirskipunum Tammanymanna. En Tammanymenn þoldu honum eigi óhlýðni. Til þess að lpsna við liann ákváðu þeir að koma honum í opna skjöldu. Hann hafði að vísu engin afglöp gert í stjórnar- tíð sinni. En flokksmennirnir höfðu ráð hans í hendi sjer. Þeir vissu eitt og annað af fyrra ferli lians, er gat komið honum á klaka, ei' það kæmi í dagsins ljós. Hann liafði verið riðinn við ýmislegt kruipfengið meðan hann var mála- færslumaður, fjárpretti og því um líkt, á landamerkjum laga og glæpa, er ekkert varð haft á fyrir dómstólunum en samt var land- stjóra ósæmilegt. Þá var Alfred Smith einn af helstu liðsmönnum Tammanyfor- ingjans, Charley Murphins, og var Smith því falið að fella Stulzer. Leysti hann það verk af hendi með suarræði og prýði. Jeg gleymi aldrei þeim eldhúsdegi í þinginu, er endaði með vantrausttillögu eins og ætlað var. Umræður hefðu ekki orðið eins langar og þær urðu, ef tveir þingmenn hefðu ekki verið fjarverandi, og eftir þeim beðið með atkvæðagreiðslu. Þeir komu loks með mjólkurlest í'rá New York. Þingheimur var órólegur meðan. á umræðum stóð'. Hitasvækja var. I húsinu. Þetta var um liásumar, og kólnaði ekkert í veðrinu með nótinni. Eu leiðtogarnir þorðu ekki með nokkru móti að láta umræður falla níður. Voru hræddir við, að hjúp- ur miskunnsemdar og íyrirgeín- ingar myndi sveipast um misgerðir Stulzer í hugum þingmanna, ef þeir fengi að átta sig og atkvæða- greiðsla drægist. Syfjaðir þingmenn lijeldu leið- inlegar ræður. Fáir hlustuðu. Við og við hastaði íorseti á þingheim og heimtaði hljóð í salnum. Komu þær áminningar að gagni í nokkr- ar mínútur. í dögun kom lest frá New York með þingmennina tvo. Og klukkan 7 var vantraustið borið fram, þar sem Stulzer var sakaður um sitt hvað. Því næst yfirheyrði senatið hann. En Tammany stjórnaði því. Tammany setti dómarana í dóm þann er dæmdi hann, og var hann settur af. Síðan hefir enginn Tammany- manna reynt að spyrna broddun- um á móti fypirskipunum flokks- ins. Jeg liefi sagt hjer sögu Stulzers, til þess að gera grein fyrir í hvaða umhverfi Al. Smith hefir verið. Hann hefir andað að sjer andrúmslofti klíkuskapar, þar sem flokksbönd reyra að framtaki manna og frelsi, og blind hlýðni við foringjana eru óskrað ósjáan- leg lög. Þar sem menn lifa á pólitík en ekki fyrir haiia. En hefir ekki þetta brunnið við alstaðar, alt frá dögum Alkibia- desar? Að ininsta kosti er lijer eigi um neitt sjerkenni að ræða fyrir ríkið New York. líjett er að geta þess, að síðan Charley Murphey fjell frá, hefir stjórnarfar batnað meðal Tam- íuanymanna. Smitli hefir verið for- inginn, sá sem nú er forsetaeíni. Spilling er þar að vísu, en hún er ekki, á hærra stigi en spillingin meðal republikana. Sniith hefir haft meiri afskifti af ríkisstjórn New York, en af stjórn borgarinnar sjálfrar, og ljek það orð á 1915, að hann væri allra manna kunnugastur stjórn þess ríkis. Síðan hefir hann verið landstjóri í 4 kjörtímabil, og hefir hvervetna fengið þann vitnisburð, að hann væri sá besti landstjóri, sem það ríki hefir haft. Hann á frábærri lýðhylli að fagna í New York. Og mikil ineðmæli eru það með honum, að allir þeir sem eru honuin nákunnugastir elska hann og virða. Alit hans sein landsstjóra hjálp* ar honum best við forsetakosning- arnar. Hefði haim verið lúters- trúar, þá hefði hann aldrei verið Tammanymaður. Og ef liann hefði ekki haft ákveðna sjerstöðu í áfengismálinu, þá hefði hann verið ósigrandi. En þrátt fyrir þetta munu verða áhöld um hver ber sig- ur úr býtum. Enginn republikani er jafnsnjall ræðumaður og hann, enginn jafn- kænn stjórnmálamaður. Iðnaðar- menn, verkamenn, Irar, allir ka- þólskir, smásalar. allir andbann- ingar, hópast um hann. Langt er síðan demokratar hafa haft jafn fylgismiklu íorsetaefni á að skipa. Og nú hafa republikanar setið svo lengi við völd, að alnienn- ingur vill tilbreytni. Aldrei hefir forsetaefni verið í kjöri iir hóp rómversk-kaþólskra. Þeir hafa 20 miljónum atkvæða á að skipa. Mun ar um minna. Hve vald kirkjunnar er mikið í þessum efnum veit enginn. Mælt er að Smith sje eins heið- arlegur og frekast verður á kosið um framgjarnan stjórnmálamann. Ef eitthvað væri óhreint í fyrra ferli hans, þá myndi það vafalaust hafa verið dregið fram í dagsljósið. Árásirnar gegn honum, vegna þess að' hann er í Tammany hitta fje-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.