Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1928, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.1928, Blaðsíða 6
130 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ofurseldir, báðu okkur að bjarga sjer en skilja hina mislitu fjelaga sína eftir, eins og ekkert gerði til ])ó að þeir druknuðu, þá fell mjer allur ketill í eld. Yarð mjer hugs- að til þýsku þjóðarinnar, sem barð ist við hungurvofuna, þýsku barn- anna, sem tærðust upp og fengu beinkröm af því að þau fengu ekki nóga næringu — þurt brauð, sem ekki var gert ór mjöli heldur blandað ýmsum efnum til drýg- inda. Og þegar jeg svo bar þetta saman í huga mjer við hina feitu og ,,])attara“-legu Englendinga, sem fanst það sjálfsagt að sjer yrði bjargað, en Hindúarnir með hljóðu bænina í augunum, væru sl-.ildir eftir og látnir deyja drotni sínum, þá tók jeg ákvörðunina um það hvað gera skyldi! Þaunig er „Caithness“-málið. Mjer hefir orðið skrafdrjúgt um það, en það er vegna þess, að jeg hefi viljað gefa mönnum sem glöggvastar skýringar á því. Læt jeg svo staðar numið, en get lýst vfir því, að ekkert, sem fyrir oklt- ur kom í kafbátahernaðinum snart mig svo mjög og tilfinnanlega sem ])etta atvik. En nú verð jeg að segja frá öðru atviki, sem kom fyrir litlu seinna sama daginn, og var vel til ])ess fallið að herða hug okkar kafbátamanna gegn fjandmönnum okkar. Við liittum fyrir gufuskip, sem sigldi undir norskum fána. A reykháfi þess var alkunnugt, merki eimskipafjelags nokkurs í Noregi og á það stóð letrað „Pronto — Norge“. Skipið var inni á bann- svæðinu og skutum við þegar á það. Þá dró það upp alþjóðamerki, sem þýðir: „Jeg læt báðar vjelar fara fulla ferð aftur á bak“. Því næst hleypti það bátum í sjó. Alt þetta sýndist sanna það að lijer ættum við' við meinlaust skip, en ýmislegt við framferði þess þótti okkur þó grunsamlegt. Við höfðum áður heyrt getið um skip, sem Bretar höfðu til að ginna þýska kafbáta, hinar svonefndu „kafbátagildrur“ (TJ-boots-Falle), sem tældu kafbátana undir fölsku flaggi, til þess að koma svo nærri sjer að þeir gæti ráðið niðurlög- um þeirra. Og þá var ekki hugsað um að spara líf kafbátsmanna. Við höfðum líka sjálfir komist áður í kast við þessi „ginninga- sltip“ og vorum því varkárir. Hjer kom sú varkárni sjer vel, því að alt í einu opnar skipið skjól borðshlið sín og skýtur á okkur hraðskotum úr þremur fallbyssum í senn. Og í sama bili er norski fáninn dreginn niður, en upp kem- ur enski herfáninn. Kúlurnar þutu hvæsandi og hvínandi um eyrun á okkur og svo nærri að hárin risu á höfði okkar. Sprungu kúlurnar í sjónum alt í kring um okkur. Kom þá skipun frá kafbátsstjóra um að allir skyldu hlaupa niður í kafbátinn. E)i margir voru uppi þá — höfðu vjelamenn komið upp 1 turn til að fá að draga að sjer ferskt loft. Varð því nokkur töf áður en allir kæmust niður, en á miðan dundi óaflátanlega á okkur skothríðin frá þessu „hlutlausa skipi“, sem stolið hafði fána og einkennum hlutlausrar ])jóðar til ])(ss að villa heimildir á sjer, og komast þannig í færi við auðtrúa ])ýska kafbátastjóra og granda kafbátunum. Og þegar kafbátar áttu í hlut var ekki verið að hugsa um mannslífin, eins og jeg liefi áður sagt. Eftir það að við fórum í kaf lá skipið nokkra stund kyrt á sama stað, eða á meðan það var að taka báta sína innbyrðis. Síðan setti það út sæsprengju af handahófi. Heyrðum við aðeins ofurlítinn dun þegar hún sprakk, en hún gerði okkur ekkert mein. Sigldi skipið svo burtu og vildi ekki eiga á hættu að við sendum því tund- urskeyti í kafi. Skildi svo með okkur. Hjá norðanverðri írlandsströnd hittum við norskt barkskip, sem „Aead;a“ hjet, eitt af þessum fögnr og glæsilegu skipum, sem kljúfa bylgjurnar fagurlega und- ir ótal þöndum og snjóhvítum seglvængjum. Við urðum að skjóta það í kaf, þótt sumum þætti það sárt. Sjómenn, sem siglt hafa á seglskipum, leggja við þau inni- lega ást, sem líkja má við þá ást, er góður reiðmaður hefir á gæðing sínum. Eru það engar ýkjur, að sumum kafbátsmönnum vöknaði um augu er þeir litu hið fagra skip hverfa í Ægisdjúp. Nokkru seinna sáum við segl- skip og á eftir því kom gufuskip, sem oltkur þótti grunsamlegt. Við skutum, fyrst nokkrum slcotum á seglskipið, en gufuskipið nálgað- ist hratt og tókum við' þá að skjóta á það. En það svaraði und- ir eins með hríðskotum. Þá fórum við í kaf og ætluðum að laumast að því neðansjávar, með „hafs- augað“ í kafi, svo að ekkert sæ- ist til ferða okkar. En er við „lit- um upp“ vorum við komnir alt of nærri skipinu til þess að vogandi va>ri að skjóta á það. Vildum við ekki brenna okkur á sama soðinu eins og þegar við söktum „Suf- fren“ — að skjóta á svo stuttu færi að sprengingin gæti orðið okkur sjálfum hættuleg. Urðum við því að færa okkur fjær. Sáum við nú hvar komu 2 gufuskip önn- ur og vissum að öll þessi skip voru sjerstaklega- sett kafbátum til höf- uðs. Vildum við ekki bíða þeirra, en skutum tundurskeyti á skip það, sem við vorum að eltast við. Það mist.i marks —1 og þetta var sfcinasta tundurskeytið okkar. Var nú eklci um annað að gei;a en flýta sjer heim. Daginn eftir komum við til Hjaltlands og vorum nú komnir á þær slóðir ]>ar sem við vorum kunnugir. En þrátt fyrir það var nú aðalhættan eftir, sú, að sigla í gegnum tundurduflin í Norður- sjó. Við höfðum verið fimm vikur í hafi og vissum því ekkert hver leið væri öruggust yfir Norðursjó, því að altaf voru Bretar að leggja þar tundurdufl. Sum voru laus og voru á reki, og þau gat enginn varast. Öðrum var lagt þjett upp að tundurduflagirðingum Þjóð- verja og ]>vert fyrir siglingaleiðir þeirra. Og þótt skip okkar væri sífelt að slæða þau upp, höfðu þau varla við og ákveðinni sigl- ingaleið gátu þau ekki haldið op- inni, heldur varð að' gera nýjar og nýjar rásir út í gegnum tundur- duflagirðinguna, alt eftir því, sem friður vanst til fyrir skipum Breta. Var því máske einn daginn ófær sii leið, sem opin hafði verið dag- inn áður. Við áttum ekki annars úrkost^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.