Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1929, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1929, Side 1
 21. tölublað. Sunnudaginn 26. maí 1926. IV. árgangnr. Um KRTRLÓHÍU OB HEim55ÝHIHBUHFl í BHRfELÓHH. i’arís, 20. apríl. Það getur ekki kallast að bera í bakkafullan lækinn að gefa al- menningi tækifæri til að fræðast nokkuð um Spán og Spánverja. En náttúrlega væri |>að að reisa sjer hurðarás um öxl að .ætla sjer að gefa fullnægjandi upplýsingar um j'afn yfirgripsmikið efni í stuttri blaðagrein. Til þess þyrfti heila bók og hana stóra, og vonandi verður þess ekki langt að bíða að slíkt rit komi út á íslensku, því að á því er brýn þörf. Það sem hjer fer á eftir snertir eingöngu eitt fylki Spánar, Katalóníu, og er ekki annað en samtíningur úr öll- um áftum, fljótfærnislega liripað- ur uþþ. Höfuðborg þess fylkis, Barcelona, ber einmitt oft á góma um þessar mundir vegna iðnsýn- ingarinnar miklu, sem opnuð verð- ur þar næstu daga. Katalónía nær, eftir spönsku fylkjaskiftingunni aðeins yfir hjer uðin Barcelona, Geróna, Tarragóna og Lerida, en er í raun og veru talsvert stærri, því til hennar telst í þjóðernislegu tilliti nokkur hluti franska hjeraðsins Pyrenées-Orien- tales, austurhluti Aragóns, norð- urhluti Valencia-hjeraðs og hið sjálfstæða smáríki Andorra. Það svarar þannig að mestu leyti til þeirra landa, sem Karl mikli vann í stríðinu við Serki og kölluð voru þá ,,Marca hispanica“ eða Spánar- vellir. (Nafnið Katalónía er af sömu rótum rpnnið og Kastilia — annað fylki á Spáni —, bæði komin af latneska orðinu „castlan- Us“ eða „castellanus“ ; haft um þá, er rjeðu yfir mörgum riddara- borgum eða köstulum). — Höfuð- staðurinn var Barcelona. Þar sátu greifar, sem rifu sig að lokum und- an yfirrráðum Frakka og stofnuðu sjálfstætt ríki, er síðar varð skæð- ur keppinautur sjálfstjórnarborg- anna á Italíu í verslun og sigling- um. Ramón Berenguer greifi liinn fjórði með því nafni giftist kon- ungsdóttur frá Aragón og náði þannig því ríki undir sig. Barce- lona kom sjer upp öflugum her- skipaflota til varnar sjóverslun sinni á Miðjarðarhafinu og gat með tilstyrk hans lagt undir sig lönd í ítalíu og Austurlöndum. En blómaöld katalónska greifa- dæmisins stóð ekki lengi. Aragón var innlimuð í kastiliska konungs- ríkið og á dögum Ferdinands hins ka.þólska varð Katalónía óaðskilj- anlegur hluti Spánarveldis. Kata- lónar hafa þó á öllum tímum var- ið rjettindi sín með oddi og egg og verndað tnngu sína og siði. Á dögum Filippusar IV. lá við sjálft að gamla greifadæmið segði skilið við Spán, og eftir að Bourbonar komust til valda, urðu oft miklar viðsjár í Katalóníu út af gerræðis- verkum konungsstjórnarinnar, sem var eindregið fylgjandi frönsku miðstjórnarstefnunni. Oflug hreyf- ing hófst, sem enn hefir allmarga áhangendur. ocr miðar að því, að fá heimastjórn lianda Katalóníu. Þeir svæsnustu vilja ekki einu sinni pólitískt samband við Spán, heldur bláberan skilnað. En þeir eru nú orðnir afar fáir og flestir munu þeir nú vera, sem taka sjer ekki nærri að vera taldir þegnar Spánarveldis, og gangast, tindir þær skyldur, sem því fylgja. En spyrji maður einhvern þeirra, hvort hann sje Spánverji, er hann ekki seinn á sjer að neita. Ca! Nei, hann heldur nú ekki. Þeir eru líka auðþektir frá Spán- verjum, bera flestir með sjer sjer- stakan þjóðernisblæ í svip og fram komu, sem minnir meira á Pro- vence (Suður-Frakkland) en Spán. Þeir eru örgeðja, iðjnsamir og sparsamir, en ágjarnir, öfgafengn- ir og lundleiðir. Það vantar þó mikið á, að það megi skoða þessa lýsingu á skapgerð þeirra óyggj- andi í öllum tilfellum. Þeir tala sína eigin tungu, sem katalónska nefnist. Tlún er af latneskum uppruna eins og spansk- an og franskan. Á því máli eru til miklar bókmentir og merki- legar, einkum frá miðöldum: Rai- mundo Lull og Ausios March eru í röð frægustu rithöfunda á þeim tímum, fvrnefndur fyrir dulspeki- rit sín, en síðarnefndur fyrir ást- arkvæði sín. Á seinustu öld hefir Katalónum tekist að endurreisa ritmál sitt, auðga það og fegra, og skipa því á bekk með menningarmálum nú-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.