Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1929, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1929, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS « Verða mun hún brúðr ok ver sjer kjósa þann er buðlunga er béstur und sólu. Er hann af sama ættstofni runninn, vara snjallari snillingur borinn. Hneigjast hugir hvors til annars, ok svá fast þau saman binda, at í tveim brjóstum eitt líf virðist sælli gat eigi sambúð tveggja. Arfar fríðir foreldra kæta vaxa ok dafna sem á velli rós. Sælu sannri Sigrún vefr bónda ok börn best er hún vífa. Móðir er hún best at mæður fái þaðan dregit dæmi fagurt sú er fegursta fegurð meykonungs sú er blessun best byggðum lands. Sú er blessun betri enn blóðgir fjendr, ok sigrfánar sverði teknir, öðlingar hraktir af óðulum, þjóðir ánauðgar ok ofrþjáðar. Hryggir mik ha/rmspár telja, en engi má fyr örlög komast svipt verðr Sigrún sælu ok yndi leitt verðr líf at lofðung dauðum. Harmr verðr í höllu ok í hreysi sorg, kvein í koti kyrð á strætum þá er dróttir dýrsta móður sútum vafða í sölum vita. Megit svá marka mætrar vinsætdir hverjum finst þegni at hjarta borinn, harmr hátignar sem hans væri^ bót er þat rauna ]>ótt beiskar sje. Eptirro arfar Alberts góða, er hngga megi hreldc móður. Eftirro þegnar er allgjarna vildu líf láta fyrir Ijúfa móður. Man þat harm Ijetta hugstórri kván velferð yfir at vaka þeirra, geymast gjöld þess gulli betri, firnast aldregi fjársjóðir þeir. Munu byggvendr Breta jarðar meðan ofar er • ægisstratimum Sigrúnu muna hina sigrsælu, mun lof hennar í munni hverjum. Björg Bretlands þitt mun blessað nafn víðar um áttir und vindheims boga. Áður mun í ægi sú hin aldna fold algræn sökkva en þinn orðstír gleymist. Megir þínir munu löndum lengi ráða ok láni stýra. fylgja mun gipta góðrar móður ítru afsprengi ek mun þagna.“ Spjöll svá þuldi in spaka Norn, 309 sagði sannar spár er síst bmgðust. Hafit heilar hljóð mjer veitt, ok fornum hlýtt fræðum skálda. Jón A. Hjaltalín. Hann mun vera síðastur íslend- inga, er gengið hefir fyrir erlend- an þjóðhiifðingja og flutt kvæði að fornum sið. Lærisveinar Hjaltalíns og þeir, er kyntust honum ekki fyrri en eftir heimkomu hans frá Englandi 1880, urðu þess lítt vai’- ir. að hann hefði fengist við skáld- skap, því hann lagði skáldskapinn á hilluna á síðari árum æfinnar. En þeir fjölmörgu, er kyntust þessum merka fræðimanni, og kennara,. munu hafa gaman af að sjá „Sigrúnarkviðu“ hans, bæði vegna kviðunnar sjálfrar, qg enn- i'remur vegna þess, að kvæði þetta markaði nokkur tímamót i æfi höfundar. Hann hafði verið í Eng- landi um nokkur missiri, og átt við íremur þröngan kost að búa. En eftir að Vicoría drotning hafði veitt honum áheyrn, urðu honum ailir vegir greiðari í Bretlandi. Árið 1868 var Victoría 49 ára að aldri, en hafði verið drotning Breta i 31 ár. Árið 1840 gekk hún að eiga Albert prins af Sachsen- Koburg-Gotha. En hann dó árið 1861. Þau eignuðust 9 biirn. I)ótt- urson hennar er Vilhjálmur síð- asti Þvskalandskeisari. V'ietoría drotning dó árið 1901.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.