Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1929, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1929, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSltfS 311 Maria Montesorri: Um uppcldi barna- Hi8 fjölmenna kennara þing, er haldið var í Kronborg í sumar, er nú úti fyrir nokkru. Meðal fundarmanna var hin heimsfrœga kenslukona Maria Montesorri. Um það bil, sem þingað var úti, hjelt hún, fyrirlestur í sönghöllinni í Kaupmannahöfn, uni uppeldi og kenslu barna. Vakti fyrirlesturinn mikla eftirtekt. í lauslegri blaða- frásogn um fyrirlesturinn eru teknir upp eftirfarandi kaflar: Eitt helst viðfangsefni nútím- ans er barnauppeldið. Allar stjett- ir þjóðfjelagsins hafa nú fengið fult athafnafrelsi og viðurkenn- ingu á rjettindum sínum. Kven- fólkið hefir fengið frelsi, en börn- in er eigi geta barist fyrir rjett- mdum sínum, eru enn kúguð með alskonar þvingun. Fullorðna fólkið, foreldrarnir, hafa yfirráðin, börn- in eru þeim háð. Okkur hættir til að halda, að við eigum að laga með-' vitundarlíf barnanna eftir okkur. En það er misskilningur. Þau eiga að fá ráðrúm til þess að þrosk- ast hvert eftir sínu upplagi. Við höfum komist að raun um, að fullorðna fólkið með athöfn- um sínum og eilífum aga, getur orðið þrándur í götu þroska og framþróunar barnanna. — Meðan ekki er fullkominn skilningur á eðli barnanna, ineðal þeirra, sem hafa ráð þeirra í hendi sjer, er hætt við, að börnin fái ekki þau þroskaskilyrði, sem æskilegt væri. Geysimikið úrlausnarefni hafa börnin fyrir framan sig, í upp- vextinum. Þau eiga að læra að verða að fullorðnu fólki. Að miklu leyti verða þau að skapa sjer sjálf skilyrði til þess. Okkar er aðeins að sjá um, að þau verði ekki fyrir ónauðsynlegri þvingun, er getur lamað þau. ÞaÚ er ekki hægt að flýta fyrir þroska barnanna fram úr því, sem meðfæddar gáfur þeirra leyfa. — Þetta fínna börnin oft og tíðum sjálf, og reyna því að forðast að fullorðna fólkið gefi þeim verk- efni, sem eru þeim um megn. Okk- ur hættir til að líta ekki á börnin eins og sjálfstæðar verur, sem í raun og veru eru önnum kafin og sístarfandi. Og þess vegna leiðast menn út í það, að leggja þeim óeðlilegar lífsreglur. Börnin þurfa helst að fá umhverfi, sem er við ;Jieirra hæfi; en við sjáum þeim oft aðeins fyrir umhverfi, sein er við okkar hæfi. Þó að börnin sjeu vel klædd, hafi nóg lífsviðurværi og góðan aðbúnað, þá geta þau engu síður lifað lífi sínu sem fangar í búri. Upp af þessu sprettur þrjóska barnsins, sem með ríku framtaki og starfsþrótti fær ekki olnboga- rúm til þess að lifa og starfa eftir sínum hætti. í heimilunum, þar sem helsta athvarf barnanna ætti að vera, heyrast, sífeldar skipan- ir, aðvaranir og bönn: Snertu ekki þetta! Gerðu ekki þetta! Vertu ekki þarna! Og sama fyrirkomu- lag ríkir í skólunum. Börnin eru varnarlaus. Foreldrarnir verða harðstjórar, þó að ef til vill harð- stjórnin sje sprottin af ást og um- hyggju. En börnin ala oft í brjósti mikið umburðarlyndi gagnvart full orðna fólkinu, fyrirgefa því og biðja .jafnvel sjálf fyrirgefning- ar, þegar þeim hefir verið gerður ó.rjettur. Oft vill það brenna við, að börnin sem éru þvinguð, grípa til þeirra ráða að verða dul og ó- mannblendin, forðast að sýna hæfi- leika sína, virðast löt og vilja helst ekkert hafast að. En þegar börnin fá hin rjettu þroskaskilyrði, þá er það stór furða, hverju þau fá á- orkað og hvað þau komast langt á ýmsum sviðum. Skilningurþeirra er næmur, og þá ekki síst, á galla fullorðna fólksins. Fullorðna fólk- ið má ekki grípa fram fyrir hend- ur barnanna — verður að láta þau starfa óhindruð. Það er allur gald- urinn við uppeldið. Kennararnir verða að fara vel með vald sitt, svo að þeir dragi ekki úr þroska og kjarki nemendanna. Takist það, þá verður árangur uppeldis og kenslu ákjósanlegri en nokkurn grunar. — Það er vísindalega sannað, að konur lifa lengur en menn. — Já, ekkjumar að minsta kosti. Grískt landnám í Orkneyjum. Blaðið „Manchester Guardian“ skrifar fyrir nokkru: Flestum munu fornleifarannsókn ir virðast þur vísindi. — Þó hafa þeir atburðir gerst á síðari árum, að svo virðist miklu fremur, að þessi vísindi sjeu skemtilegri en „spennandi“ njósnasögur, enda er það merkilegra að fylgjast með því, sem gerst hefir fyr á öldum en skálduðum viðburðum nútím- aps. Ekki fyrir all-löngu ríkti sú skoðun, að frumbyggjar Bretlands hefðu verið villimenn. Satt er að visu, að Keltar stóðu eltki á háu menningarstigi, en hitt er ■ jafn- satt, að á undan þeim hefir búið menningarþjóð í Bretlandi- Þetta sanna fjölmörg verk frumbyggja á steinum, leifar af byggingum og fleira, sem bera vott um hátt menningarstig, fullkomna verka- skiftingU og alment velgengi. Fornjeifagröftur hefi'r sýnt, að slík verk sem þessi finnast víða um heim, og gadi það bent á, að útflutningur söinu þjóðfloklta hafi um langan aldur átt sjer stað til ýinissa staða nm Evrópu og víðar. Eftir samskonar rannsóknum í austurhluta Miðjarðarhafs, má tclja víst, að þetta hafi verið (Jrikkir. Síðasta og besta sönnunin fyrir þessari skoðun var fundur, sem gerður var í Skeljafirði í Orkn- eyjum. Fanst þar tvöföld öxi, sem var að, öllu leyti af sömu gerð og öxi sú, sem talin var heilagt skjaldarmerki Krítarbúa, er í forn- öld höfðu alla forystu í siglingum. Það er enginn efi á því, að þrátt fyrir það þótt loftlag þar norður frá hafi verið grískum innflytje- endum óþægilegt, þá finnast enn leifar af Miðjarðarhafsmenningu í Orkneyjum. Öll ástæða er til að dást að áhuga og dugnaði Forngrikkja. Án allrar þekkingar um leiðina, Iiættu þeir sjer út á opin höf á fleytum, sem í augum nútíma- manna mundu virðast hlægilegar. Sögnin um TTltima Thule er enginn uppspuni. Engin ástæða er til að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.