Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1930, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1930, Blaðsíða 1
Æfintýr íslenskci hestliðans. Hann heitir fullu nafni Kristján Andrjesson Fjeldsted, sonur hins nafnkunna merkismanns, Andrjes- ar heitins Fjeldsted á Hvítárvöll- um í Borgarfirði. Kristján Fjeld- stéd fór ungur vestur, fyrir hjer um bil árum, og miui snemma hafa gengið í lögregluhestlið Kan- ada, eitthvert frægasta lögreglu- lið veraldarinnar, er gætir laga og rjettar um alt þetta ógnarflæmi jafnvel horður fyrir íshafsstrendur og hefir að orðtæki: „Get your man“ (náðu í. manninn)* sem heimsfrægt er orðið. Er til Kanada kom kendi Kristj- áh sig til föðurnafns síns, og ltall- aði sig Anderson. Sennilegt þykir að hann hafi verið afburða hraust.menni eins og þeir frændur margir. Þó mun vit hans, áræði og þrautseigja hafa framað hann meira í hestliðinu, og er saga sú er hjer fer á eftir, og er sönn, órækt vitni um þá eiginleika. Enda er hún í skilríkjum lögregluhest- liðsins talin eitt helsta d«mi um þá eiginleika, er heist eru kosnir á góðum hestliða („Monnty“). Gharles King og Edward Hay- vard fóru til þess að afla sjer grávöru norður í Sucker Creek hjer- að, sem er nálægt Litla þræla- vatni (Little Slave Lake), er ligg- ur í Albertafylki, milli Athabasca fljóts, að sunnan, og Friðarfljóts (Peace River), að norðan. Hay- ward var ungur Englendingur, nýkominn til Kanada, fullur æf- intýntlSn'sfUnár öfc Kristján Anderson. Hjer í Kanada hitti hann fyrir sjer Charlés King, er var vanur gullleitar og veiðimaður. Edward Hayward var ljettlyndur, heiðar- legur unglingur. King var honum næsta ólíkur;' miðaldra maður, er vonbrigðin um að verða skyndi- lega auðugur í gullsleit, höfðu gert stirfinn og beisklundaðan. Fundum þessara tveggja manna bar saman í þorpi einu í útjaðri menningarinnar, og' tókst þegar sá fcojgningeskapur -w'C þwm. síi King stakk upp á því, að þeir legðu lag sitt saman, og gerðu með sjer helmingabú. Kvað hann auðvelt að auðgast á grávöruveið- um fyrir þá er kunnugt væri um veiðisæl hjeruð, og kynni alt til snöruveiða. Bauðst King til þess að leggja í fjelagsbúið þekkingu sina og yeiðfkunnáttu, ef Hay- ward keypti allan bimað, er til vetrarsetu þyrfti á mörkum úti, og sæi þeim fjélögum fyrir lífs- viðurværi yfir veiðitímann. Til þess þurfti allmikið fje. Hay- \.'ard gekk að þessu, og lögðu þeir fjelagar síðan á stað til Sucker Creek. Kjett um það leyti er þeir fje- lagar voru að komast út úr manna bygðum, varð flækingshundur á vegi þeirra. Hayward rann til rifja hversu skinhoraður hundurinn var, fór af baki, og gaf honum almenni- ltga að eta. Rakkinn tók eðlilega því ástfóstri við Hayward, að hann rann á slóð hans jafnhfirðafi, og þeir fjelagar lögðu aftut á^ stað. Varð það úr, að Haywaj^cf tók að sjer rakkann, og hafði hajf^f með sjer, er þeir King settustiJ vetrarbúðir. Kristján Anderson var þá,i‘ er þetta gerðist, yfirliðþjálfi j hest- liðinu og hafði á hendi löggæslu i hjeruðunum kring um Litla Þrælavatn. Einn góðan veðurdag kemur til hans Indíánahöfðinginn Mústús, er rjeði fyrir litlum flokk Indíána þar um slóðir. Sagði hann hestliðanum frá þessum tveinvur hvítn njðnnum, w heJfVi ftjerr j

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.