Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1930, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1930, Blaðsíða 4
84 j eir, livort þeir væm komnir yfir 'íúcuiinn eða hefðu vilst til sama . skersins og þeir lögðu upp frá. Fráfærudagurinn var tekirin snemma, og strax farið að smala. Laust fvri-r háde'gi var svo lagt af stað, og við. sem vorum frá Steinum, lögðum fyrst ef stað, og þannig myndaðist smátt og smátt manna- og fjárhópurinn, þar til alt var komið, og var þá rekið austur með Austurfjöllunum, því Steina- bærinn er vestasti bærinn, þá yfir 2 eða 3 smáár og svo upp Hrúta- fellsheiði, alt upp að Fimmvörðu- skeri, því þangað var héiðin, og þar hvildu menn sig. Svo tekur jökullinn við, sem enginn á, og er þá rekið yfir hann að Þrívörðu- skeri, svo ofan í <loðaland. A milli Þrívörðuskers og Goðalands, e'r afar stórt gil, sem hvergi er fært yfir, nema þarna niðnr af Þrí- vörðuskeri. Þar yfir gilið er afar- mikill sandhryggur, sem kallaður er Heljarkambur. Þar er sagt að fnndist hafi hestsskeifa og hún sett i samband við ferð Flosa Þórð- arsonar, sbr. Njálu. Jeg er ekki jarðfræðingur, og get ekki sagt um hvfrnig þessi sandhrvggur er til- orðinn, en fyrst þegar jeg sá hann, fanst mjer hann hafi vel getað myndast þannig, að ákaflega stór tröllkarl hafi farið þangað upp með sínar feikna stóru fötur, eða poka, fulla af sandi, og helt í gilið, og rdeð því búið til manna- veg. LESBÓK MORGUNBLAÐ8INS Að lokum var haldið ofan á -Goðaland og skilið við lömbin nið- ur í Hvannárgili, móðurlaus og uppgefin, ,bæði af göngunni, og svo líka af jarminum, sem hafði þrengt sjer svo inn í'meðvitund okkar, að við, þegar heim kom, gátum varla sofnað fyrir lamba- jarmi og hundgá, serti ómaði í eyr- um okkar. Jeg held að í langflestum tilfell- um hafi verið rekið á jökli þegar reka átti inn á Goðaland. Fráfær- urnar voru æfinlega settar í sam- band við gott veður, jökulveður. En öðru máli var að ge’gna> með haustsmölunina, hún varð að vera á vissum tíma, hvernig sem viðr- aði. Það var smalað í tvo daga og þriðja daginn rekið frain, fyrir vestan, sem kallað var, annars á jökli. í birtingu var ákveðið hvern veginn skyldi fara; fór það oftast vel, en fyrir kom, að það fór öðru vísi en ætlað var, og eitt tilfelli sem jeg komst í, gerði það að verk- um, að jeg skrifaði þessar línur. Fyrsta ferð mín inn á Goðland. Jeg hlakkaði mikið til nþnnar fyrstu ferðar á Goðaland, bæði var nú það, að fara inn á' Goðland og þá elcki síður að vera með fullorðn- úm mönnum, jeg þá 14 ára, og svo að geta etið kjöt, ost og brauð, eins og mig lySti. Haustsmölun þessi tók þetta 4 til 5 daga, 5 daga, þegar reka varð fvrir vestan, en 4 daga þegar rekið var á jökli; við þurftum því að hafa nesti og nýja skó. Það var því ávalt skorin ein ær, fjallaær var hún kölluð, og soðið af henni eins og þurfa þótti, eða að minsta kosti læri, bógar og síða. Var það látið í nestisþokann hjá hverjum, og svo stórt pottbrauð og stór ostur. ásamt smjöri í öskjum. einn- ig kaffi, sykur ,og rjómi. Maður leit þennan nestispoka álíka hýru auga og Salvör gamla gerði í Mannamun; nesti þetta reiddi mað- ur alt í poka fyrir aftan sig, og oft var það, að ofan á þessum nestispoka sat, eða rjettara sagt lá, smalahundurinn. Honum var hlift við að hlaupa með á innleið- inni, því hann fekk vanalega nóg að hlaupa við smolunina, og við að reka fjeð fram. Það var ágætis veður þennan morgun, sem við lögðum af stað, svo gott veður, að Útfjallamenn voru að koma úr Eyjum, — Vest- mannaeyjum. Ekki man jeg gjörla livað við vorum margir, líklega um tuttugu. Jeg var bæði lang- minstur og yngstur. Einn af sam- ferðamönnunum var því sjerstak- lega beðinn fyrir mig. Svo lagði allur hópurinn af stað, snemma morguns, >og voru allir í einum hóp út fyrir Hólsniip, en þegar þangað var komið, vildu sumir fara me'ð bæjum, sem kallað var, en sumir vildu komast sem fyrst inn á Goða- land, og þeir sem það vildu, komu þar um fjögurleytið, og gátu því búið vel um sig og viðað að í heysóflinn, eins og það var nefnt, n.f.l., við máttum kvista trje þar og reiða heim; það var haft í sófla til að sópa heygarðinn með og flengja krakkana. f þetta skifti varð það hlutskifti mitt að vera með þeim hópnum, sem með bæjum fór, vegna þess, af> sá, sem beðinn var fyrir mig, var í þeim hóp; en til allrar ham- ingju var Fjallkóngurinn Einar Einarsson í Vesturbænum í Stein- um, með okkar hóp; hann átti Hka bróður á einum bænum. Aðaler- indið, að minsta kosti hjá tveimur af þessum síðari hóp, var að fá sjer í staupinu, sem flestum í þá daga þótti sjálfsagt, og þá ekki síst í slíkum ferðum. Við komum, eftir Jiví sem jeg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.