Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1930, Blaðsíða 2
82
áe
vetrarsetu í dalnum andspænis
tjaldstað þeirra Indíánanna. Hafði
liann emnig þær frjettir nxeðferð-
is. að hann áleit að hestliðanum
bæri að grenslast eitthvað eftir,
hvað þar hefði skeð.
Fáum nóttum áður höfðu Indí-
ánarnir heyrt byssuskot yfir hjá
hvitu mönnunum, og næsta dag
sáu þeir eldri manninn leggja
á stað ríðandi, með alt sitt haf-
urtask, og hundinn afar nauðugan
í förinni. Með þeirri kurteisi, sem
eiginleg er þeim, er á aískektum
stöðum búa, hafði Mústúk int
hvíta manninn éftir því hvar ungi
maðurinn, fjelagi hans, væri. —
„Hann lagði á stað snemma í
morgun áleiðis til Styrjuvatns
(Sturgeon Lake), og þar á jeg
að hitta hann,“ svaraði King.
Fljótt á litið var þetta e'kki sjer-
lega grunsamlegt. En Anderson
leist þó svo á frjettina, sem vert
myndi vera að komst íyrir hið
sanna. Mústús sagði honum að
ungi maðurinn hefði átt hundinn,
er hefði verið honum dauðtryggur.
Hvers vegna hafði þá ekki hund-
urinn fylgt honum eftir, ef hann
hafði íarið áleiðis til Styrjuvatns
um morguninn ? Auðvitað gat
byssuskotið, er Indiánarnir heyrðu
um nóttina, aðeins hafa stafað frá
því, að annar hvor þeirra fjelaga
hefði skotið á tvær grængolandi
glyrnur, er starað hefðu á þá
fjelaga við eldinn, úr náttmyrkr-
inu. En á hinn bóginn gat hjer
líka verið eitthvað alvarlegt á
seiði.
Anderson yfirliðþjálfi hjelt rak-
leitt til tjaldstaðar þeirra fjelaga,
er nú var yfirgefinn. Þar var ein-
ungis öskuhrúgu að finna. En hon-
ur virtist sem hjer væri ekki að
ræða um leifar venjulegs tjald-
staðarelds. öskuhrúgan virtist
ekki svo niðurbrunnin, sem venju-
legt er, Og liturinn var nokkuð
annarlegur.
Anderson rótaði lengi í öskunni,
en fann ekkert, er grunsamlegt
væri. Hann litaðist um, eftir fleiri
vegsummerkjum.Áugun staðnæmd-
ust við greinar á trje, er eldurinn
hafði verið gerður undir; stað-
næmdust einmitt þar, er var lóð-
rjett fyrir ofan öskuhrúguna. —
Anderaon klifraði upp í trjeð. tnl
JjESBÓK MORGUNBLAÐSINS
. v: Ivlu, J uíj w ***
þess að forvitnast nánar um það
er hann sá. - . ! 1
Það stóð heima, að þar sem reyk-
urinn hafði feikið um bÖrk greih-
anna, og náttsvöl laufin', hafði
sest kvoðukent sót, er hjer og þar
hafði runnið saman í svolitla
brækjudropa. Auðsjeð var þeim
manni, er bæði hafði athyglis-
gáfu, reynslu og ályktunargáfu,
að hjer hafði nýlega verið brent
einhverskonar holdvef eðá fitu, —
Yerið gat að hjer hefði verið
steikt sú villibráð, er lagt hafði
að velli skotið, er Indíánarnir
heyrðu um nóttina. Önnur ástæða,
sem vert er að athuga frekar, gat
lílta legið til þessa.
Anderson ákvað að halda áfram
rannsókninni.
Hann komst á slóð Kings og
fann hann í smáþorpi einu,
„Hvar er fjelagi þinn?“ spurði
Anderson.
King sagði honum önuglega hið
sama- og Indiánahöfðingjanum, að
þeir fjelagar hefðu komið sjer
saman um að hittast við Styrju-
vatn, nokltrum vikum seinna. —
Hann játaði að þeir hefðu orðið
saupsáttir, en þó jafnað það með
sjer. Hefði talast svo til, að ef
Hayward vildi taka upp fjelagið
aftur við King þá er mánuður
væri liðinn, þá skyldi hann hitta
King við Styrjuvatn. Annars ætl-
aði Hayward að freista gæfunnar
annarstaðar.
„En jeg held ekki að je'g og
piltur þessi komum okkur saman“,
sagði King að lokum. „Hann er
of fastur á fje sínu, og annað hefir
hann ekkert til fjelags okkar að
leggja. Svo jeg held ekki að jeg
sje að doka lengur við eftir hon-
um. Jeg hefi önnur úrræði bétri
í huga, og jeg held jeg leggi á
stað í fyrramálið.“
„Vera má að þú eigir betri úr-
ræði annarstaðar“, sagði Anderson
og fylgdi vel á eftir orðunum. „En
þú verður nú hjer, uns jeg heyri
eitthvað frá Hayward eða fjöl-
skyldtx hans — eða hefi upp á hon-
um. Þú ért hjer með handtekinn,
sakaður um morð.“
King bliknaði, og þrútnaði svo
af heiftarbræði. „Þú hefir ekki
snefil af sönnunum á móti mjer!“
sagði hann.
Þetta var svo satt, að svo^mikils
álifs sem hestliðarni'r njóta., sjer-
stakiega í afskektum hj^ritðum.
þá' vúni þó lang flestitv á þessum
slóðum sámmáta King um það,, að
hjér hefðí Anderson ’beiti- gérfæði.,
. r > • • 'X .. V,
Sjálfur var Andersori í raun og
véru vondaufur um að hann gæti/
safnað nægum sönnunargögnúin til
þess að sakfella King. En hann
vildi ekki eiga á hættu, að missa
King úr hÖndum sjer, svo að hann
ekki kæmist á slóð hans aftur.
Þess vegna varð King nú að
sitja í haldi í þorpinu. En Iög-
regluhestliðið sendi þegar sim-'
skeyti til fjölskyldu Haywards
á Englandi,; til þess að vita hve
nær hefði síðast fil hans spurst.
Skeyti kom um hæl, að bróðir hans
færi að vörmu spori vestur um
haf til þess að veita lögréglunni
allar upplýsingar.
En Anderson hvarf nú aftur
þangað, er hann hugði að glsepur-
inn hefði verið framinn. — Hann,
snuðraði þar um alt til þess að
leita að vegsummerkjum. Hann átti
eftir að finna aðal sönnunargagnið
gegn King. Ef HayWard hafði ver-
ið myrtur, þá varð að hafa upp
á leifum hans. ,
Öruggast hefði verið fyrir King
að graia Hayward. Hefði hann
gert það, þá var harla lítil von
um að finna líkið í þessum villi-
skógum. Samt sem áður leitaði
Anderson og leitaði, án þess að
finna nokkuð.
Þó gat og hugsast að jafn
örugt hefði verið og töluvert auð-
veldara að sökkva líkinu í eitt-
hvert síkið, eða einhverja tjörnina,
sem eru alveg óteljandi á þessum
slóðum.
Anderson var langt frá næstu
hestliðastöð, og líkurnar fyrir sekt
Kings voru énn svo rýrar, að hann
gat ekki fengið senda fjeiri hest-
liða sjer til hjálpar, við leitina.
Og hvítu mennirnir á þessum
slóðum sannfærðust, æ betur um
það dag frá degi, að King sæti
að ósekju í varðhaldi, og datt því
ekki í hug að rjetta Anderson
nckkra hjálparhönd. Jafnvel Indí-
ánarnir vildu enga aðstoð veita-
honum nema fyrir borgun.
Anderson hafði með sjer .$100., .
aleigti sínö. Haun a&jeC nú áð