Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1930, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1930, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSLKS 135 Ætluðu I3andciríkjumcnn að kaupa ísland fyrir 60 áxum? Hinn g-óðkunni íslatidsviimr, Earl Hanson, hefir ritað grein í tímaritið ,\Yoilds Work‘, um fram- farir Islands, og Alþingishátíðina. Þar talar liann ennfremur um rannsókniv Vilhjálms Stefánssonar og yfirleitt um það, sem farið hafi á milli Islendinga og Bandaríkja- manna. I grein þessari segir Earl Hanson frá því, að Bandaríkja- menn muni eitt sinn hafa hugleitt að kaupa ísland og Grænland. Þar stgir hann m. a.: - Árið 1868 kom út einkennileg skýrsla í Bandaríkjunum. Fjallaði hún um landgæði Grænlands og Is- lands. Skýrslu þessa hafði Benja- mín Peirce samið. Seward hafði þá nýlega keypt Alaska af Rússum. Hann var með þá hugmynd í koIL- inum, að kaupa Grænland óg ís- land a.f Dönum í sömu atrennu, Sennilega hefir málið aldrei kom- ist svo langt, að samningar um það hafi verið teknir upp. Seward var skammaður óbótaskömmum fyrir kaupin á Alaska. Er líklegt að það hafi dregið úr honum kjarkinn til þess að bera fram þá hugmynd, að keýpt yrðu lönd í viðbót, sem al- menningur hjelt að væru jökli hul- in. En skýrslan er við lýði, og talar sínu máli. Höfundur' hennar hafði að vísu hvorki til Grænlands eða íslands komið. En skýrslan var samin ineð kostgæfni og nákvæmni eftir heimildum þeim, sem hægt var að ná til. En hvað ætlaði Seward sjer með ísland? Hann ætlaði ekkert með ísland út af fyrir sig. En hann ætlaði að ná í Grænland og Is- land. Og vel má vera að sú hug- mynd hans hafi verið í nánu sam- bandi við Alaska-kaupin. Margar tilgátur hafa verið gerð- ar um það, hvernig á þessum hug- leiðingum hafi staðið um kaup á þessum löndum, og meðal annars verið getið til að Seward hafi vilj- að láta umheiminn sjá að Banda- ríkjamenn væru ekki af baki dottnir eftir borgarastyrjöldina, og væru aflögufærir eftir að hafa greitt Rússum 7 miljónir dollara fyrir Alaska. Ef svo er, þá hlýtur fjármálaráðunautur Bandaríkj- anna í Evrópu að hafa haft hönd i bagga með ráðabruggi þessu. í sambandi við skýrslu Peirce er birt brjef frá R. J. Walker, en hann var einmitt fjármálaráðu- nautur Bandaríkjastjórnarinnar. Og hann átti, að því er hann sjálf- ur segir, hugmyndina um það að kaupa þessi tvö lönd af Dönum. Aðalástæðurnar ,sem hann færir fram fyrir ]>essu, eru óneitanlega dálítið skringilegar. En það kann að vera, að menn geti skilið þær þegar tillit er tekið til þess, að Bretar voru Sunnanmönnum vin- vdttir í borgarastyrjöldinni. Segir svo í brjefinu: — Jeg hefi fengið sönnun fyrir því, að Bretastjórn stofnaði sjálfs- stjórnarnýlenduna Kanada í óvin- arhug gegn Bandaríkjunum. Nú höfum við, með því að kaupa Alaska orðið nágrannar hinnar bresku nýlendu að vestan verðu. Ef við fengjum Grænland, yrði hin breska Ameríku-nýlenda inni- lukt af landareignum Bandaríkj- anna. En þetta myndi óefað verða til þess að Canadamenn myndu frekar en áður, hallast að því, á friðsaman hátt og með fúsu geði, að sameinast Bandaríkjum Norður- Ameríku. Það er merkilegt verkefni fyrir sagnfræðinga að skera úr því, hvort Alaskakaupin, og bollalegg- ingarnar uin Grænland hafi af ráðunautum Sewards verið skoðuð sem spor í þá átt, að ná tangar- haldi á Kanada. En hvað um ísland? Má vera að þeir Seward og Walker hafi haft það á bak við eyrað, einmitt ve'gna þess, að þeim var í nöp við Breta. Er menn líta á landabrjef og sjá hnattstöðu íslands, getur engum biandast hugur um, hve mikla þýð- ingu ísland getur haft í hernaði. Hver sá, sem fór um norðanvert Atlantshaf í heimsstyrjöldinni, er skipaleiðir lágu oft þar skamt und- an landi, getur ímyndað sjer, hve mikla þýðingu það hefði haft fyr- ir Þjóðverja, ef þeir hefðu þar g< tað haft kafbátahöfn. Þeir, sem lesið hafa hina merki- logu bók Halldórs Ilermannssonar um Joseph Banks og Island. vita hve hurð skall nærrri hælum í byrjun 10. aldar, með það að Bret- ar tækju ísland frá Dönum, er þeir voru Frakkamegin í Napoleons- styrjöMinni. Gerðar voru jiá ráð- stafanir án þess á jivi bæri, að enskt herlið gengi á land í Reykjavík, og legði landið undír sig. En svi])ul rás hinna pólitísku viðburða kom í veg fyrir að svo færi. Eigi er liðin öld siðan Island var leiksopjiur í bollalegginguin stór- vf ldanna, er ]>au sóttust eftir fyrir borgun. En nú er talað í þingi Bandaríkjamanna um „konungs- ríkið ísland.“ .... Dr. Cook varð heimskunnur 1908, er hann þóttist hafa komist til Norðurpóls- ins. En síðar var jiað sannað á hann, að hann hefði Jiangað aldre'i komið. Enn vakti hann umtal, er hann árið 1923 varð uppvís að olíusvikum. Var liann ])á dæmdur í 14% árs fangelsi. Nú nefir hann verið náðaður vegna sjerstaklega góðrar hegðunar í fangelsinu. -------—-— í ósjó. Farþeginn : Hæ, skipstjóri! Þjer verðið að stansa, Jiví að jeg misti ttnnurnar inínar í sjóinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.