Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1930, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1930, Blaðsíða 1
30. tölublað. Sunnudaginn 3. ágúst 1930. V. árgangur Virðingargjöf Dandaríkjcinna d 1000 dra afmæli fílþingis. Standmyndin^af Leifi heppna. f Avarp Svcinbjarnar Johnson cr hann fyrir höncl banclaríhjaþings og forscta Besta gjöfin, sem góð örlög gáfu forfeðrum vorum, hinum tfornu víkingum, var orðstír fyr- ir unnin framaverk, orðstír sem aldrei deyr. Alt annað þótti þeim hjegómi og einskis vert, nema að því leyti sem það gat stuðiað að því að þeir yrði frægir. Hinir fornu íslendingar lögðu glaðir alt í sölurnar, jafnvel líf- ið, til þess að vinna sjer frægð. Þessi hetjulund kom fram hjá Lindbergh, sem er af norrænu bergi brotinn, þegar hann flaug einn síns liðs yfir Atlantshaf í flugvjel, sem að níu hundruð árum liðnum verður talin háska- gripur, í samanburði við þær fiugvjelar, sem þá verða not- aðar. Sama frægðarþráin sjest á ofdirfsku Leifs Eiríkssonar, er hann sigldi á opnum bát yfir Atlantshaf fyrir 930 árum og fann Ameríku. Frægð hans fyr- ir það fyrnist aldrei. Atvik ■— er vjer köllum svo, máske vegna þess að andlegur sjóndeildarhringur vor er fjarö'ka þröngur — átti nokkurn Bandaríkjanna tilkynti þátt í því að Leifur fann Ame- ríku. Tveir menn, sem voru likir að aldri, áræði og sjó- mensku voru alkunnir meðal samtíðarmanna sinna á 10. öld. Báðir sigldu þeir yfir Atlants- haf. Báðir lögðu þeir ótrauðir út á hið víða og ókunna haf. Og báðir sáu þeir strönd Ame- ríku, sem síðan hefir orðið vagga þeirrar ómetanlegu fram- takssemi, sem áhrif hefir haft svo vítt sem lönd eru bygð. Annar þeirra sá ströndina, horfði á hana ósjáandi augum og sigldi fram hjá. Honum láð- ist að grípa það tækifæri ,sem forlögin gáfu honum til þess að verða frægur svo lengi sem heimurinn stendur, og þess vegna lifir minning hans aðeins í móðu sem minning þess manns, er f jet ónotað tækifærið til þess að verða frægur. Hinn kom seinna. Hann var foringi þeirra hvítu manna, er vjer vitum að næst fyrstir sigldu til Ameríku, og hann staðnæmdist þar, steig á land og kannaði landið. Fyrri maðúrinn var Bjarni gjöfina. Herjólfsson, og hann seldi síðan skip sitt. Hinn maðurinn var Leifur Eiríksson — og hann hafði keypt skip Bjarna. Hinn fyrri kom og sá; hinn kom, sá og sigraði. Hinn fyrnefndi tap- aði, en hinn ávann sjer það, serh var keppikefli hinna fornu víkinga, að verða frægur um allar aldir fyrir afreksverk sitt. Það er dálítið einkennilegt, að forlögin virðast helst velja þá menn, sem enginn þekkir, til þess að vinna stærstu þrek- virkin, eða þá að hið eina, sem vjer vitum um þá, eru óljós munnmæli. Aðra eins menn og Móses, Zoroaster og Krist, Homer, Virgil og Shakespeare, þekkjum vjer aðeins af óljósri afspurn. Samt sem áður vitum vjer það með vissu að þeir hafa lifað. Og þeir lifa meðan heim- urinn stendur vegna afreks- verka sinna. En vjer megum þakka guði fyrir það, að vjer vitum aðeins lítið um æfiferil þeirra, því að þess vegna hefir ímyndunarafl hvfers manns lausan tauminn til þess að skapa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.