Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1930, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1930, Blaðsíða 7
tfeSBÖK morgunblaðsins 239 Samfagnaður í Dýskalandi í tilcfni af Alþingishátíðinni. Dagarnir 26.—28. júlí 1930 veittu íslendingum erlendis fá- ar gleðistundir. Jeg býst við, að flestir hefðu með einhverju móti reynt að komast heim, hefði þeir vitað fyrir, hvað fjarveran varð þeim þungbær. Jeg reyni ekki til að túlka það írekar, enda óvíst að mjer yrði trúað. Sá tími er og liðinn hjá, en söknuðurinn og iðrunin vak- ir. Sannarlega kom okkur vel þessa daga að geta fundist og spjallað saman landarnir — og 1 öðru lagi hluttekning sú, sem okkur var sýnd hjer erlendis. En það gefur að skilja, að við gátum litla uppbót fengið fyrir algleymisfagnaðinn á Þingvöll- um. Þess er samt að geta, sem gert var. íslendingamót í Travemúnde. Fyrst kom til mála, að allir Islendingar í Þýskalandi kæmi saman í Berlín 26. júní. En til þess var enginn kostur. Við tók- um okkur þá saman úr Ham- borg, Kiel og Lúbeck og höfð- um mót með okkur í Trave- múnde. Ánii Siemsen, kaupm. í Lúbeck, stóð fyrir því. Við urðum alls 16, er komum sam- an í Travemúnde 28. júní kl. 3 eftir hádegi. Islenski fáninn blakti á stöng útifyrir sam- komuhúsi okkar og á strönd- inni yfir baðstað tónskáldsins, Jóns Leifs. Fyrst var farin skemti- för á bát út með ströndinni, sem er einkar fögur. Um kvöld ið var samsæti, etið og drukkið og haldnar ræður. Alþingishá- tíðarmerkið blakti á borðinu, er þessar 16 sálir sátu umhverfis, lotningarfullar með hugann heima á Þingvöllum. Eftir ræð- una fyrir minni íslands ljek fyrst hljómsveit „ó, guð vors lands“. Salurinn, sem Árni hafði valið okkur, var mjög skemtilegur með fögru útsýni. Við vorum fyrst alveg út af fyrir ökkúr, en sfðar fengu þeir, er vildu, að taka þátt í dansi með borðgestunum, sem margt var af þarna. Við eign- uðustum þarna hugþekka stund — en heimþráin var sterkari en svo, að við gætum verið eðlilega kát. Forsætisráðherra var sent svo hljóðandi skeyti: íslendingamót í Travemúnde samfagnar alþingi og íslenska ríkinu, óskar upphafs gullaldar eins og fyrir þúsund -árum, með samstarfi landa heima og er- lendis. Sýning ísienskra bóka í Kiel. Dagana 26. júní til 10. júlí var haldin sýning á öllum ís- lenskum bókum, blöðum og tímaritum úr Háskólabókasafn- inu hjer. Sýningin var opnuð 26. júní kl. 12 á hádegi fyrir öll helstu stórmenni borgarinn- ar, svo sem borgarstjóra, rekt- or háskólans og prófessorum, að ógleymdum okkur löndun- um. Yfirvörður safnsins, dr. Christoph Weber, hjelt ræðu um ísland, sögu og bókmentir þjóðarinnar og gildi þeirra út á við. Þá skýrði hann frá safn>- inu, tilgangi þess, upptökum, vexti og viðgangi. Fyrir hönd okkar landanna svaraði Oddur Guðjónsson, hagfræðinemi. — Sýningin hefir verið allvel sótt. Af þeim bókum, sem mesta at- hygli hafa vakið, má nefna Flateyjarbók, Voyage en Is- lande eftir Gaimard og Guð- brandarbiblíu. Einn prófessor heyrði jeg undrast, hvað margt væri gefið út af dagblöðum og hversu mikið af íslenskum bók- um væri þýtt á erlend mál. — Ýmsir rituðu hjá sjer bóka- titla og ætluðu þegar að auka frekar við kynningu sína á ís- landi. Aðrir furðuðu sig á, að lsland skyldi eiga alt þetta til án þess þeir hefðu nokkurn- tíma haft hugmynd um það. — Það er enginn vafi, að sýning þessi hefir stuðlað mjög aðþvi, að margfr efgnast hj’er tfSi'i dg sannari kynningu á íslenskri þjóð heldur en þeir áttu fyrir — aðrir kynnast henni nú fyrst að nokkru. Dr. Weber á sjerstakar þakk ir skilið af hálfu Islendinga fyrir frábæran dugnað og á- huga, er hann hefir sýnt á því að auðga safnið og gera það fullkomið. Það telur nú um um 12 þús. bækur, blöð og tímarit, er Island varða. Þar mun t. d. mest alt að finna, sem ritað hefir verið um ísland frá fyrstu tíð. Norræna deildin í Kiel fagnar þúsund ára afmæli Alþingis. Prófessor Vogt gekkst fyrir því, að norrænudeildin fór skemtiför úr bænum og við landarnir vorum boðnir. Sam- drykkja var úti í fögru skógar rjóðri og hjelt prófessorinn þar mjög hlýlega ræðu fyrir minni íslands. Hann endursagði einn- ig nokkra kafla víðsvegar úr fornbókmentum vorum á þýskri tungu. Þótti okkur löndunum mjög gaman að því og undruð- umst, hve vel hann hjelt stíln- um og frásagnarhættinuum, og hversu vel sagnirnar hljómuðu á þýsku. Starf prófessor Vogt s og ást á íslenskum fræðum er alkunn- ugt. Hátíðaritið, er hann sá um, er nýjust sönnun fyrir þeirri ást hans í verki. Og á- vextirnir koma víðar fram. — Enginn, sem til þekkir, er í vafa um„ að menn norrænu- deildarinnar hjer eiga eftir að vinna margt til nytja íslensk- um fræðum, til aukningar góðra skifta og góðrar kynn- ingar með Þjóðverjum og ís- lendingum. Jeg vil minna á, að hæði Hans Kuhn og Reinhard Prinz eru doktorar hjeðan. — Dvö.1 þeirra heima á íslandi hefir vitanlega veitt þeim djúp tækasta þekkingu á þjóðinni, en nám þeirra hjer og áhrif prófessor Vogts eiga líka góð- an þátt í áhuga þeirra fyrir öllu, sem Island varðar. Og af eigin reypslu veit jeg„ hve^su einlæ'g'á víni Isrán'd á, þS’r tttri

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.