Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1930, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1930, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 285 óeirðir í Egiftalandi. Skeyti frá Egiftalandi herma, að allmiklar óeirðir sjeu meðal þjóðarinnar vegna þess að Fuad konungur hefir slitið þinginu um óákveðinn tíma. Margir óttast að stjórnarbylting muni brjótast út þar syðra nú á næstunni. Myndin fyrir ofan er af Fuad konungi þegar hann er á ferð um eina óróanýlenduna í Efra-Egiftalandi. Sólhlíf er haldið yfir honum. heiminum enn í dag jafn kunn og frægð þessa sjógarps. Víkingarnir norrænu voru kunnir við flestar hirðir í Norð- urálfu, og þeir báru út fregn- ina um fund Vínlands hins góða. Mjer hefir því jafnan þótt það mjög sennilegt, að Kolumbus hafi farið til Islands árið 1477. Kolumbus var land- könnuður af lífi og sál. Með frábærri elju safnaði hann öll- um þeim landfræðisupplýsing- um, sem hann gat fengið. Ekk- ert er sennilegra en að hann hafi komist á snoðir um það, að Islendingar visssu um eitt- hvert land fyrir vestan sig, og að hann hafi farið til íslands til þess að leita frekari upplýs- inga úm þetta. För hans þang- að verður aldrei skýrð á annan hátt. En þess skal getið, að þessi skýring dregur ekkert úr frægð hans fyrir vesturför sína 1492. Hún sýnir aðeins það, að Kolumbus þorði að fara eftir þeim uppiýsingum, sem heimur- inn treysti alls ekki á. Það var því ekki að furða þótt hann væri ákveðinn þegar samblást- urinn var gerður gegn honum, því að hann vissi að hann hlaut að finna land, ef hann sigldi altaf í vestur. — Islendingar geymdu vei í minni sögurnar urn það, þegar Leifur fann Vín- land hið góða, og þegar Þor- finnur karlsefni fór að nema það land 1004, og Kolumbus gat því hafa fengið svo sterkar sannanir fyrir þessu 1477, að hann hvikaði hvergi frá fyrir- ætlunum sínum nje ljeti hug- fallast. Það er í sjerstöku virðingar- skyni að Bandaríkin taka þátt 1 þjóðhátíð Islendinga, sem haldin er til minningar um það að hjer var stofnað ríki á þeim giundvelli, að þjóðin gæti ráðið sjer sjálf. Bandaríkin hafa ver- ið fyrirmynd annara þjóða um lýðstjórn. Þegar landnemarnir gerðu uppreisn gegn stjórn Breta árið 1776, og þegar þeir scttu stjórnarskrá sína 1789, þá lýstu þeir yfir því fyrir alheimi, að þeir hyrningarsteinar, sem þeir bygði þjóðskipulag sitt á, væri: að hverjum manni væri treyst til þess að sjá um sig sjálfur, og að þjóðf jelaginu bæri skylda til þess að halda uppi reglu og rjettlæti. Jeg skal ekki neita því, að ekki hef- ir altaf Verið fylgt þessum gull- vægu meginreglum í þessu riki, sem mjer veitist sá heiður að vera borgari í. Jeg er ekki hingað kominn til þess að ásaka nje afsaka. En jeg bið háttvirta áheyrendur mína í þessu heim- kynni lýðfrelsis, að minnast þess, að elsta lýðveldið vestanhafs hefir opinberlega viðurkent þessa þjóðhátíð, og hyllir með gleði forvígisþjóð stjórnarfars- rjettinda, þjóð, sem stofnaði frjálsa lýðstjórn og helt henni uppi um nær 400 ára skeið á þeim öldum er lýðfrelsi var svo að segja algerlega óþekt. Bandaríkin hafa tekið þann kost að sýna viðurkenningu sína í áþreifanlegan hátt með því a$

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.