Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1930, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1930, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 237 fjelágs Reykjavíkur. í fyrra tók hann þátt í Skákþingi íslend- inga í fyrsta skifti og varð þá nr. 6—7 í fyrsta flokki, en þátt- takendur voru þá 12 í þeim flokki. Hannes Hafstein er mjog duglegur skákmaður, og mjög líklegur til að ná enn nú meiri þroska í skáklistinni, en hann hefir nú náð, og hefir hann þáð fram yfir flesta eða alla skákmenn okkar, að hann hefir mjög gott vit á skákdæm- um og öllu sem að þeim lýtur, og er það honum mikill styrk- ur í kappskákum eins og að líkindum lætur. Hann hefir gert fjölda mörg skákdæmi, og hafa rr.örg þeirra verið birt í blöðum hjer, og sum í erlendum skák- tímaritum, og þótt ágæt. Það er því fylsta ástæða til að vænta þess að Hannes verði íslenskri skáklist til mikils sóma bar sem saman fer hjá honum skáldskapargáfa skákdæmahöf- undarins og framsýni kapp- skákamannsins, því það er frem- ur sjaldgæft að skaparinn komi þeim gáfum báðum fyrir í sama höfðinu, svo að vel fari á. Eins og Morgunblaðið hefir skýrt frá, var haldið hjer í Rvík síðastliðinn vetur skákmót fyrir Reykjavík, og þá samtímis stofnaður skákmeistaratitill fyr- ir Reykjavík. Þann skákmeist- aratitil vann Ásmundur Ás- geirsson, sem er einn af kunn- ustu skákmönnum hjer í Rvík. Ásmundur er fæddur 14. mars 1906, og byrjaði að iðka skák árið 1922. Árið 1924 gekk hann í Taflfjelag Reykjavíkur og tveimur árum síðar komst hann . upp í fyrsta flokk í því fjelagi. Hann tefldi kappskákir í þeim flokki árið 1927 og varð þá efstur af 14 þátttakendum. Á skákþingi íslendinga í fyrra tefldi hann við mjög góðan orð- stír og kepti þar um önnur og þriðju verðlaun. Margir sem vel þekkja til íslenskra skákmanna, telja Ás- mund einhvern duglegasta kappskákamann á landi hjer, og þátttaka hans í ýmsum kapp- skákum þrjú síðastliðin ár þendir ótvírætt í þá átt. Ber margt til þess, og þó einkum hið óbrigðula stálminni hans á alt sem hann hefir sjeð á tafl- borðinu, en það er hvorki fátt eða smátt, því han-n hefir iðk- að mikið skák og lesið mikið skáki'ræði. Það er aitaf mikill viðburður Hjalmar Lindroth: Mot- . satsemas ö'. — Einar Fors Bergström:. Island i Stöp- sleven. Nú í sumar hafa komið út tvær eftirtektarverðar sænskar bækur um ísland. önnur þeirra er eftir Hjalmar Lindroth pró- fessor í Gautaborg, en hin er eftir blaðamanninn sænska Ein- ar Fors Bergström, ritstjóra við Svenska Dagbladet. Báðar þess- ar bækur eru þannig ritaðar, með svo mikilli þekkingu og skarpskygni, að menn ættu að gefa þeim gaum hjer heima. Báðar eru þær prýðilega úr garði gerðar, og í þeim er fjöldi ágætra mynda, frá íslensku þjóðlífi og atvinnuvegum. Þegar menn líta á titilinn á bók Lindroths prófessors, er hann nefnir „Motsatsernas Ö“, munu margir líta svo á, að hann eigi þar við undarlegt sam- bland af frosti og funa — titillinn bendi á andstæðurnar í náttúru landsins. En strax í innganginum vek- ur höf. athygli manna á því, að hjer sje eigi fetað í margtroðn- ar slóðir. Hann bendir rjettilega á, að flestir íslandsfarar .hafi þangað farið til þess að virða fyrir sjer og rannsaka náttúru landsins, en skeytt minna um að gefa gætur að því, sem gerð- ist og gerst hefði í þjóðlífinu. Bók hans er undantekning. — Hann ritar aðallega um þjóðina, um þjóðareinkenni vor, lífskjör fyrr og síðar, atvinnuvegi og menningu og tungu. En höf. hefir sjálfur þá „sjer- hjá lítilli þjóð að eignast nýja meistara, á hvaða sviði sem et. Það er því skylda allra góðra manna að viðurkenna yfirburði þeirra, og hvetja þá á allan hátt til frekari starfs og dáðá til sæmdar landí og þjóð, stöðu“ að hann kann íslensku til fullnustu. Hann er gagnkúnrt- ugur íslenskum bókméntiim ög sogu, og Íes með eftirtekt ÍS- lensk blöð og tímarit, fyígist með í öllu því, sem gérist hjer á landi, virðir það alt fyrír Sj§r með velvilja til þjóðarinnar ög glöggskyfeni áhorfandans; Andstæðurnar sem hanii á við, er hann gaf bók sinni nafn, munu eiga við andstæður íþjóð- lífinu eins og það er nú, þar sem nútíð og fortíð mætast svo að segja á öllum sviðum. Höf. kemst að orði á þessa leið í inngangi bókar sinnar: ,,Hinar norrænu frændþjóðir eiga að hafa áhuga fyrir því, að fylgjast með í viðburðanna rás á íslandi. Við höfum eitt sinn staðið á sama stigi og íslending- ar, byrjað svo að segja á sama stað. En á íslandi hefir svo margt gamalt haldist við lýði fram á seinustu tíma, sem við teljum að eigi heima í mikið einfaldara lífi. Baráttan milli þess gamla og nýja á mörgum sviðum hefir þar verið háð á aðeins fáum áratugum, og sum- staðar þar sem breytingin er örust, hefir hún staðið yfir nú síðustu árin.“ Höf. bendir og á, að sú spurn- ing sje hjer sívakandi, að hve miklu leyti eigi að byggja þjóð- líf vort á hinum gamla grund- velli, og hve mikð skuli hirt af hinu nýja — og hvaða meðalveg skuli rata. Er hann hefir varpað fram þeirri spurningu, leiðir hann les- andann jnn á ótal svjð hina ——<-:m>---- Tvær sæiiskar bækur um fsland.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.